Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
239
Nr. 3: Forstöðumaður Iðnaðardeildarinnar Jóhann Jakobsson í herbergi, þar sem
nokkur dýr efnafræðitæki eru staðsett.
vitneskjunni sem fáanleg er í þess-
um efnum, og Iðnaðardeildin get-
ur látið þeim í té.
Verðið á gagngerðri efnagrein-
ingu á heyi er um það bil 250—
290 krónur á hvert sýnishorn, þeg-
ar fullkomið mat sýnishornsins er
framkvæmt.
Þó þetta hafi fram að þessum
tíma numið nokkuð tilfinnanlegri
upphæð þá geta vel hlutföllin fljótt
breytzt með hækkuðu kaupi við
heyvinnuna.
Yfirleitt eru þær fóðurblöndur
sem seldar eru hérlendis efna-
greindar fyrir almenning og versi-
anirnar er hafa þær með höndum,
svo almenningur getur fengið að
vita efnainnihald þeirra og fóður-
gildi. Verkun þurrheys er mjög
mikilvægt atriði. Reynsla er fyrir
því og er sannað með efnagrein-
ingum t. d. um ornaða töðu, að þó
hún sé hin aðgengilegasta að ilm og
hreinlega verkuð, getur meltanleg
eggjahvíta hennar verið aðeins Ms
miðað við óornaða og velverkaða
töðu.
Þegar um heildarefnagreiningu
er að ræða, þá gefur Iðnaðardeild-
in upp hvert efna fyrir sig, t. d.
hver fitan er eða mikið af eggja-
hvítuefni og meltanlegri eggja-
hvítu, tréni o. fl.
HÆTT VIÐ AÐ OF MARGIR
BÍÐI MEÐ SLÁTT UNZ
GRASIÐ ER „FULLSPROTTIГ
Enn í dag er hætt við að allt of
margir bændur eða grasræktar-
menn yfirleitt bindi sig allt of oft
við það að láta sláttinn dragast unz
taða á vellinum er eins og menn
segja „fullsprottin11, en þó er það
vitað mál, að sé hún fullsprottin,
þá er tréni hennar orðið það mikið
að hún hefur tapað miklu af fóður-
gildi sínu, miðað við það sem það
var mest og bezt.
DÝR ÁHÖLD í NOTKUN
I efnarannsóknarstofu Iðnaðar-
deildarinnar (mynd 2), er m. a.
mikið áhald í notkun, sem flýtir
mikið fyrir efnagreiningunni á fóð-
urefnum og er þetta hið svonefnda
„Kjeldahls-tæki“, sem notað er til
ákvarðana á eggjahvítuefni. Með
því að notfæra sér þetta tæki, er
hægt að ákveða eggjahvítuefni
samtímis í tólf sýnishornum. Sami
maður getur notfært sér tækið
þrem sinnum á dag, svo 36 ákvarð-
anir er hægt að framkvæma dag-
lega. Tæki þetta kostaði uppsett
um 50 þúsund krónur.
Á myndinni nr. 2 er frk. Svala
Kristjánsdóttir, er lengi hefur ver-
ið aðstoðarstúlka í Atvinnudeild-
inni, við vinnu sína við ákvörðun
á eggjahvítuefnum í fóðri.
Þá kem ég að þriðju myndinni,
sem er tekin í einni hliðarstofu
efnarannsóknarstofunnar. Jóhann
Jakobsson, forstöðumaður deildar-
innar sést þar að starfi. Eru þar
ýms dýr tæki ,sem notuð eru við
rannsóknirnar. Lengst til vinstri
er tæki eitt sem kallað er Spektro-
fotometer (Beckmanns). — Með
tæki þessu geta efnafræðingar á-
kvarðað fjölmörg efni, meðal ann-
ars A-fjörvi í fóðurefnum, fosfat-
innihald í grastegundum og fjöl-
margt annað, ef hægt er að fá fram
litaðar upplausnir eða einkennandi
geislaverkun frá loga fyrir efni
þau, sem leitað er að. Til hægri
á borðinu er Polorograf. Tæki þetta
er tiltölulega nýtt hér, keypt hing-
að til Atvinnudeildarinnar fyrir
þrem árum og hefur ekki enn verið
mikið notað. Er það sérstaklega
hentugt til þess að ákveða hvernig
efnasamsetning sömu vörutegund-
ar tekur breytingum. Eðlilegasta
notkun þessa tækis er við kerfis-
bundnar athuganir margra sýnis-
horna af svipaðri tegund. Sjálf-
virkir raf-spennu og straumstillar
rita „körfu“ sem sýnir efnainnihald
upplausnar við samanburð á öðrum
með þekktu efnainnihaldi. í málm-
steypuiðnaði er þetta tæki mikið
notað við efnagreiningar.
Tæki það sem sést á miðri mynd-