Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
249
Viðskifti hollenzkra
og Tálknfirðinga
AF því að ég hef ekkert séð ritað um
verslunarviðskifti Hollendinga á
Vestfjörðum, þá skrifa ég hér nokkrar
smásögur, sem ég veit að eru sannar,
því þær voru sagðar mér af merkum
mönnum.
Ekki veit ég hve snemma Hollend-
ingar fóru að koma á Tálknafjörð, en
mér var sagt að fyrst mörg ár hcfði
komið þar inn hvalfangarar. Gáfu þeir
bændum hvalskrokkana afspikaða. Sá
ég líka að flest fjárhús þar voru upp-
reft með hvalrifjum. Það voru einhölu-
hús með grjótveggjum, reft með hval-
rifjum. Var sinn endi á hvorum vegg,
en hæð hússins í miðju uppi bugðan
rifjanna. Engin spýta var í þeim, nema
jata við vegg og dyraumbúnaður. Hús
þessi munu lengi verða þar við líði.
Þorskfiski munu Hollendingar hafa
stundað þar mestan hlut 18. aldar og
allt fram að 1860. Þá hættu þeir að
koma. Þeir fiskuðu litið, því mestan
hlut sumars lágu þeir inni á fjörðum
og versluðu við landsmenn. Allir skip-
verjar höfðu vörur, jafnt skipstjóri og
matreiðslumaður, og með ýmsu veröi
seldu þeir í hverju skipi. Það var aðal
regla þeirra, að hver seldi svo dýrt sem
hann gat. Hver skipsmaður mátti hafa
meðferðis það sem hann gat haft í rúmi
sínu og undir því, en yfirmenn höfðu
meira pláss. Vel gátu íslendingar skilið
þá. því að hvorir tveggja höfðu tilbúið
mál, og sögðust íslendingar tala hol-
lenzku, en Hollendingar kváðust tala
íslenzku.
Verslunarvara þeirra var: reyktóbak,
færi, önglar, sökkur úr blýi, alls konar
fatnaður, klútar, léreft, strigi, leirtau
(allt rauður leir), skálar, diskar, könn-
ur, bollar, leirpottar og krukkur;
brennt kaffi, rauður kandís, piparkök-
ur, síróp, rúsínur, hnífar, skæri og
nálar. En íslenzkar vörur, sem þeir
sóttust eftir að fá, voru peysur, sokkar
og vettlingar. En allt prjónlesið varð
að vera útprjónað með rauðum og blá-
um rósum og tiglum. Versluðu Tálkn-
firðingar mikið við þá og seldu hol-
lenzkan varning í nærliggjandi sveitir.
Græddu margir á því stórfé.
Þeir sögðu að mikla tímaeyðslu
þyrfti til að versla við Hollendinga,
því að þeir væri tregir að láta með
góðu verði, enda munu gömlu Tálkn-
firðingarnir hafa verið kænastir manna
í viðskiftum flestum.
Jón Arason hét hollenzkur skipstjóri,
sem kom á Tálknafjörð um 30 ár. Hann
talaði hreina íslenzku, en kvaðst vera
Hollendingur að ætt og uppruna. Hann
kom með mikinn varning árlega og
seldi mikið af bláum herðaklútum með
hvítum bekkjum. Þeir voru mjög væn-
ir, voru almennt kallaðir „Jóns Ara-
sonar klútar“. Tálknfirðingar seldu þá
fyrir einn ríkisdal.
Jón Arason flutti utan endurgjalds-
laust hvern sem fara vildi. Einu sinni
strauk með honum kona frá manni sín-
um og börnum. Hún hét Guðrún og
átti heima á þeim bæ er Rimi heitir í
Tálknafirði. Þegar til Hollands kom,
þekktu hana islenzkir menn, cr þar
voru. Komst það fyrir yfirvöldin og
var Jóni skipað að annast hana um
veturinn og skila henni til manns sins
næsta sumar. Það gerði hann. En þeg-
ar hann kom með hana, var hún þung-
uð af hans völdum, en hann friðþægði
þetta allt við mann hennar, og undi
hún vel hag sínum eftir það.
Guðmundur hét maður, sem bjó á
Lambeyri við Tálknafjörð. Kona hans
hét Ingibjörg. Hún var systir Jóns, sem
kallaður var Jón bóndi. Þessi Jón
bóndi átti tvo sonu og hét hvortveggi
Jón. Annar þeirra bjó á Suðureyri eftir
föður sinn. Hans synir voru þeir Þor-
leifur kaupmaður ríki á Bíldudal og
Jón skipstjóri á Steinanesi. Hann var
faðir Sígurðar sýslumanns „víkings"
sem andaðist í Stykkishólmi.* Guð-
* Móðir Sigurðar sýslumanns var
Margrét dóttir séra Sigurðar Jónssonar
á Rafnseyri. Ólst Sigurður sm. að miklu
leyti upp hjá Jóni Sigurðssyni forseta,
móðurbróður sínum í Kaupmannahöfn.
mundur á Lambeyri átti þrjú born með
konu sinni, son sem Ólafur hét og
dætur tvær, Halldóru og Rannveicu.
Ingibjörg kona Guðmundar lét illa
mann sinn og strauk hann frá henni
og börnunum til Hollands og kom aldr-
ei sfðan.
Nokkrum árum seinna fór Ólafur
sonur hans til Hollands og lærði sjó-
mannafræði. Kom hann mörg sumur
hingað sem skipstjóri á hollenzku skipi
og hafnaði sig framundan bæ móður
sinnar.
Rannveig svstir hans giftist manni
þeim, sem Björn hét. En Halldóra
svstir hans varð þunguð af völdum
Jóns bróður Jóns bóndasonar. Þóttu
þau of skyld. Barn það, er þau áttu
saman, var Ásbiarnar-Kristín, sem
komst í sauðaþiófnaðarmál á Þverá.
Jón strauk til Hollands, en Halldóra
giftist síðar Jóni á Felli í Tálknafirði.
Þau voru svo fátæk, að þau sváfu fyrst
á heypokum og breiddu yfir sig síð-
hempu Halldóru. En þegar Jón dó, var
auður hans metinn í löndum og lausum
aurum 300 þúsund krónur. Græddist
honum fé af fiskiveiðum, hollenzkri
verslun og nokkru því, sem bezt er að
blæa gleymskunnar hjúpi á hverfandi
tíma.
Bræður tveir ólust upp í Krossadal.
Hétu þeir Björn og Þorvaldur. Björn
fór til Hollands og varð skipstjóri, en
Þorvaldur varð bóndi í Krossadal. Á
hverju sumri lagði Björn skipi sínu á
Krossadalsbót og kom iafnskjótt á land
og skipið hafði varpað akkerum. Eitt
sinn kom skipið snemma dags og laeð-
ist. en enginn kom í land. Fór Þorvald-
ur þá um borð. en þeear hann kom á
þilfar, lágu skipverjar bar allir dauða-
drukknir. Biörn kom þá úr lvftingu og
kallar: „Frísk þjóð, Þorvaldur“. Orð
lék á því, að Björn flvtti flestar nauð-
svniar bróður sínum, enda var Þor-
valdur auðmaður.
Ekki hef ég heyrt margt fleira merki-
leet um mannaflutninga. nema nokkr-
ar óáreiðanlegar söeur af strokumönn-
um, sem Tálknfirðinear heldu á laun
þar til þeir komust í skip til Hollands.
En eftirfarandi sögu sagði mér Helgi
bóndi Sæmundsson á Skjaldvararfossi
á Barðaströnd. Líka man Gísli Hjalta-
Hann var rammur að afli og var um
eitt skeið í lögregluliði Kaupmanna-
hafnar og mun þá hafa fengið Víkings-
nafnið.