Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 243 „Ju-ju“ trúin í Afríku HÖFUNDUR þessarar greinar, Mr. J. V. Metcalfe, er verkfræð- ingur og hefur lengi starfað á Gullströndinni í Afríku. Hefur hann mörgum sinnum rekið sig á, að „Ju-ju“ trúin á sér enn djúpar rætur í hug Svertingjanna. „Ju-ju“ er einhver vættur eða álfur, og þessar yfirnáttúrlegu verur búa í stokkum og steinum og jafn- vel vötnum, og mikil ógæfa fylgir því að styggja þá. Hér segir Mr. Metcalfe nokkrar sögur um þetta. jyjARGIR munu kannast við hina miklu nýu höfn, sem Bretar eru að gera hjá Takoradi á Gull- ströndinni. Við smíði hafnarinnar hafa verið tekin í notkun öll hin beztu og stórvirkustu tæki, sem vinnuvísindin hafa á að skipa, en samt sem áður reyndust þau gagns- laus þegar „Ju-ju“ kom til sög- unnar. Vegna hafnarframkvæmdanna reyndist nauðsynlegt að leggja þangað mikinn og breiðan veg. Var ákveðið að sú vegargerð skyldi ganga fljótt og þess vegna var byrj- að samtímis á báðum endum veg- arins og stórvirkustu skóflur, jarð- ýtur og bílar tekið í notkun. Gekk gróðri og grasafræði. En sumir aðr- ir háskólakennarar þoldu slíka „léttúð“ illa og urðu jafnvel úr klögumál frá „settum“ borgurum. Síðan á dögum Linnés þykir fínt að vera grasafræðingur í Svíþjóð, og hann varpaði frægðarljóma á landið. Orð Linnés: „Lof sé guði fyrir vorið, fegurð sumarsins, loft- ið, vatnið, engið, grasið og söng fuglanna, sem allt hefur hér náð mestri fullkomnun“ eru einkenn- andi fyrir hina miklu starfsgleði hans. — Hafi Norah Gourlie þökk fyrir fróðlega og skemmtilega bók. (Titill bókarinnar er: The Prince of Botanists Carl Linnæus). nú allt eins og í sögu fyrst í stað. En um það bil þar sem vegurinn átti að vera hálfnaður, stóð gamalt tré og þurfti að ryðja því burt, annars hefði það lent inni í miðjum veginum. Og þá kom nú stryk í reikninginn, því að samkvæmt trú Svertingja átti einhver voldug vættur heima í tré þessu. Svo sterk var þessi trú, að enginn einasti Svertingi fekkst til þess að höggva tréð. Þeir sögðu að það væri bráð- ur bani allra að hrófla nokkuð við því. Ekki var hægt að sveigja veg- inn fram hjá trénu og nú stóð allt fast um sinn. Eina ráðið til að friða Svertingja reyndist vera það, að fá æfðan töframann til þess að semja við trébúann um að hann flytti sig eitthvað annað. Voru nú hafnar samningaumleitanir, en fjárkröfur þær, sem gerðar voru fyrir að koma trébúanum burtu, voru svo miklar, að stjórnin í Lundúnum vildi alls ekki ganga að þeim. Nú lá vinna niðri nokkra mánuði, en jafnframt var þó verið að leita samninga við Svertingja. Náðist að lokum samkomulag. Þá var haldin Þar sem vegurinn átti að liggja, stóð andatré, sem ekki mátti hrófla við, fyr en samið hafði verið við andann um að hann flvtti sig á annan stað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.