Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 4
96 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um fjögurra ára skeið hefur nú Theodor Blank og samstarfsmenn hans unnið að undirbúningi þess að koma á fót þýzkum her, á allt öðrum grundvelli en gamli þýzki herinn var. Og það er eitthvað ann- að að koma í höfuðstöðvar hans, sem eru í gömlu húsi í Bonn, heldur en að koma í höfuðstöðvar þýzka hersins áður. Hér slá menn ekki saman hælum, hér tala menn ekki í háum skipunartón, hér eru engar „seremoniur" og hér fer engin lið- könnun fram. Skrifstofa Blanks er örlítil kytra og þarna vinnur hann oft 16 stund- ir á sólarhring. Hann lætur undir- menn sína kalla sig Blank, eða for- stjóra, og fer það alveg í bág við titlatogið, sem áður var í þýzka hernum. Hann er jafn í framkomu við alla, hvort sem þeir eru háir eða lágir, í viðmóti gerir hann eng- an greinarmun á hershöfðingja og skrifstofuþjóni. Og hann ætlast til að allir tali blátt áfram við sig. Herforingjaráð hans er skipað merkilegum mönnum. „Því miður varð ekki komizt hjá því að velja herforingja,“ segir hann í gamni. En þeir tveir hershöfðingjar, sem hann hefur sér við hlið, eru næsta ólíkir þeim herforingjum er mest bar á áður. Annar þeirra er Hans Speidel, sem var forseti herforingjaráðs Rommels á stríðsárunum, en var einnig aðalmaðurinn í samsærinu gegn Hitler 1944. Hann hefur ferð- azt mikið og ér málamaður mikill og hefur verið prófessor í sögu. Hann var aðalfulltrúi Blanks í öll- um samskiftum þýzku stjórnarinn- ar og herforingjaráðs bandamanna. Hefur hann getið sér ágætt orð vegna stillingar og gáfna. Hinn herforinginn er Adolf Heus- inger. Hann er miklu svipaðri hin- um gömlu prússnesku hershöfð- ingjum, þurr á manninn og ein- strengingslegur. En hann var einn í samsærinu gegn Hitler og er sjálf- stæður og frjálslyndur í skoðunum. Hinir aðrir, sem skipa herfor- ingjaráðið, voru kapteinar, majór- ar og undirforingjar í hernum á stríðsárunum. Þeir eru á aldrinum 35—50 ára. Blank renndi ekki blint í sjóinn er hann valdi þá, því að allir höfðu þeir hatað Hitler, og sumir höfðu nauðulega komizt undan með lífi vegna þeirrar stór- syndar. En forstjórinn hafði og annan mælikvarða, er hann var að velja samverkamenn sína. Þeir hafa allir fengið hernaðarþjálfun og numið hermennskufræði, en þeir hafa einnig allir komið ár sinni vel fyrir borð eftir stríðið í lýðræðisríkinu. Og Blank hefur sagt: „Á þessu byggist mat mitt á þeim, sem eiga að vera þýzkir herforingjar í fram- tíðinni. Menn, sem hafa komizt vel áfram eftir stríðið hér í Þýzkalandi, hljóta að hafa óbifanlega trú á ágæti lýðræðisins. Og þeir hafa sýnt það í verki. Þeir eru því fúsir til að byggia upp alþýðlegan her til varnar Þýzkalandi og Evrópa og til þess að verja það þjóðskipu- lag, sem þeir treysta.“ npHEODOR BLANK er 49 ára að aldri. Hann fæddist í þorpinu Elz, sem er í efri Rínardal. Faðir hans var húsgagnasmiður, og Theo- dór var þriðja barn hans. Fjórtán ára gamall hætti hann skólanámi og ætlaði að gerast húsgagnasmið- ur, eins og faðir hans, en í frístund- um sínum var hann sendisveinn hjá Sambandi iðnaðar og flutninga verkamanna, sem hafði aðsetur sitt í Bocchum, sem er skammt frá Elz. Þegar hann var 25 ára, var hann orðinn aðalritari Sambandsins. Þegar Nasistar komust til valda 1933, bauð verkamálaráðuneyti Hitlers honum há laun og trúnað- arstarf innan flokksins. — Blank hafnaði því tilboði. í refsingarskyni fekk flokkurinn hann rekinn úr verklýðssambandinu og sá um að hann fengi hvergi vinnu. Þá afréð Blank að stunda nám. Hann fór í menntaskóla og útskrifaðist þaðan með sóma 29 ára gamall. Síðan fór hann í háskólann í Múnster og las þar stærðfræði og eðlisfræði. Var hann að því kominn að liúka prófi, þegar seinni heimsstyrjöldin skall á. Hann var þá tekinn í herinn. Barðist hann á austurvígstöðvun- um, fekk járnkrossinn fvrir fræki- lega framgöngu og var orðinn liðs- foringi. — Eftir hrun Þýzkalands hafði hann fyrst ofan af fyrir sér með smíðum, réði sig til þess að byggja upp hrunin hús gegn því að fá fæði og húsnæði. Hann sá fljótt fram á, að mikil hætta var á að kommúnistar mundu ná tökum á verkamönnum í Rínar- héruðum, vegna atvinnuleysisins sem þar var. Og verstir voru náma- menn að þessu leyti. Hann setti sér þá það markmið að bjarga þessum mönnum úr klóm kommúnismans — og honum tókst það. Kom hon- um þar að góðu haldi sú þekking sem hann hafði fengið á kjörum rússneskrar alþýðu, meðan hann var í Rússlandi. Og hann kom því til leiðar, að námamenn gengu í flokk Adenauers, kristilega lýðræð- isflokkinn og eru vinstri armur hans. Námamenn og verkamenn kusu hann síðan á þjóðþingið 1949 með yfirgnæfandi meirihluta. Adenauer hafði fylgzt með starfi hans af miklum áhuga, og nú bauð hann honum embætti verkamála- ráðherra. En Blank hafnaði því boði. Hann vildi hafa frjálsar hend- ur til þess að berjast á þingi fyrir áhugamálum sínum: útrýmingu kommúnismans, samstarfi Þýzka- lands og hinna lýðfrjálsu Vestur- landa og Bandaríkjanna, og her- væðingu Þýzkalands, sem hann taldi nauðsynlega til þess að tryggja frelsi hinna vestrænu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.