Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 2
94 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS veitt Arnarbæli í Ölfusi og var hann þar til dauðadags 28. febr. 1873. Kona sr. Guðmundar var Guð- rún (f. 7. júlí 1825) Pétursdóttir Hjaltested og Guðríðar Magnús- dóttur prests í Steinnesi, Árnason- ar biskups Þórarinssonar. Börn áttu þau hjón átta, er til aldurs komust, en alls áttu þau 15 börn. Af dætrum þeirra, sem voru sex, urðu tvær prestskonur; ein giftist sýslumanni og tvær áttu verslunar- menn. Ein dóttirin og tveir synir þeirra hjóna fóru til Ameríku. — Prestkonurnar voru: Anna (f. í Litla-Dunhaga 9. júní 1848); giftist séra Oddgeiri Þórðarsyni presti í Vestmanneyum og víðar, og Guð- ríður (f. á Þrastarhóli 21. nóv. 1853); giftist séra Ólafi Ólafssyni presti að Guttormshaga, síðar í Arnarbæli og síðast fríkirkjuprest- ur í Reykjavík og Hafnarfirði. — Margrét (f. á Þrastarhóli 19. febr. 1855); átti Jóhannes Davíð Ólafs- son sýslumann í Skagafirði. (Sjá nánar Guðfræðingatal Hannesar Þorst.) ffié ÞAÐ var föstudaginn 28. febrúar 1873, — sem líklega hefur verið föstudagur fyrstur í Góu, — að séra Guðmundur var beðinn að skíra barn í Hraunshól í Hjallasókn, hjá hjónunum Ólafi Eyólfssyni og Guð- rúnu Hermannsdóttur, er þar bjuggu. Svo bar til, að þennan sama dag fór Loftur bóndi á Hóli í Arnar- bælishverfi til sjóróðra í Þorláks- höfn; varð prestur honum samferða út eftir, enda var Loftur oft fylgd- armaður prests í vetrarferðum og var vel kunnugur öllum leiðum. ís lá yfir öllu láglendi í Ölfusi, eins og jafnan er um þetta leyti árs í frostavetrum. — Ekki mun Lofti haía sýnzt ísinn tryggur, því að ekki fóru þeir prestur skemmstu leið að Hrauni, sem er frá Arnar- bæli um Nauteyrar og yfir svo- nefnda Ósa, heldur fóru þeir hina efri leið út í Bæarþorp og „út með fjalli“ allt að Hrauni. Fór svo Loftur sína leið til vers sem áður segir. — Nú fór skírnar- athöfnin fram að Hraunhóli. Barnið hlaut nafnið Eyleifur (f. 25. febr.). Viðstaddur, — sennilega skírnar- vottur — var Jón bóndi Halldórs- son á Hrauni. Meðan á kaffidrykkju stóð eftir skírnina, sagði prestur við Jón: „Við hljótum að veiða vel í Ölfusá í sumar, Jón minn, mig er oft að dreyma að við séum að svamla í ánni við veiðiskap“. En báðir áttu veiðirétt, silung og sel, í Ölfusá. Það atvik hafði komið fyrir Jón bónda fyrr um vcturinn, er hann fór fram í Þorlákshöfn til hákarla- veiða, og geymdi reiðhest sinn í sjóbúð sinni á meðan hann var á sjónum, að er hann vildi taka hann til heimferðar, þá var þar enginn hestur. Taldi Jón líklegt að ein- hver hefði hleypt honum út og væri hann kominn heim. Fór Jón svo heim gangandi; en klárinn þá ókominn. — Daginn eftir fer Jón aftur fram í Þorlákshöfn og er hesturinn þá í búðinni. Að skírnarathöfn lokinni hugði prestur til heimferðar, en nú vant- aði fylgdarmanninn. Kom það þá í hlut Jóns bónda á Hrauni að fylgja presti; var hann þá maður á bezta aldri, 44 ára, þekktur að dugnaði og atorku. Tóku þeir nú hesta sína, kvöddu fólkið á Hrauni og heldu glaðir úr hlaði. Ekki virðist þeim hafa sýnzt nein hætta að fara skemmstu leið að Arnarbæli, því þá leið völdu þeir, og var yfir ísa eina að fara. Ef til vill hefur og verið frjósandi við kvöldið. Segir nú ekki af ferð- um þeirra, en ekki kom prestur heim og Jón bóndi ekki heldur. Má þó vel vera að ekki hafi verið undrazt um þá; í Arnarbæli máske gert ráð fyrir að prestur gisti á Hrauni, en á Hrauni að Jón dveld- ist í Arnarbæli. Leið svo af nóttin. En er út var litið á Hrauni á laugardagsmorguninn, sást hestur standa suður á ísunum svo sem bundinn væri. Þótti þetta kynlegt. En er að var hugað sást brátt að þetta var hestur séra Guðmundar. Stóð hann þar við opna vök og lágu vettlingar prests á vakarbarminum. Var augljóst hvað hér hafði skeð. — Prestur og fylgdarmaður hans höfðu hlotið hér vota gröf. Hafði hér staðið opin feigs vök. Skráðar heimildir segja að slysið yrði í Ölfusá, en kunnugir nefna til Þorleifslæk, þar sem hann fellur í Ölfusá. Eins og vænta mátti var nú hafin leit að líkum þeirra félaga, en mannafli var lítill til leitarinnar, því karlmenn voru flestir farnir til róðra í Þorlákshöfn. Ýmsra bragða var leitað til hjálpar við leitina, t. d. var farið með hana út á ísinn. Var það gömul trú að haninn gal- aði þar sem lík var undir! Nákom- inn ættingi Jóns á Hrauni hefur sagt, að lík Jóns fyndist með þess- um hætti. Aftur á móti varð nokkur bið á að lík prests fyndist. Þá er það, að Loft á Hóli, fylgdarmann prests, dreymir, fram í Þorlákshöfn, að prestur kemur til hans, heilsar honum vingjarnlega og segir: „Ula gengur að finna mig. Það er líka von, þeir leita aldrei þar sem ég er.“ — Síðan sýnir hann Lofti í draumnum hvar hann liggur við árbakkann. — Loftur bregður þeg- ar við og hraðar sér á slysstaðinn, brýtur niður ísinn, þar sem prestur hafði vísað til og finnur hann þeg- ar. Jón bóndi á Hrauni var jarðsett- ur að Hjalla 16. marz, en séra Guð- mundur jarðsunginn að Arnarbæli 24. marz. Má af því sjá að nokkrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.