Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 10
262 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Það er einkum gæðum ullarinn- ar að þakka, að sjölin verða mjúk og lótt, en þar næst því, að ég hef ekki uppistöðuna mjög þétta — síð- ur en svo — og eins og áður er sagt er það líka undir því komið, hvernig þæft er og ýft. Mér virðist íslenzka ullin hafa eiginleika, sem aðra ull vantar, — léttleika og mvkt. Menn undrast oft, hversu hlý hún er; vafalaust ber hún að þessu levti af ullinni frá hinum Norðurlöndunum. Ég nota ávallt band, sem spunnið er eins og konur gerðu í gamla. daga. Ef gert er úr ullinni kam- garn, missir hún alla mýkt og verð- ur þung og máttlaus. Þegar ég bið um ullargarn, sem nota á í sjöl og værðarvoðir, bið ég ávallt um sokkaband. Ég tel það vafasamt, að hægt sé að framleiða vörur með þessari sér- stöku mýkt og léttleika í stórum stíl í verksmiðju. Ég álít það nauð- svnlesrt, að ákveðinn persónulegur vilji fvlgist með framleiðslunni í öllum atriðum. Þar eð ég þykist hafa náð svo góðum árangri, sem hægt er, sam- hliða því, að ég hef séð og heyrt um sýningar, sem sendar eru til annarra landa, þar sem að mínu áliti vantar einmitt þetta þýðingar- mikla atriði, muni unna úr íslenzku ullinni, datt mér í hug að sýna árangurinn af mínu langa starfi. Gleðilegt væri, ef stúlkur og kon- ur, sem fást við vefnað, vildu færa sér þetta starf mitt í nyt. Hver veit nema einhver þeirra komist lengra, nái betri árangri. — Ef einhvern þessara vefara langar til að spyrja mig einhvers, er ég fús til svars. Ég hef aðallega eigin reynslu að styðjast við um endingu þessa vefnaðar. — Hef ávallt klæðzt þess- um efnum, síðan ég bvrjaði að vefa þau — mér finnst þau endast vel. — Þessi gerð er, ef til vill, ekki ætluð til slitvinnu eða barnafatn- aðar — fremur þeim, sem óska að klæðast léttum og persónulegum klæðnaði. Að mínu áliti er það vafalaust, að hægt er að framleiða efni, sem eru hentugri en mín — til alls kon- ar klæðnaðar — á líkan hátt 6g gert er í Skotlandi — tweed-efnin, sem ofin eru þar á ýmsum stöðum. — Án þess að láta sér detta í hug að líkja eftir þessum efnum, get ég vel hugsað mér unga vefnaðarkonu eða mann fará að gera tilraunir, — spinna, eða láta spinna band, sem væri mátulega snúið og mátulega gróft, — og byrja svo að gera til- raunir í vefstólnum; vafalaust er hægt að finna hið rétta. — En mitt ráð er þetta: Látið eiginleika ís- lenzku ullarinnar vera ráðandi og vefið í handvefstól. Væri þetta ekki efni sem skólarnir úti í sveit um landsins gætu glímt við? Slitið skiftir engu máli þegar um er að ræða værðarvoðirnar og sjöl- in. Ég tel ekki vafa á, að ferðafólk mundi hafa áhuga á að eignast þessa muni; einnig hef ég reynslu fyrir því, að þessi vefnaður sómir sér vel þar sem listiðnaður annarra þjóða er til sýnis. Ég hef verið spurð að því, hvern- ig farið hafi á með málaranum og listvefaranum. Málarinn og vefarinn verða að haldast í hendur. í fjölda mörg ár varð vefarinn að vinna fyrir hin- um; á köflum var erfitt að vera þjónn beggja. Nú er eins og þeir séu orðnir jafningjar; þegar verið er að boða til sýningar, er eins oft beðið um teppi eins og málverk, t. d. er mér boðið að sýna átta teppi, þar sem annars eru sýnd málverk og höggmyndir. Það er skcmmtilegt að gera til- raunir, — að reyna að búa eitthvað fál, að glíma við þetta að skapa listaverk af einni eða annarri gerð. Venjulega er það svo, að þegar öllu er lokið, fer maður að gagnrýna: r------------------------------' Svarað í sumartunglið Áðan sá ég sumartunglið, silfurhvíta rönd, nú skal bíða, sjá hvað setur, svarið fer í hönd. — Svarið fæ ég fyrst á morgnn, fvrst ég sé ei neinn. Auðan stíg ég held í háttinn, hátta síðan einn. Sumarnretur hliótt er húmið, höferi mér í brjóst óðar leið og: einhver draumur, er ég man ei ljóst, högrgin þrjú þó glöggrt ég greini, gert er vart við sig. Einhver þarna utan dyra er að finna mig. Aldr«i svo í sumartungiið svarað var mér fyr. Endar draumur, upp ég stend og opna hraðast dyr. Eigi síður enn á daginn ást i húmi skín, þar ég vin minn kæran kenni, kominn heim til min. SIGURÐUR NORLAND. Gat það ekki verið betra, ef þessi eða hinn liturinn hefði verið öðru vísi og svo framvegis og framvegis? Hugurinn starfar þegar við næsta verkefni. ^^>®®®cr^j) KENNSLUKONA var komin með börn- in til að skoða minjasafn í London og safnvörðurinn sýnir þeim allt hið helzta, sem þar er að sjá. „Hérna er vestið, sem Nelson flota- foringi var í þegar orustan hjá Tra- falgar var háð. Og hér er gatið, sem kúlan fór um, sú er varð honum að bana.“ Þá sneri kennslukonan sér til barn- anna og sagði: „Takið vel eftir þessu börn, og látið ykkur að kenningu verða. Ef það hefði ekki verið trassað að gera við gatið áður en orustan hófst, þá væri Nelson máske enn lifandi á meðal vor.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.