Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 12
264 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS það látið standa neðst. Og það hef- ur komið í þinn hlut að vera neðst- ur af drengjunum. Annars lét prest -urinn okkur hin draga um sæti. Hann helt það kynni að valda óánægju ef hann raðaði þeim sjálfur. Presturinn var séra Bjarni Þórarinsson og þetta var í fyrsta skifti sem hann íermdi á Síðunni. Hann var þá nýkominn þangað frá Langholti í Meðallandi. Ég man að hann lét okkur draga og sagði okk- ur að afhenda sér miðana aftur. Þetta voru litlir samanvafðir mið- ar og við þorðum ekki að rekja þá sundur, heldur réttum þá að þrest- inum aftur samanvafða, en hann rakti þá sundur og leit á hvern og einn. En þrátt fyrir það getur vel verið að við höfum staðið saman, Stefán. — Já, ég man það eins og það hefði skeð í gær, og þú varst með sortulitaða íslenzka skó á fótum, brydda með snjóhvítu eltiskinni og hælþvengir úr sama efni. — Hvernig voruð þið drengirnir búnir? — Við vorum mjög mislitir, svartir, gráir, mórauðir og dröfn- óttir. Ég var í hrafnsvörtum vað- máls jakkafötum, með ullartrefil um hálsinn, en hann var úr reglu- lega fínu bandi. Á fótunum hafði ég brydda sauðskinnsskó og hárið á mér hafði verið stýft. Sumir drengirnir voru í yrjóttum fötum. Var efnið ekki ósvipað sumum verksmiðjudúkum nú og þótti þá reglulega fínt. — En hvað getið þið sagt mér frá undirbúningi fermingarinnar? Halla leit til Stefáns eins og hún afsalaði honum réttinum til þess að svara þeirri spurningu. Og hann sagði: — Við vorum ekki jafn vel undir- búin og börn eru nú. Ekki nutum við skólavistar, því að enginn barna -skóli var til í þeim sveitum. For- eldrar eða ömmur og afar kenndu okkur að stauta og draga til stafs. Svo var farið að troða í okkur bæn- um og versum, sem við skyldum lesa kvölds og morgna. Næst kom kverið. Ég var á 9. árinu þegar ég byrjaði að læra það. Þetta var kver Helga Halfdanarsonar, og mér þótti það langt, enda var aðbúnaðurinn til lærdóms ólíkur því sem nú er. Ég man sérstaklega eftir frosta- vetrinum mikla 1881—82. Þá var svo kalt í baðstofunni, að vinnu- konurnar sátu með griplur á hönd- um við spunann. Ef menn kannast nú ekki við griplur, þá voru það nokkurs konar fingravettlingar, þar sem gómarnir stóðu berir fram úr hverjum þumli, og með þetta á höndunum spunnu stúlkurnar þótt frost væri inni. Til dæmis um kuld- ann er það, að einu sinni setti mamma mjólkurpela vöggubarns- ins á borðið í baðstofunni og þar stóð hann nokkra hríð. En er hún ætlaði að grípa til hans, þá lá flask- an í smámolum á borðinu, en þar stóð gaddfreðinn mjólkurströng- ull. Það var því ekki líft fyrir okk- ur börnin að læra kverið inni í bað- stofu, og flest munum við hafa flú- ið í fjósin, því að þar var þó ofur- lítill ylur af kúnum. Þannig var það fleiri vetur að við lærðum hjá kúnum og höfðum þar grútartýru að lesa við. Heldurðu að börnum og fullorðnum þætti það uppbyggi- legt núna? Svo er bezt að ég segi þér ofur- litla sögu af mér sjálfum. Ég var sendur að Prestbakka á Síðu til þess að ganga til spurninga áður að fermingu kæmi. Þar var ég öll- um ókunnugur og feiminn, og máske hræddur við prestinn og mína eigin vankunnáttu. Það stóð því oft í mér þegar presturinn var að spyrja mig. En einu sinni var ég fljótur til svars. Prestur spurði: Ef guð er með oss, hver þá móti oss? Þetta fannst mér mjög auðveld spurning og ég svaraði hiklaust: Djöfullinn. Prestur varð dálítið glettnislegur á svipinn, og þá þótt- ist ég vita að ég hefði svarað skakkt. En nú, eftir 70 ára reynslu í þessum heimi, er ég viss um að ég hefi svarað rétt. Á.Ó. Alexandria hin forna í VESTURHLUTA landeyanna, sem Níl myndar, stofnaði Alexander mikli borg árið 332 f. Kr., kenndi hana við sig og lét heita Alexandríu. Borgin stendur á tanga nokkrum milli Mið- jarðarhafsins og vatns þess, sem nú er kallað Mariout. Alexandría blómgvaðist og varð brátt mikil verslunarborg. En hún varð einnig miðstöð menningar og lista og mátti því kallast höfuðborg hins gamla heims. Þar voru mörg musteri og söfn, þar á meðal mesta bókasafn heimsins á þeirri tíð. Þar voru 700.000 bindi bóka, en þetta mikla safn brendu Róm- verjar árið 48 f. Kr. í Alexandríu var einnig eitt af sjö furðuverkum fornald- arinnar, 400 feta hár viti. Um skeið var Alexandría miðstöð grískrar menningar og algrísk borg, enda þótt fjöldi Gyðinga hefði sezt þar að, því að þeir lögðu fljótt niður tungu sína og töluðu grísku, enda þótt þeir byggi í sérstökum borgarhverfum. Rétt hjá borginni er lítil ey, sem heitir Pharos. Þar bjuggu 72 Gyðingar, og þeir tóku sér fyrir hendur að þýða gamlatestamentið á grísku. Var sú þýð- ing notuð á fyrstu árum kristninnar og postularnir sjálfir notuðu hana á trúboðsferðum sínum. Brot af þessari þýðingu eru enn til í forngripasafni Frakka. Árið 641 lögðu Arabar borgina und- ir sig og síðan hefir hún ekki borið sitt barr, enda þótt hún hafi rétt nokkuð við á seinni árum, og eru íbúar hénn- ar nú taldir vera um hálf milljón. 0^t)®®®G^J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.