Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 10
102 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS það,“ stóð ennfremur, „að stjórnin er skipuð samkvæmt stjórnar- skránni, enda þótt hún sc byltinga- stjórn í aðra röndina.“ Svo fóru fram „kosningar“ 14. og 15. júlí. Þær voru alveg eftir kosn- ingum í Rússlandi, ekki um neitt að velja, heldur aðeins kiósa þá menn, sem Rússar buðu fram. Með hótunum var mönnum smalað á kjörstað, en engar kosninpar höfðu þó verið jafn illa sóttar. Mun tæp- lega hélmingur kjósenda hafa kom- ið á kiörstað. En stjórnin tilkynnti að 84,1 G hefði kosið og það sýndi hvað þjóðin fagnaði hinu nýa skipuiagi. Þremur dögitm seinna var svo gefin út tilkynning um það. að þátttakan í þessum kosningum hefði glögglega sýnt, að þjóðin krefðist þess, að eistneska lýðveidið væri afnumið og landið gert að sovipt-ríki í sambandi við Rúss- land. Og hinn 6. ágúst var því svo lýst vfir, að Eistland hefði af friáis- um vilia pengið í rússneska sovjet- sambandið. OG NÚ RAK hvert reiðarslagið annað. Allir bankar í landinu voru teknir eignarnámi, og allar inn- eignir þar, sem fóru fram úr 1000 eistneskum krónum, voru taldar ríkiseign. Allur iðnaður og atvinnu- fvrirtæki fóru sömu leiðina, en starfsmönnum og forstiórum var skipað að vinna þar áfram. Það var talinn „pólitískur glæpur“, ef menn hurfu af vinnustað, og það er sá versti glæpur, sem Rússar þekkja. ÖH hlutabréf voru gerð upptæk og eigendur þeirra voru stimplaðir sem fjandmenn ríkisins. Sömu út- reið fengu húseigendur. Húsin voru tekin af þeim og þeir máttu þakka fyrir ef þeir fengu að halda ígangs- klæðum sínum og einhverju af eld- húsgognum. Og svo voru þeir rekn- ir út úr sínum eigin húsum. RÚSSNESKA leynilögreglan NKVD hafði alltaf haft snuðrara sína í landinu, en nú helt hún opin- berlega innreið sína þar hinn 6. ágúst. í Eistlandi gekk hún ekki undir nafninu NKVD, heldur var hún kölluð „Siseasjade rahvakom- missariaat“, skammstafað SARK, og það nafn var táknrænt, því að á eistnesku þýðir Sark líkkistá. Og nú fóru menn að hverfa hver af öðrum. Það kom hvað eftir annað fyrir að óeinkennisbúhir menn komu í bíl heim á bóhdabæi og sögðu bændum að þeir vrði að koma með sér til næsta þorps til að ganga frá ýmislegu vegna landa- merkja. Bændurnir fóru með þeim, en komu aldrei aftur. -ö- NÚ lögðu Rússar hald á allar jarð- eignir í landinu. Þær voru 140.000 að tölu. Þær voru brvtjaðar niður í smábýli, sem ekki gátu framflevtt búi. Þetta var gert til þess að neyða bændur til þess að taka upp sam- yrkjubúskap, sem rússnesku stjórn- arherrarnir eru svo ginkeyptir fyr- ir. Jafnframt tóku þeir kornið af bændum og sendu til Rússlands, svo að skortur varð á útsæði. Þeir skipuðu einnig fyrir hvernig skyldi vrkia jörðina og hvenær sáning ætti að fara fram, og fóru þar eftir því sem gerist í Ukrainu, en það átti ekki við hér í allt öðru loftslagi og þess vegna varð almennur upp- skerubrestur fyrsta árið. Rússar lofuðu bændum dráttarvélum, en þær komu aldrei, og þess vegna fór allt í handaskolum á fyrirmynd- arbúunum, sem stofna átti. Bændur gáfust upp. Þeir, sem höfðu tekið nýbýli, yfirgáfu þau, og gömlu baendunum var boðið að taka við þéim. En þeir neituðu. Og á sjö eða átta mánuðum háfði landbúnaður- inn, er áður framfleytti % hlutum þjóðarinnar, farið í kaldakol. RÚSSAR létu mikið áf því í byrj- un að þeir ætluðu sér að afnema atvinnuleysi í landinu. En það var hægar sagt en gert, því að þar hafði enginn maður verið atvinnillaus áður. Rússar gáfu út skipun um að enginn mætti yfirgefa vinnUstað sinn, allir yrði að véra þar serri þeir voru kómnir. Sjálfir fluttri þeir menh til. Vérkamenn fengii máske skiþun um að taka saman pjönkur sínar í skyhdi, og svo vont þeir sendir atistur til Amur eða Ural. Ríkið var nú orðið eini atvinnu- veitandinn, og þess vegna voru verkföll stranglega bönnuð, og lá hvorki meira né minna en líflát við, ef menn lögðu niður vinnu. Vinnu- t'nv-'n v-r lengdur úr átta stundum í níu stundir. Sunnudagurinn átti að heita hvíldardagur, en var það ekki, því að menn urðu að vinna þá eins og aðra daga, til þess að áætlanir stjórnarinnar um afköst pæti staðizt. Þetta var ólöglegt, en Popov vinnuverndarráðherra sovét stjórnarinnar í Rússlandi hafði sagt: „Það er ekkert vit í því að lögin komi í bág við lífið. Þegar ástandið krefst þess að lögin sé sniðgengin, þá á auðvitað að sriið- ganga þau.“ -Q- UM miðjan júní 1941 hófust mann- rán, pyndingar og morð fyrir al- vöru. Var það allt skipulagt fyrir- fram. Eru lýsingarnar á þessu svo hryllilegar, að þær verða ekki end- urteknar hér. Enginn hafði búizt við öðru eins. Jafnvel eistnesku kommúnistunum ofbauð. Þeir fundu nú að þeir hÖfðu leikið hlut- verk Júdasar, og mörgum þeirra fór líkt og honum þegar samvizkan vaknaði. Hinn 22. júní réðist Hitler á Rússa og eftir því sem þýzki herinn færð- ist norður á bóginn, eftir því færð- ust hermdarverk Rússa í Eistlandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.