Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 265 Jakobína Johnson: „Draumalandið" JJVERT er uppáhalds sönglag Vestur-íslendinga? var ég eitt sinn spurð. — Það mun ekki fjarri sanni að svara: „Draumalandið“, lag Sigfúss Einarssonar. Ég hygg að það sé oftar sungið hér vestra en nokkurt annað íslenzkt lag, að undanteknu máske „Svanasöngur á heiði“ eftir S. Kaldalóns. Enga hugmynd get ég gert mér um hve oft ég hefi heyrt' með það farið á samkomum, smærri sem stærri. Aftur á móti er ég ekki í neinum Vafa um hvenær mér fannst það áhrifamest og af beztri stemningu flutt. í þrjú sumur undanfarið hefur verið haldin skandinavisk tónlist- arhátíð í Seattle, undir beru lofti, í stórum lystigarði. Sinfíníu hljóm- John Sundsten sveit borgarinnar, sem skemmtir þannig á hverjum sunnudegi sum- arlangt, flytur þennan vissa dag, einungis tónverk frá Norðurlönd- um. Nefnd skipuð fólki sem þaðan er upprunnið, aðstoðar við að velja tónverkin handa hljómsveitinni, og sömuleiðis nokkur einkahlutverk. Söngstjóri dagsins hefur í öll skift- in verið John Sundsten, kunnur tónlistarfræðingur, búsettur hér. Hann er snilldar píanóleikari og tónlistin er hans líf og sál. — í hvert sinn hefur hann útsett með- leikinn handa hljómsveitinni, þeg- ar um einkahlutverk var að ræða. íslands vegna eru hér því til eftir hann meðleikar við „Draumaland- ið“ (S. Einarsson), „Svanasöngur á hciði“ (S. Kaldalóns), Nú er veliu' úr bæ“, (S. Sveinbjörnsson), og „Hret“ (H. S. Helgason). Einnig fléttaði hann „Stóð ég út í tungls- ljósi“ inn í skandinavisku danslög- in, þegar þjóðdansar voru sýndir. — John Sundsten er fæddur í Finn- landi — sænskur Finnlendingur, en fluttist vestur á unglings árum. Ættland hans hefur sæmt hann heiðursmerki sínu, fyrir kynning- arstarfsemi hans hér í þágu tón- listarinnar. Það var mikið sem hvíldi á herð- um hans 24. júlí 1952, þegar fyrsta hátíðin var haldin. Efnisskráin var bæði löng og margbrotin. En hon- um var hvergi brugðið — og veðr- ið var sólblítt og kyrrt. Áheyrenda- bekkir út um græna bala urðu ó- venju snemma fullskipaðir. — Jani Björnsson Samt streymdi fólkið að og settist víðsvegar um grasfletina. Hljóm- sveitin raðaði sér fyrir framan leiksvið, sem byggt er í hlé við röð af hávöxxnum trjám. Hátalarinn bar rödd forsetans til mörg þúsund áheyrenda, og samkoman var sett. Þar næst lyfti John Sundsten sprota sínum, hljómsveitin lék danskan mars — og um leið hófst skrúðganga dansflokkanna og söng- fólksins eftir breiðum gangstíg og upp á leiksviðið. — Fremst í fylk- ing var stjörnufáninn, síðan kross- fánar Norðurlanda bornir af kon- um í þjóðbúningum. Þá var leik- inn þjóðsöngur Bandaríkjanna — borgarstjórinn ávarpaði fólkið og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.