Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 16
108 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE 4 10 7 V D 9 3 2 ♦ K D G 10 4 4 3 6 Sagnir voru þær, að S sagði 1 sp., V 2 tigla, N 3 sp. og S 4 sp. TK kom út. Nú sér S að hann hefur tvo tap- slagi í tigli og tvo í laufi og verður hér því að fara að með ráðum, ef spilið á að vinnast. Hann gefur TK, en næsta tigul drepur hann með ásnum. Síðan tekur hann trompin af andstæðingum, tekur HK og HÁ og slær svo út láglaufi og setur 9 á úr borði, en A tekur slag- inn. Hann kemur s" með lauf aftur og nú er drepið með ásnum, og eftir þetta er spilið unnið. Það er sama hvort slegið er út laufhraki eða tigulhraki. Sá af andstæðingunum, sem eignast slaginn, verður að slá út í lit, sem S hefur hvorki á hendi né í borði og getur því á öðrum hvorum staðnum losað sig við hrak. K D 6 4 2 Á 10 9 8 5 Á 10 9 4 9 V G 8 7 6 5 ♦ 7 2 4KDG72 Á G 8 5 3 K 4 Á 6 3 5 4 3 N V A S RF.YKJAVÍK 1828 Þetta sama haust, sem eg fyist kom til Reykjavíkur, taldi eg þar timbur- húsin, og minnir mig ekki betur en að þau væru 50 eða 52 (timburhjallar og útibúr meðtalin), og bæarbúar voru þá um 600 manns. Húsin voru svört (þ. e. tjörguð) utan, ekki var farið að mála þau utan fyr en litlu eftir 1840. Grund- vellir undir húsunum voru lágir og heldur illa hlaðnir. Reykjavík var þá lítill og ósnotur bær; Austurvöllur þá hér um bil helmingi stærri en hann er nú, en alveg óræktaður, með götu- t”oðningum, moldarflögum, er á vetr- um urðu að smátjörnum. Niður við VETRARMYND FRÁ ÞINGVÖLLUM. — Fáir staðir hér á landi munu taka jafn miklum svipbreytingum eftír árstiðum og veðurfari, eins og Þingvallasveit- in. í sólskini og logni á sumardegi er hún með glæsibrag miklum og hátignar- svip, með iitauðug fjöll hringinn í kringt og vatnið spegiltært, en grár mosi og grænn skógur leggja til litina í sumarkjólinn. Hamrabeltin cru stálgrá, fossinn fannhvítur, en dimmblátt vatn í iðrum gjánna. í fögru haustveðri er svipurinn allur annar og minnir á ævintýraland, því að þá eru þar hinir furðulegustu litir, grátt og svart, lyfrautt og ljósrautt, grænt og blátt vafið saman í furðulegri fjölbreytni. En þegar rignir þá er staðurinn drungalegur og ábúðarmikill, allir litir dökkir og hamrarnir geigvænlegir. Og enn er allt öðru vísi umhorfs á vetrardegi. Þá hvílir tign öræfanna yfir öllu, vatnið ísi Iagt og eins og stór skjöldur í miðri sveit. Fjöllin standa á hvítum snæserkjum, hraunið er eins og samanhangandi útflúr, þar sem drifhvít mjöllin hefur sezt í skurðina svo að skrautið komi betur fram. En g.iárnar minna á tröllskap og furðuvættir. — Mynd þessi er tekin úr lofti á vetrardegi. Hér sjást andstæðurnar, hinar gín- andi gjár og vatnið fannhvítt og slétt, en þar á milli nokkrir sumarbústaðir. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) malarkambinn stóð húsaröðin kolsvört frá austri til vesturs, og önnur húsa- röð, eða réttara sagt nokkur hús frá norðri til suðurs, þar sem nú heitir Aðalstræti. Um önnur stræti var ekki að ræða, því að hver mátti byggja þar sem hann vildi og snúa húsi sínu hvern- ig sem hann vildi (Páll Melsteð). DÝRANNA MEÐHÖNDLAN Varla getum vér hrundið frá oss þeim þanka að dýramorðið í það hæsta leyfist, þá er nauðsyn krefur, en aldrei til eintómrar skemmtunar; varla get- um vér deyft hjá oss þá hugsjón, að fyrri en keðjan þrýtur við hásæti hins eilífa, hljóti ennþá að finnast þúsund lifandi verur, að baki hverra maður- inn stendur eins langt og rjúpan að baki veiðimannsins. Vei oss!, ef þessir máttkari vildu fylgja því dæmi, er vér gefum þeim. (Jónas Hallgrímsson). KALDALÓN Á ferðalagi sínu um Vestfirði 1887 kom Þorvaldur Thoroddsen í Kaldalón og segir svo frá: í Kaldalóni er mjög grösugt, hlíðarnar fagrar, vaxnar grasi, víði og lyngi. Frá firðinum er hér um bil % míla fram að jökli og er þar eggslétt, nema hvað 3 jökulgarðar ganga í boga milli hlíðanna; yzti jökul- garðurinn er grasi vaxinn, miðgarður- inn er gróðurlaus og sá innsti líka, sem eðlilegt er. Fyrir 20—30 árum náð>' jökullinn út að innsta garðinum, en hefur síðan dregizt til baka, svo nú eru 200—300 faðmar frá garðinum að jökul- tanganum. Við yzta jökulgarðinn var fyrrum að norðanverðu bær, sem hét Lónshóll, en Trimbilsstaðir sunnan ór. Þar er nú allt í auðn, eintómir sandar og grjót. Trimbilsstaðir hafa fyrir mjög löngu farið í eyði, því jarðabók Árna Magnússonar getur þeirra 1710 aðeins eftir munnmælum og segir engin merki sjáist til bæarins, en á Lónhóli segir hann að sjáist rústir. Þar sem selið er frá Ármúla, segir hann eftir munnmæl- um, að til forna hafi byggð verið. (Á þessu má sjá að jökullinn hefur um eitt skeið gengið svo langt fram, að hann eyddi byggðina, en var nú á hröðu undanhaldi).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.