Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Page 4
' 240
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
f
inni er notað við efnagreiningu
lofttegundum.
BYGGINGAREFNA-
RANNSÓKNIRNAR
Er blaðamennirnir voru í heim-
sókn í Atvinnudeildinni komu þeir
í byggingarefnarannsóknarstofu
deildarinnar, en hún er búin ýms-
um dýrum og vönduðum tækjum,
er notuð eru við prófanir á alls-
konar byggingarefnum. Á mynd
nr. 4 stendur Haraldur Ásgeirsson
við tæki eitt, sem notað er við
styrkleikaprófanir ýmissa bygging-
arefna, t. d. járns, sem notað er í
járnbenta steinsteypu.
Prófanir á bygginarefnum eru að
sjálfsögðu hinar margbreytilegustu
eftir því sem byggingarvörurnar
verða fjölbreytilegri.
RANNSÓKNIR Á
STEYPUEFNI
Ein sú rannsókn, sem algengt er
í þessari grein að framkvæma, er
mæling sýrustigs steypuefna. Ofi
kemur það fyrir að sýnishorn eru
send Iðnaðardeildinni, sem reynast
á svo menguð, að steypan verður frá
upphafi hálf ónýt og stafar af mold-
arsýrum.
Lengi hafa Reykvíkingar verið
í vandræðum með malbikun í bæn-
um. Nú hefur Iðnaðardeildin tekið
það mál upp til rannsóknar og feng-
ið hentugt tæki til prófana á mal-
biksblöndum. Er þess að vænta að
möguleikar slíkra prófana verði
hagnýttir til hins ýtrasta af þeim
aðilum, sem þar eiga hlut að máli.
Eitt af mörgum viðfangsefnum
er byggingarefnadeildin hefur tek-
ið til meðferðar, er rannsókn á
skemmdum á steyptum þakbrúnum
hér í bænum og hafa menn komizt
þat að markverðum niðurstöðum.
BERGFRÆÐIN NAUÐSYNLEG
M. A. VIÐ MEIRIHÁTTAR
MANNVIRKI
Jarðfræðirannsóknir Iðnaðar-
deildarinnar er starfsvið Tómasar
Tryggvasonar. Hann er bergfræð-
ingur að mennt og hefur verið
starfsmaður Atvinnudeildarinnar
frá því á árinu 1946. Hann mun
vera fyrsti lærði bergfræðingurinn
hér á landi. Lauk hann námi við
Háskólann í Uppsölum. Var lær-
dómssvið hans bergfræðin að
nokkru leyti óplægður akur áður
en hann kom, en til þess að hafa
frjálsari hendur í íslenzkri berg-
fræði var fyrsta skilyrði að menn
viti hvaða bergtegundir eru hér til-