Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 12
104 W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS drekkhlaðin og þó hafði fólkið eng- an farangur með sér. Það hljóp frá öllu til þess að reyna að forðast Rússana. Fjöldinn allur af fleytum þessum kom aldrei fram. Margar fórust í sjógangi, öðrum grönduðu kafbátar og flugvélar Rússa.... FYRSTU mánuðina eftir að Rússar hernámu landið að nýu, fóru þeir fram með spekt. Þeir hétu frílið- unum og skógarmönnunum fullu frelsi ef þeir gæfi sig fram. Allur fjöldinn þekktist þetta, því að vetur fór í hönd, og það var ekkert til- hlökkunarefni að liggja úti í skóg- unum. Með þessu náðu Rússar tök- um á þeim á hinn auðveldasta hátt. En svo fóru þeir'að hverfa smátt og smátt, og eftir nokkurn tíma hóf NKVD skipulagðar ofsóknir að nýu og þúsundum saman var fólkið sent í lokuðum gripavögnum austur á bóginn til þrælkunar og tortím- ingar. Gert er ráð fyrir því að 20—25 þúsundir manna hafi beðið bana í loftárásum Rússa 1944, en um 100 þúsundum manna hafði tekizt að flýa land. En samkvæmt opinberri tilkynningu frá Moskva um fólks- fjölda í Eistlandi árið 1946, kemur í ljós, að þjóðinni hefur fækkað um 300.000 og af því sést að þá þegar hafa Rússar herleitt 150—175 þús- undir manna. En hve marga þeir hafa flutt úr landi síðan, veit eng- inn, aðeins er vitað að herleiðingin helt áfram lengi eftir þetta. í stað- inn hafa verið fluttir þangað Mon- gólar og alls konar lýður. Einn af helztu mönnum kommúnista í Rúss -landi sagði einu sinni, að það hefði verið mesta yfirsjón Péturs mikla að hann skyldi ekki herleiða allar baltnesku þjóðirnar. Nú hefur ekki átt að vanrækja þetta. -□- UM tuttugu ára skeið naut Eist- land frelsis, og urðu þá meiri fram- farir þar í landi heldur en orðið höfðu á öldum áður. Atvinnuvegir voru í blóma, listir og vísindi döfn- uðu. Nú er þarna allt í kaldakoli. Bændurnir eru orðnir þrælar Rússa og einnig verkamenn. Þeir eru bundnir við vinnustaði sína og frí- tíma sínum verða þeir að verja „sjálfviljuglega“ til yfirvinnu og póhtískra íunda. Þeir eiga sér eng- in heimili, því að hver fær ekki nema 6 fermetra kytru til að vera í, eða eitt horn af herbergi. Skól- arnir eru rússneskir og börnum er kenndur vopnaburður, enda þótt þau verði að ganga berfætt allan ársins hring. Trúarlíf er reynt að berja niður. 171 kirkju hefur verið lokað, og leynilögreglan fylgist ná- kvæmlega með öllum þeim, sem til kirkju fara. Bókmenntir og listir eru úr sögunni, þar er varla prent- að annað en áróðursrit. * Ogurleg vetiiissprengjii í B Ó K, sem nýlega er komin út í Bandaríkjunum og er eftir James Shepley og Clay Blair, er sagt frá þvi, að Bandaríkin eigi nú svo ógurlega vetnissprengju að hún mundi nægja til þess að strádrepa heila þjóð. Sprengi- magn hennar er á við 45 milljónir smá- lesta af þrúðtundrinu TNT, sem var hið langsterkasta sprengiefni, sem þekktist áður en kjarnorkan kom <il sögunnar. Þessi sprengja er talin 2400 sinnum öflugri heldur en kjarnasprengjan, gem lagði Hiroshima í rústir, og svo er kraftur hennar mikill, að menn á- ræddu ekki að gera tilraun með hana, þegar kjarnorkutilraunirnar fóru fram austur í Kyrrahafi í vor sem leið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.