Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Síða 2
238
' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
menn gátu fengið yfirlit yfir sýnis-
hornasafn hans á ýmiskonar berg-
tegundum íslenzkum og niðri á
fyrstu hæð hússins í byggingar-
efnarannsóknarstofu deildarinnar,
þar sem Haraldur Ásgeirsson, verk-
fræðingur, vinnur að prófun bygg-
ingareína. Voru m. a. skoðuð jrmis
konar haglega gerð tæki, sem not-
uð eru á rannsóknastofum deild-
arinnar.
í þetta sinn höfðu blaðamenn-
irnir ekki tækifæri til að kynnast
starfsrekstri einnar starfsgreinar
Iðnaðardeildarinnar, sem sé gerla-
rannsókna, með vinnustofum Sig-
urðar Péturssonar gerlafræðings.
En sökum þess að húsakynni Iðn-
aðardeildarinnar á Háskólalóðinni
eru orðin of lítil, hafa vinnustofur
þessar verið* fluttar í hina nýu
byggingu fyrirhugaðrar rannsókna-
stofnunar fyrir sjávarútveg, sem
reist hefur verið við Skúlagötu 4. _
RÆTT VIÐ STARFSMENNINA
Til viðbótar við þær upplýsing-
ar, sem Morgunblaðið birti 1. apríl
síðastl. eru birtar hér í Lesbókinni
myndir frá Iðnaðardeildinni, til
frekari kynningar á hinu mikla og
margþætta starfi stofnunarinnar, er
nú hefur verið starfandi hér í
Reykjavík í fram að því 50 ár, allt
frá þeim tíma, er fyrsti efnaverk-
fræðingur landsins, Ásgeir Torfa-
son, stofnaði til efnarannsóknar-
stofunnar í Búnaðarfélagshúsinu
við Lækjargötu árið 1906. Myndir
þær sem eru birtar hér í Lesbók-
inni og ljósmyndari Mbl., Ólafur
K. Magnússon tók, eru m. a. þessar:
í AÐAL RANNSÓKNAR-
STOFUNNI
Mynd nr. 1 frá efnarannsóknar-
stofum á annari hæð Atvinnudeild-
arinnar. Þar sjást þrír starfsmann-
anna. Á myndinni fjærst mynda-
vélinni er forstöðumaður deildar-
innar, Jóhann Jakobsson efnafræð-
Nr. 2: Svala Kristjánsdóttir vinnur við
Kjeldals-tækið.
ingur. Hann stundaði nám í Vest-
urheimi og lauk prófi þaðan fyrir
tíu árum. Stúlkan vinstra megin á
myndinni er frk. Ásta Traustadótt-
ir, Ólafssonar efnafræðings, en
næst myndavélinni er Hörður
Jónsson efnafræðingur. Að jafnaði
starfa þarna í þessum húsakynn-
um 4 efnafræðingar og 4 aðstoðar-
stúlkur.
FJÖLBREYTILEGAR
HAGNÝTAR RANNSÓKNIR
Til glöggvunar á því hve rann-
sóknir Iðnaðardeildarinnar eru
orðnar fjölþættar, skal þess getið,
að á s. 1. ári voru afgreidd frá
stofnuninni skýrslur um efnagrein-
ingar af 2819 sýnishornum, eða ná-
lægt einu sýnishorni á dag til jafn-
aðar fyrir hvern starfsmann, ef
taldir eru þeir, sem eingöngu starfa
að framkvæmd slíkra athugana.
Fjöldi sýnishorna er þó ekki rétt-
ur mælikvarði á starfsemina, þar
sem viðfangsefnin eru mjög marg-
breytileg, en starfsemin hefir ver-
ið í stöðugum vexti hin síðari ár.
Stöðugt er unnið að því að bæta
vinnuaðstöðu með öflun nýrra og
fullkominna tækja, svo stofnunin
geti í vaxandi mæli sinnt þeim
rannsóknum, sem aukinn iðnaður í
landinu þarfnast.
Stærstu liðirnir í rannsóknar-
starfi Iðnaðardeildarinnar sam-
kvæmt yfirlitsskýrslu s. 1. ár eru
sem hér segir: Rannsóknir á alls-
konar fóðurefnum og fóðurblönd-
un, mjólk og mjólkurvörum, elds-
neytisolíum og benzíni, niðursuðu-
vörum og öðrum matvælum, bygg-
ingarefnum ýmiskonar, ennfremur
má telja vatn, steinefni, málma o. fl.
Þá eru rannsóknir fóðurefna, sem
einkum eru gerðar fyrir Búnaðar-
deild Atvinnudeildarinnar og Til-
raunaráð Búfjárræktar. Rannsókn-
ir á fóðurefnum fara mjög í vöxt,
eftir því sem meiri áherzla er lögð
á að vanda íóðrun búpenings.
FÓÐURGILDI TÖÐUNNAR
BREYTIST EFTIR
ÞROSKASTIGI GRASS OG
HIRÐINGUNNI
Eins veita menn því eftirtekt í
vaxandi mæli, hvernig reynist
verkun heyfóðurs, einkum eftir að
menn eru komnir að þeirri niður-
stöðu, hvernig t. d. fóðurgildi töð-
unnar breytist gagngert, eftir því
á hvaða þroskastigi grasið hefur
verið þegar það var slegið og hve
mikið það hrekst frá slættinum og
þangað til það var hirt.
Hingað til er það tiltölulega
sjaldgæft að bændur útvegi sér
efnagreiningar á heyfóðri sínu, til
þess að gera sér fulla grein fyrir,
hvaða verðmæti þeir hafa með
höndum við heygjöfina. Tiltölulega
fáir gera sér grein fyrir, hversu
mikils þeir fara á mis meðan þeir
í búrekstri sínum vanmeta þann
fróðleik. En þegar um mikinn bú-
rekstur er að ræða, ættu fleiri að
gera sér grein fyrir kostnaðinum
við þessháttar efnagreiningar, áður
en þeir ákveða að ganga fram hjá