Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Side 8
244
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Ingolfur Davíðsson:
Konungur
grasafrœðinganna
ÍZ OMIN er út á ensku skemmtileg
bók um Linné, eítir enska konu
Norah Gourlie.
Linné heíur hlotið einna mesta
frægð allra grasafræðinga. Hann
fæddist á prestsetri í Smálöndum
í Svíþjóð árið 1707 og var af bænda-
og prestaættum. Nafnið Linné
(Linnaeus) mun vera dregið af
linditré einu miklu og æfagömlu,
sem óx við ættaróðal hans. Hann
las læknisfræði í Lundi og Upp-
sölum, og varð 21 árs að aldri að-
stoðarmaður próf. Rudbecks, frægs
grasafræðings og dvaldist síðar
þriggja vetra skeið í Hollandi og
hlaut þar doktorsnafnbót í læknis-
fræði. í Hollandi kom út hið fræga
rit hans „Kerfi náttúrunnar“ (Sys-
tema nature) 1735. Þetta litla kver
varð eins konar átrúnaðarrit grasa-
fræðinga víða um heim. Síðar full-
komnaði Linné kerfið í „Classes
plantarum" o. fl. ritum. Kerfi Linné
var byggt á æxlunarfærum jurt-
anna, einkum fræflunum. Það þótti
hagkvæmt og var mjög mikið notað
í rúma þrjá aldarfjórðunga. Linné
lýsti jafnframt einstökum hlutum
jurtanna nákvæmlega, gaf þeim
nöfn og setti reglur um hvernig
bæri að lýsa jurtum. Hægt er að
renna grun í hvílíkt feiknaverk
þetta hefur verið, þegar þess er
gætt, að 139 nöfn og lýsingar eru
frá Linnés hendi á blaðinu eir»u.
Nafngiftaaðferð hans er einnig
stórmerk og jafnan fylgt síðan.
Hann nefnir hverja tegund tveim
nöfnum. Hið fyrra er ættkvíslar-
heiti, en hið síðara lýsingarorð, sem
einkennir tegundina. Linné andað-
ist 1779.
Minnig hans hefur verið heiðruð
á ýmsan hátt. Mörg Linnéfélög hafa
verið stofnuð. Falleg, fíngerð jurt
Linnæa, ber nafn hans. Hún vex í
norrænum barrskógum, en þekur
líka kletta og urðir grænni slæðu,
stráðri hvítum blómum. Linné lék
sér að blómum í æsku og fór síðar
í grasaferðir hvenær sem hann gat
komið því við. Þegar í skóla var
hann kallaður litli grasafræðingur-
inn. í bók Norah Gourlie eru sögð
mörg skemmtileg atvik frá æsku
hans og námsárum og síðar lýst
starfsferli og æviatriðum á að-
gengilegan hátt og auðskilinn. —
Nokkrar af teikningum Linné eru
birtar í bókinni, t. d. úr Lapplands-
ferð hans. Linné teiknaði ekki að-
eins jurtir, heldur líka ýmis atriði
úr lííi Lappanna (þjóðbúninga,
hreindýr íyrir plógi o. fl.) og margt
segir hann af siðvenjum þeirra.
Linné brá oít fyrir sig glettni: í
gamanbréfi lýsir hann atferli
„spjátrunganna“ í Stokkhólmi
þannig: „Þeir vakna kl. 8—9, klæða
sig og greiða. Kl. 10 fara þeir á
kaffihús og skeggræða yfir kaff-
inu. Labba út í borgina um 11 leyt-
ið og fara á riddarahúsmarkaðinn
um hádegið til að heyra fréttirnar.
Éta kl. 1 og drekka vel með matn-
um tii hýrgunar. Ganga á kaífihús
kl. 3. Fara í heimsóknir um íjögur-
Linné í Lappabúningi j
á rannsóknaför í Finnlandi. $|
leytið og þaðan í einhvern kjallar-
ann til að drekka rínarvín kl. 5
síðdegis. Stunda kvennagaman hjá
Lars eftir miðaftan og spila pen-
ingaspil fram á nótt. Guð veit hve-
nær þeir komast heim í bólið. Fá
að lokum freyufár og sótthita.“ —
Linné fór til þeirra, hressti þá á
rínarvíni, taldi í þá kjark og lækn-
aði fjölmarga. — Bókin rekur lífs-
feril Linnés frá ári til árs. Hann
varð kennari og rektor, stórfrægur
í lifanda lífi. Grasaferðir hans með
nemendur sína voru nafnfrægar.
Var yfir þeim mikið fjör og létt-
leikablær. Gengu þeir stundum
heim til háskólans í fylkingu líkt
og hermenn, sungu eða létu jafn-
vel lúðrasveit leika í fararbroddi,
er þeir sneru heim með grasatín-
urnar, fullir eldmóði og áhuga fyrir