Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 11
r LESBÖK MORGUNBLABSINS ' 263 Sjötíu ára fermingarafmæli _ W, V; i" ’ •' -A-V Áttræð kona saumar sér faldbúning eins og þann, sem hún var / ferm- ingardaginn yORIÐ 1885 voru 12 börn fermd í Prestbakkakirkju á Síðu, 9 drengir og þrjár stúlkur. Öll voru börnin af Síðunni nema eitt úr Fljótshverfi. Var það þá venja, ef ekki var nema eitt fermingarbarn í Fljótshverfi, að það fermdist með börnunum á Síðunni. Af þessum 12 fermingarbörnum eru nú, eftir 70 ár, þrjú á lífi: Kristín Þórarins- dóttir í Vestmanneyum, Halla Ein- arsdóttir frá Heiði og Stefán Filippusson frá Kálfafellskoti. Þau eru nú bæði í Reykjavík. Halla á heima hjá tengdasyni sínum Helga LárUssyni kaupmanni frá Kirkju- bæarklaustri á Skeggjagötu 4, en Stefán á heima á Ránargötu 9. Þau eru bæði ern enn, þrátt fyrir háan aldur, hún bráðum 84 ára en hann á 85. árinu. Hún hefur nú nýlokið við að sauma skautbúning, sem allra svipaðastan þeim, sem hún var í á fermingardaginn, og ætlar hann dótturdóttur sinni. Ég náði snöggvast afmælis sam- tali af þeim á heimili Höllu og klæddist hún þá í nýa skautbún- inginn, sem hún hefur að mestu leyti saumað ein í höndunum. — Ég lauk í rauninni ekki við búninginn fyr en í gær, sagði hún, og ég hef verið lengi með hann, byrjaði á stríðsátunum, þegar ekki var hægt að fá neitt efni í hann hér á landi. Frænka mín, sem á heima vestur í Vancouver í Brit- ish Columbia, kom hingað heim Halla Einarsdóttir og Stefán Filippusson. fundaferð og hafði með sér stokka- belti og koffur, sem hún ætlaði að selja, vegna þess að hún hafði ekk- ert við það að gera. Ég keypti hvort tveggja og svo útvegaði hún mér efni í treyuna vestan hafs og annað efni í búninginn fekk ég hingað og þangað. — Er þessi búningur nú alveg eins og sá, sem þú varst í við ferm- inguna? — Hann er mjög svipaður. En fermingarbúninginn minn átti ég ekki sjálf, hann var fenginn að láni hjá Sigurveigu Pálsdóttur, seinni konu Runólfs Jónssonar, er þá bjó í Mörk á Síðu. Hún hafði erft bún- inginn eftir fyrri konu hans, Önnu Lárusdóttur. Þeim búningi fylgdi baldýrað belti og pappírskoffur með stjörnum. En baldýring á bún- ingnum var svipuð og á þessum búningi og honum fylgdi einnig faldur. — Þú varst lang fínust af öllum stelpunum, sagði Stefán. — Ekki held ég það, svaraði hún, við vorum allar þrjár í svipuðum búningum. — Mig minnir það máske vegna þess að ég hef veitt þér mesta at- hygli, því að við stóðum saman fyrir altarinu. Hvernig var það, drógum við okkur ekki saman? — Þú hefur varla fengið að draga, sagði hún kímnilega, því að það var venja þegar barn var fermt hjá okkur úr Fljótshverfinu, þá var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.