Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 í aukana. Það var eigi færra en 50 þúsundir manna, sem þeir fluttu úr landi til þrælavinnubúða í Rúss- landi og Síberíu, eða álíka margt fólk og þá átti heima í Reykjavík. ÞÓTT undarlegt kunni að virðast, þá voru Þjóðverjar erfðafjendur Eistlendinga, en ekki Rússar. Þýzk- ir lénsherrar höfðu um aldir ráðið lögum og lofum í Eistlandi. Þeir höfðu lagt undir sig flestar jarð- eignir landsins og kúgað leigulið- ana miskunnarlaust. Þess vegna hötuðu Eistur Þjóðverja, en enga aðra þjóð. Hefði því mátt búast við að þeir hefði orðið skelfingu lostnir, er þýzki herinn færðist óðfluga nær og Rússar gátu sýnilega ekki reist rönd við honum. En það var nú eitthvað annað. Það var sem nýr vonarneisti kviknaði hjá hinni kúg- uðu og þrautpíndu þjóð. Og þetta sýnir það ef til vill allra bezt hvern- ig Rússar höfðu hagað sér í land- inu, að þjóðin hlakkaði til þess að verða hernumin af erfðafjendum sínum. Slík ógn og skelfing stóð henni af Rússum, að allt var betra heldur en að vera á valdi þeirra. Svo lagði þýzki herinn landið undir sig, og í fyrstu virtist engin breyting ætla að verða til batnað- ar. Gestapo kom í staðinn fyrir NKVD og hún ætlaði sér að upp- ræta alla Gyðinga og kommúnista. Af djöfullegri slægð höfðu Rússar skilið eftir hina „svörtu lista“ sína, þar sem skráðir voru þeir menn, sem þeir ætluðu að senda í þræla- búðir, en þeir höfðu gengið þannig frá listunum að svo leit út sem þetta væri skrár um stuðnings- menn þeirra. Gestapo hóf því of- sóknir gegn þessum mönnum, gegn tryggustu ættjarðarvinunum eist- nesku, og það var ekki fyr en eftir nokkra hríð að misskilningurinn leiðréttist. Ekki fengu Eistur aukið frelsi með komu Þjóðverja, en ástandið batnaði þó að miklum mun. Mar- tröð skelfinganna var af létt. Nú gátu menn sofið rólega, því að Oestapo tók aldrei hús á mönnum um nætur. Flóttamenn, sem leitað höfðu hælis í skógunum, komu nú írnm úr fylgsnurh sínum.... -0- í ÞRJÚ ÁR réðu Þjóðverjar !ögum og lofum í landittu. Það var sann- kallaður hörmungatími, en þó ekki neitt á móts við bað, sem verið hnfði áður meðnn Rússnr voru þar. En nú þerrnr vfir vofði að Þjóð- verinr vrði að hörfa þnðan aftur, r'T'ein skelfing þióðinn að nvu. Og Eistur stofnuðu frísveitfr ti! þess að herjast v<ð hlið Þióðveria gegn Rússum. Þessar svveitir börðust af hugprýði og hetiumóð hvar sem þær géngu fram til vígs og buðu byrginn margföldu ofurefli Rússa. Svo kom skipan þýzku herstjórn- arinnar um að vfirgefa baltnesku löndin. Herinn hóf brottför sína landsmönnum að óvörum. En þeg- ar það varð Ijóst, varð almennijig- ur gripinn skelfingaræði, og hugs- aði um það eitt hvernig hægt væri að komast undan á flótta. Þjóðverj- ar leyfðu þeim, sem voru af sænsk- um ættum, að flýa til Svíþjóðar. Þeir buðu og Eistum að fylgjast með sér suður til Þýzkalands, en bönnuðu þeim að flýa annað. Þó streymdi fólkið tugþúsundum sam- an niður að ströndinni í þeirri von að komast á bátum annaðhvort til Svíþjóðar eða Finnlands. Á skömm -um tíma var hver einasta fleyta hlaðin flóttamönnum, og svo var lagt á hafið. Þetta voru skemmti- snekkjur, vélbátar, trillur, róðrar- bátar og prammar. Hver fleyta var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.