Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 107 Slitur úr kaðli, er nofaöur var við byggingu pyramídans mikla fyrir nœr 5000 árum „útsendingar“ frá Orion, sem er í 1000 ljósára fjarlægð frá jörðu og frá Svaninum, sem er í 3000 ljósára fjarlægð. ★ Þegar litið er á árangurinn af þessum nýu geimrannsóknum, sem enn eru á hyrjunarskeiði, þá er það nú þegar ljóst að allt rúmið er lif- andi með nokkrum hætti. Þar grúf- ir ekki eilíf þögn, eins og menn höfðu haldið, heldur yfirgnæfir hávaðinn þar umferðarhávaðann í mestu stórhorgum jarðar. Hinir gömlu vísindamenn, sem töluðu um „samsöng hnattanna“ höfðu rétt fyrir sér. Um aldir hefir heimskan hártogað og hætt þá fyrir kenningu þeirra. Nú hefir heimskan orðið sér til skammar, eins og ávallt mun fara. Ljón friðuð FYRRUM var mikið af ljónum í Ind- landi, en þeim hefir fækkað svo mjög, að útlit yar fyrir að þau mundu verða aldauða þar. Ljónin eru ekki jafn slæg og tígrisdýrin, sem ekkcrt fækkar í Indlandi, enda þótt kappkostað sé að útrýma þeim, vegna þess hvað þau valda miklu tjóni árlega í drápi bú- penings og manna. Nú er talið að ekki muni vera nema um 100 ljón eftir í Indlandi og þess vegna hefir stjórnin friðað þau. Hún vill ekki að þeim sé algjörlega útrýmt. Ljón þessi eru öll á einum stað, en þar er þéttbýlt allt um kring og þess vegna er staðurinn ekki heppilegur fyrir þau. Stjórnin ráðgerir nú að flytja nokkur ljón til Vindhya Pradesh, þar sem þau geta verið í friði fyrir mönnum, og þar sem þau ætti að geta aflað sér nógrar bráðar, án þess að leggjast á búfénað. En sá galli er á, að þarna er mesti fjöldi tígrisdýra, sem mundi keppa við ljónin um lífsviðurværi. Stjórnin hefir því sent þangað veiði- menn til þess að útrýma tígrisdýr- unum áður en ljónin verði flutt þang- að. Vonast hún þá til að þarna geti þau aukið kyn sitt, svo að stofninn sé ekki í neinni hættu. F'YRIR eitthvað 5000 árum sóttu * Egyptar kalkstein í námu hjá stað, sem nefnist Turab, og er ekki ýkjalangt frá Kairo. Kalksteininn, sem þeir hjuggu þarna, notuðu þeir til þess að þekja utan pýramídann mikla hjá Giseh. Voru þarna höggn -ar þungar og stórar hellur af þéss- um hvíta kalksteini og síðan dregn- ar á völtum niður að ánni Níl. — Verkamennirnir hjuggu þarna göng inn í bergið og eru sum þeirra nokkra kílómetra á lengd. Það eru aðeins nokkur ár síðan að þessi námagöng fundust. Árið 1945 höfðu Bretar herbúðir hjá Turab og notuðu þá þessi göng sem geymsluskemmur og sjúkrahús. — Innarlega í einum göngunum hafði þakið hrunið niður og lokað gang- inum. — Verkfræðingar hersins sprengdu þetta grjót og ruddu því burtu og kom þá í ljós, að göngin voru lengri. Og þar inni fundu þeir marga merkilega hluti. Þar á meðal var þessi kaðalspotti, sem myndin er af. Hann er 8 þumlungar í um- mál og lá ofan á hellu, sem var 20 fet á annan veginn en 40 fet á hinn veginn. Undir þessari hellu mótaði enn fyrir völtunum, sem átt hafði að renna henni á út úr námagöng- unum, og kaðalhnn hefur sýnilega verið dráttartaug. Þarna fundust einnig nokkur verkfæri, svo sem tréfleygar, sem notaðir hafa verið tii að sprengja grjót, sagir til þess að saga kalksteininn og nokkrir tréhnallar eða sleggjur. En svo voru þarna einnig leifar af líkum fimm verkamanna, og höfðu þó haldizt furðanlega, vegna þcss hvað loftið í göngunum er þurrt. Var á öllu sýnilegt, gð þeir höfðu verið þarna við vinnu sína, en lok- azt inni þegar göngin hrundu sam- an og síðan orðið hungurmorða. Á veggjum þarna inni var eitt- hvert krot, egypzkar héroglýfuv, sem ætlað er að verkamennirnir hafi rist meðan þeir biðu dauða síns. En þessar ristur varð að skafa af, því að hinir innfæddu verka- * menn, sem áttu að sækja líkin, af- sögðu alveg að fara inn í göngin á meðan þessir stafir væri á veggj- unum. Allt, sem þarna íannst, var af- hent fornminjasafninu í Kairo,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.