Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 261 Mynd af sýningu, sem danska félagið „Haandarbejdets fremme" gekkst fyrir árið 1952 í húsakynnum Listasafnsins hér. Á veggjunum sjást hnýtt gólfteppi og fatael'ni eftir Júlíönu Sveinsdóttur, allt úr íslenzkri ull, í sauðalitum eða litað með íslenzkum jurtalitum. Af þessum fatael'num er ör sala erlendis. Á hillunni fyrir neðan fataefnin sjást værðarvoðir eftir Júlíönu. eingöngu íslenzkt band, — að blanda ekki öðru bandi í, ef árang- ur átti að verða góður. Það kom fyrir, að ég tók lit, sem mér þótti vel til fallinn, án þess að hugsa út í, að bandið ef til vill var útlent. Ég lærði fljótt, að þetta dugði ekki. í mörg ár óf ég eingöngu efni til klæðnaðar, og þótti þetta skemmtileg vara. Stríðið stöðvaði þessa möguleika. Undir eins og aft- ur náðist í íslenzkt band, byrjaði ég að nýu, og var þá orðin viss um, að skilyrði fyrir góðum árangri er, að bandið sé óblandað. Þá fór ég að vefa værðarvoðirn- ar og varð smátt og smátt að fika mig áfram, þagnað til ég fann þá stærð og gerð, sem ég nota núna. Það hefur ávallt verið ósk mín og takmark að ná mýkt og léttleika ullarinnar í þessum voðum, og ég þykist komin eins langt og hægt er í þeim efnum. Um litina er það að segja að ég nota aðallega sauðarlitina í værð- arvoðirnar, en hef oft einn lit með, bláan, rauðan eða gulan, sjaldan fleiri liti í sömu voðina. Oft nota ég tvo gula liti — annan heitan, hinn kaldan. Nú orðið er ég sjaldan hikandi við samsetningu lita — er búin að fást við þess háttar svo lengi, bæði í málverki og vefnaði. Ég hef ævinlega mikla gleði af að setja saman liti, og hef lært mikið \ af öllu því, sem ég hef séð á ferða- lögum, sér í lagi á Ítalíu og af nátt- úru íslands. Þegar ég set í vefstólinn, vil ég helzt hafa randaskipun mjög ein- falda, því að það gefur möguleika til að skipta um liti og rendur eftir því, sem manni dettur í hug, meðan ofið er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.