Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 14
\ 106 LESBOK MORGUNBLAÐSINS og það sinn. Loftnet slíkrar stöðvar er gríðarmikil skálmynduð grind. Eftir því sem þessi skál er stærri, eftir því veitist auðveldar að ein- angra bylgjur frá ákveðnum stöð- um í geimnum. Stærsta loftnet af þessu tagi, sem nú er í notkun, er 600 þumlunga í þvermál, eða þrisvar sinnum breiðara en stjörnu- sjáin mikla á Palomarfjalli. Loft- neti þessu er svo fyrir komið, að hægt er að snúa því allar áttir. Einnig er hægt að láta það snúast sjálfkrafa og með nákvæmlega á- kveðnum hraða eins og sigurverk, þannig, að þegar því hefir verið beint á ákveðinn stað á himni þá fylgir það þeim stað eftir, því að það snýst með nákvæmlega jöfn- um hraða og afstöðubreyting verð- ur vegna snúnings jarðar. Svo nákvæm eru viðtökutæki stöðvarinnar, að þau nema hljóð- bylgjur, sem eru miklu veikari heldur en suðið í sjálfum viðtöku- tækjunum. Þarf því mjög nákvæm- an útbúnað til þess að einangra þessar hljóðbylgjur. Á því geta menn séð, að það er ekki von að slíkar hljóðbylgjur komi fram í venjulegu útvarpstæki. Þær eru allt of veikar til þess að venjulegt útvarpstæki geti numið þær. ★ Þegar þessum margbrotna hljóð- nema hefir nú verið beint að ein- hverjum stað á himni, þá skulum vér nú athuga hvað fram kemur í honum, hvað vér fáum að heyra utan úr geimnum. Vér vitum að frá sólinni stafa mjög öflugar bylgjur og er því rétt að hlusta á hana fyrst. Og hvers verðum vér þá varir? Vér komumst fyrst og fremst að því, að sólin sendir ekki aðeins frá sér hita- geisla og Ijósgeisla, heldur einnig radio-geisla, sem ná yfir geisimik- ' ið svið, allt frá allra styztu tíðni upp í lengstu langbylgjur. En þessi geislasending er ekki stöðug. Hlé koma á milli. Þau stafa af trufl- unum í gufuhvolfi jarðar. Þar rek- ast bylgjurnar á rykský, sem þær komast ekki í gegnum. En það má vita að þessar hljóðbylgjur koma frá sólinni, því að þær eru alltaf sterkastar þegar hlustunartækinu er beint þangað, heldur en ef því er beint á einhvern annan stað. Þegar hlustunartækinu er nú beint að sóhnni heilan dag, verður þess vart að með misjöfnu milli- bili koma fram nokkurs konar hljóðgusur, miklu öflugri en aðrar, eða allt að 1000 sinnum sterkari heldur en hinar stöðugu hljóðbylgj- ur. Þessar hljóðgusur standa ekki nema nokkrar sekúndur, í hæsta lagi nokkrar mínútur. En það er einkennilegt, að þessar hljóðgusur hafa mismunandi bylgjulengd og geta skift um bylgjulengd. Halda menn að þetta stafi frá sólblettun- um. Það er að minnsta kosti víst, að þegar miklir sólblettir eru, þá er „útsending“ sólar miklu öflugri heldur en venjulega. Sólin er nágranni vor, þegar um hljóðbylgjur er að ræða. Vegar- lengdin til hennar er ekki nema 15 milljónustu hlutar úr ljósári. En í hlustunartækinu hafa komið fram „raddir“ frá stöðum, sem eru í 6000 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðu. Menn geta alls ekki gert sér grein fyrir því hve geisilegan kraft þarf til þess að senda hljóðbylgjur alla þá leið. Og hvaðan kemur sú orka? spyrja vísindamennirnir. Sumir halda að hljóðbylgjurnar komi frá stjörnusprengingu, er orðið hafi einhvern tíma í órafirnd, — og hljóðbylgjurnar frá sprengingunni sé enn að berast um geimin. Aðrir segja að hljóðbylgjurnar komi frá himinþokum, gríðarlegum vetnismökkvum, er safnist saman í geimnum. Og allt virðist benda til að þeir hafi réttara fyrir sér. Einn af þessum mönnum er pró- fessor H. C. Van de Hulst við him- inrannsóknastöðina í Leiden í Hol- landi. Árið 1944 spáði hann því að finnast mundi sérstakur tónn með- al þeirra hljóðbylgja, er koma ut- an úr geimnum og hann mundi hafa 21 cm. bylgjulengd (eða 1.420.000. 000 tíðni á sekúndu). Og viti menn, árið 1951 verða menn varir við þennan tón, einmitt á þeirri bylgju- lengd, er próf. Hulst hafði spáð. Hann hafði reiknað þetta út eftir himinþoku úti í óravíddum geims- ins. Ef vér beinum nú hlustunartæk- inu til ýmissa stöðva á himni, þá komumst vér að raun um að þar eru ýmsir staðir, þar sem öflugar hljóðbylgjur koma upp, og þessar hljóðbylgjur bella án afláts á jörð- inni. Nokkur hundruð slíkra öfl- ugra „útvarpsstöðva" hafa þegar fundizt. Þessir staðir eru nefndir „radiostjörnur“, vegna þess að þeir eru svo langt í burtu að ekki er hægt að sjá þá í stjörnusjám. En hvort þetta eru stjörnur eða þok- ur, er ekki hægt að ákveða enn. Útsendingarorka þeirra er gífur- leg, því að hljóðbylgjurnar frá þeim eru sterkari en hljóðbylgjur sólarinnar, enda þótt heita megi að hún sé rétt við eyrað á oss, sé mið- að við þá órafirð er hér um ræðir. Sumar útvarpsstöðvarnar eru þó innan þeirrar vetrarbrautar, sem sólhverfi vort fylgir. Öflug „út- varpsstöð" hefir t. d. fundizt í nám- unda við stjörnumerkið Taurus. í stjörnumerkinu Cygnus, sem er í 30.000.000 ljósára fjarlægð frá jörðu, hefir fundizt merkileg „radiostjarna“. Hún sendir frá sér mismunandi hljóðbylgjur af ýmsu tagi og skiftir stöðugt um, líkt og hún sé að gera „söng himinhnatt- anna“ sem fjölbreyttastan á þann hátt. Þessar hljóðbylgjur eru og mjög frábrugðnar þeim hljóðbylgj- um, sem vér vitum að koma frá sólinni. Þá hafa menn og orðið var- ir vjð einkennilegar og sterkar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.