Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS [ 266 hljómsveitin flutti norskt tónverk. Svo var kyrrð nokkur augnablik — en fram á sviðið gekk ung- ur maður, norrænn í sjón. John Sundsten lyfti töfrasprot- anum á ný — hafði ekki aug- un af söngmanninum né hljóm- sveitinni — og Draiunalandið barst í prýði sinni til mannfjöldans í amerískum lystigarði. — Ég sat svo nærri að það fór örlítill titringur um taugarnar. Fólkið veitti tiltak- anlega góða áheyrn. Hátíðin var nýbyrjuð og allir með eftirvænt- ingu í tilefni dagsins, — enda hrifnir af skrúðgöngunni og hljóm- sveitinni. Eg sá óðar að hrifning fór um huga söngvarans, Jana Björnssonar, er hann leit yfir mannfjöldann og sólfagurt um- hverfið. Það lýsti sér í svip hans og rödd og hreinum framburði íslenzka ljóðsins. Hann sá í anda draumaland foreldra sinna og for- feðra, og það snerti viðkvæman streng. — John Sundsten og hljóm- sveitin veittu gott og öruggt fylgi og styrk. Hafði ekki söngstjórinn líka vak- að heila nótt yfir Draumalandinu okkar, svo allt skyldi Aara sem bezt? — Sannarlega hafði honum tekizt upp. — Og þannig höfðu at- vikin raðað sér, daginn sem ég heyrði „Draumalandið" hátíð- legast flutt. Jani Björnsson er fæddur og uppalinn í Akra byggðinni í Norð- ur-Dakotaríki. Foreldrar hans, nú bæði dáin, voru af bændafólki landnámsáranna þar. Faðir hans, Halldór Björnsson Jónssonar, var frá Marteinstungu í Holtahreppi í Rangárvallasýslu. Móðir Halldórs, Guðrún Jónsdóttir, var frá Klofa. Móðir Jana hét Jakobína, og var yngst af börnum Dínusar Jónsson- j ar og Kristjönu Andrésdóttur frá Mýlaugsstöðum í S.-Þingeyjar- sýslu. Fjölskylda þeirra Halldórs og Jakobínu var stór — brautin ‘.4/, , . til mennta og lista ekki neitt greið- fær. En tónlistin var í heiðri höfð á heimilinu, því Halldóri var með- fæddur áhugi fyrir henni. Hann var bæði organisti og söngstjóri í sínu byggðarlagi. Tryggvi sonur hans, búsettur í New York, er kunnur fyrir ýmsar tónsmíðar — og sem ágætur píanóleikari. — Jani hefur átt heima í Seattleborg um nokkurra ára bil og víða komið fram sem barytone söngvari. Hann nýtur vinsælda fyrir hljómfagra og þróttgóða rödd, samfara lipurri framkomu. Hann hefur sýnt af sér dugnað í að afla sér þekkingar og þjálfunar í tónlist. Hún er tóm- stundaiðja hans, en um leið hans stóra áhugamál. í seinni tíð hefur hann farið með nokkur óperuhlut- verk — t. d. Sharpless í Madame Butterfly — og Valentine í Faust. Sem stendur er hann einsöngvari við guðsþjónustur hjá fjölmennum amerískum söfnuði. í hinum fá- menna íslenzka félagsskap er hann söngstjóri og einsöngvari við flest tækifæri. Það vekur eftirtekt hve vel hann fer með söngva á íslenzku máli — og hve vinalega hann kem- ur fram. — Hann er vel giftur, á tvö uppvaxandi börn og öll fjöl- skyldan full af áhuga fyrir tónlist. Seattle, Washington, 20. apríl 1955 Svöluhreiður er göður matur £F ÍSLENZK húsmóðir skyldi komast yfir kínverska mat- reiðslubók og fara að lesa í henni, gæti verið að hún hitti á þetta: „Svöluhreiðurssúpa. Takið 2—3 svöluhreiður og látið í vatn svo að vel fljóti yfir og látið suðuna koma upp á þessu Lengra mundi húsfreyan sennilega ekki lesa. Hún mundi skella bókinni og segja við sjálfa sig eitthvað á þá leið, að skárri væri það nú vit- leysan að ætla sér að fara að gera súpu úr fuglshreiðrum, og að það hljóti að vera skrítnar skepnur þessir Kínverjar, sem eti slíkt. Þetta er vegna þess, að íslenzk húsmóðir mundi ekki geta hugsað sér fuglshreiður öðru vísi en dyngju af stráum, mosa, laufum, hárum og fiðri. Og það er svo sem ekkert aðgengilegur matur. En hið sama mundi nú Kínverjum líka finnast. Það eru ekki slík hreiður, sem þeir leggja sér til munns. Svöluhreiðrin eru allt öðru vísi. Þau eru ekki gerð úr mosa, strá- um og fiðri, heldur úr vökva úr hálskirtlum fuglsins. Það eru aðallega tvær svöluteg- undir, sem gera sér slík hreiður, og er önnur kölluð Hvítsvala en hin Brúnsvala. Báðar verpa þær í hellum og líma hreiðrin við grjótið. Þær eiga aðallega heima á norðurhluta Borneo, og þangað hafa framtakssamir Kínverjar sótt sér svöluhreiður um 1000 ár. Það er gróðavegur, því að svöluhreiðr- in þykja hið mesta hnossgæti og eru mjög eftirsótt. Enginn veit nú með vissu hvernig menn kom- ust upp á að eta þessi hreiður. Sennilegt þykir, að þeir hafi lært það af villisvínum. Það kemur þrá- faldlega fyrir, að svöluhreiðrin detta niður, því að þeim er tildrað sem tæpast á hellisveggina og jafn- vel loftið. Villisvín sækja í hell- ana til þess að tína upp þessi hreið- ur og eta þau af mikilli áfergju. Þegar menn hafa séð þetta, munu þeir hafa hugsað sem svo, að úr því að svínunum þætti þetta svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.