Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 6
258 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS þ. e. hugrakkur. Hver maður skyldi vera glaður og með hressilegu yfir- bragði til banastundar. í 48. vísu segir svo: Mildir, fræknir menn bazt lifa, sjaldan sút ala. Þessum vísum ber saman að því leyti, að afleiðing þess að vera þess- um góðu eiginleikum gæddur, er að vera glaður og reifur og ala sjaldan sút. í seinni vísunni er sagt, að örlátir og hugrakkir menn lifi bezt. Að lifa bezt virðist vera fólgið í því að vera gæddur þessum eigin- leikum og geta neytt þeirra. Lífs- hamingjan virðist aðallega vera fólgin í gleðinni og áhyggjuleys- inu. Þessi mynd skýrist í 8. og 9. vísu Hávamála. Þar er beinlínis tekið fram, í hverju sælan eða hamingjan sé fólgin: 8. v. Hinn er sæll er sér of getr lof ok líknstafi; ódælla er við þat, er maðr eiga skal annars brjóstum í. Því miður liggur engan veginn í augum uppi, hvernig skilja beri „lof og líknstafi", svo að fyrri og seinni hluti vísunnar stangist ekki á. Finnur Jónsson skýrir fyrri hlut- ann svo: „Den er rig (lykkelig) som besidder (andres) ros og milde omdömme." En skýring þessi fellur ekki við efni seinni hluta vísunnar. Lof held ég að sé hér líkrar merk- ingar og góður orðstír, verðskuldað lof, sæmd, þ. e. að njóta að verð- leikum góðs álits samtíðarmanna sinna. Minna máli skiptir hér, hvaða merking er lögð í orðið líkn- stafir. Ef það þýðir „milde om- dömme“, eins og flestir hallast að, þá er það mjög likrar merkingar og Tof, og þessa mildu dóma hlýtur maðurinn einnig að verðleikum vegna breytni sinnar. 68. vísa hljóðar svo: Eldr er beztr með ýta sonum ok sólar sýn, heilyndi sitt, ef maðr hafa náir án við löst at lifa. Ef maður hefur góða heilsu og lifir lastalausu lífi, er eldur og sólar sýn æðst allra gæða. Að lifa án lasta og geta sér lof eru í raun líkrar merkingar. Sá, sem lifir án lasta, getur sér góðan orðstír. Af innri gæðum, gæðum, sem fólgin eru í manninum sjálfum, eru sam- kvæmt 8. vísu góður orðstír og mildir dómar beztir, en þeir eru nauðsynleg afleiðing af lastalausu lífi, en eftir 68. vísu er heilbrigðin — og lastalaust líf, sem hefur óhjá- kvæmilega í för með sér góðan orðstír, — bezt. Ef 8. vísan er skilin á þennan hátt, er engin mótsögn milli fyrra og seinna hluta hennar, því að breytni mannsins og sið- ferðisvilji hans til að lifa lastalausu lífi er tilefni eða orsök góðs mann- orðs hans. í 9. vísu er sælan einnig talin vera undir vitinu komin: 9. v. Sá er sæll, er sjalfr of á lof ok vit, meðan lifir; því at ill ráð hefr maðr oft þegit annars brjóstum ór. Vitið gerir manninn sjálfstæðan í lífsskoðun sinni. Vitur maður fylg- ir ekki í blindni ráðum annarra, heldur metur þau af dómgreind, velur og hafnar. Þótt heilbrigðin sé í 68. vísu talin fyrst hinna innri lífsgæða, er höf. Hávamála ljóst, að maðurinn er ekki alls vesæll, þótt heilsu hans sé áfátt. 69. v. Er-at maðr alls vesall, þótt hann sé illa heill; sumr er af sonum sæll, sumr af frændum, sumr af fé ærnu, sumr af verkum vel. 72. v. Sonr er betri þótt sé síð of alinn eftir genginn guma; sjaldan bautarsteinar standa brautu nær, nema reisi niðr at nið. Engir eru líklegri en synirnir til þess að halda á loft manngildi föð- urins. Orðstír hans lifir í huga þeirra og frásögn. Jafnvel fatlaður maður og heilsu- veill getur gert margt til gagns sjálfum sér og öðrum. 71. v. Haltr ríðr hrossi, hjörð rekr handar vanr, daufr vegr ok dugir; blindr er betri en brenndr séi, nýtr manngi nás. Hugsunin í Hávamálum er hér sú, að ef menn sætta sig við hlutskipti sitt, snúast við böli sínu af kjarki og kunna að velja sér verkefni við sitt hæfi, geti þeir orðið nýtir menn og tiltölulega hamingjusamir. Er þetta í bezta samræmi við geð- verndarkenningar nútímans. Höf. Hávamála hefur verið ljóst, að litl- ir hlutir geta sætt menn við lífið. Lífið er aldrei svo vesælt, að það feli ekki í sér einhverja möguleika til lífsnautnar, þroska eða gagns. Dauðinn bindur fyrst endi á þenn- an möguleika. Þess vegna er ávallt betra að vera lifandi en dauður. Þessi skoðun er ævaforn og kemur m. a. fram hjá Hómer. í Hávamálum kemur fram óbif- anleg trú á því, að manngildið fari ekki forgörðum, þótt maðurinn deyi. Manngildið lifir eilíflega í orðstírnum. Manngildið er ekki undir auð komið. Skýrt er tekið fram í Hávamálum, að enginn þurfi að skammast sín, þótt hann sé fá- tækur, né skuli ménn heldur fella lýti á hann fyrir þá sök. Þótt maður sé sviptur öllu, sem hann á, rýrist manngildi hans ekk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.