Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 259 Ora jin ha IL Nú flýgur andinn frjáls um geimifin víða og fagnar vorsins yl og geislum sólar, glitblæum faldar grundin, tún og hólar glaðkvikir hljómar þýtt að eyrum liða. Þótt deyi blóm í dimmu vetrar hríða og daprist von í næturhúmi löngu. — Þá sól á himni hækkar sína göngu hlýviðris straumar vetrar klakann þýða. Öræfadýrðin, á mig kalla fer yndis ég nýt í mjúkum faðmi þinum uni þar sæll við ævintýra fjöld. — Örþreyttar sálir endurnærast hér, aflétt er sorg og bjart í huga mínum, heiðskíra morgna, — hljóðlát sumarkvöld. EIRÍKUR EINARSSON. ert. Auðurinn getur gert menn að fíflum: „Margr verðr af aurum api“ (75. v.) Hið menningarlitla hátterni sumra nýríkra manna hef- ur höfundi Hávamála verið vel kunnugt um. Hins vegar er það fjarri honum, að telja fátæktina eitthvert sáluhjálparatriði. Hann tekur skýrt fram, hve æskilegt það sé að vera efnalega sjálfstæður. Hann lítur á auð sem tæki, en ekki sem markmið. Maður skyldi verja fé því, sem hann hefur aflað, sér til gagns og ánægju og til þess að gleðja vini sína. Auður, sem mað- ur lætur eftir sig og hann hefur ætlað ástvinum sínum, getur lent í höndum þeirra manna, sem hon- um er lítið um gefið: 40. v. Féar síns, er fengit hefr, skyli-t maðr þörf þola; oft sparir leiðum, þats hefr ljúfum hugat; margt gengr verr en varir. Sá vandi hvílir á mannvitinu að meta rétt manngildið, hið dýrasta í fari mannsins. Mannvitið dáemir um manninn eftir því, hvað hann er, en ekki eftir því, hvað hann á. Hin sígildu orð Hávamála lúta að þessu: 76. v. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. 77. v. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; ek veit einn, at aldri deyr: dómr um dauðan hvern. Guðm. Finnbogason segir svo um þetta í merkri grein í Skírni 1929, Lífsskoðun Hávamála og Aristó- teles: „Orðstírinn er afleiðing manngildisins og framhald þess. Með honum verður líf manns, þeg- ar hann sjálfur er liðinn, starfandi afl í lífi kynslóðanna, öld eftir öld.“ Siðfræði Hávamála styðst ekki við nein trúarbrögð né trú á annað líf, heldur einungis við gildi breytni vorrar fyrir sjálfa oss og aðra, sam- tíðarmenn og eftirkomendur. Höf- undur þeirra hefur þá trú, að manngildi hvers einstaklings lifi áfram í mannkyninu til eilífðar. Þessi skoðun er bæði fögur og há- leit. Hvöt til góðrar breytni þarf maðurinn því ekki að sækja til trú- arinnar á umbun eða refsingu í öðru lífi. Sú breytni, sem er í sam- ræmi við hið bezta í eðli voru, felur í sér sín eigin laun og næga hvatningu til góðra verka. Manngildið er kjarni mannlegr- ar tilveru. Það öðlast eilíft líf með áhrifum sínum á hina endalausu röð óborinna kynslóða. Menntaður nútíma frjálshyggjumaður mun færa fram svipuð rök fyrir lífs- skoðun sinni og hinn óþekkti höf- undur Hávamála, sem er efst í huga sjálfsgildi mannlegs lífs, hvort sem litið er á það frá sjónarmiði ein- staklingsins eða tegundarinnar. Ég fæ ekki betur séð en þessi kenning Hávamála sé einn hinn merkasti skerfur, sem norræn hugsun hefur fram á þennan dag lagt af mörkum til skilnings á gildi mannlegs lífs. Meira. Ung stúlka frá London fór fyrir skemmstu í heimsókn til móðursystur sinnar, sem á heima í Medicine Hat í Kanada. Þar sá hún í búðum forláta leirmuni, sem bæjarbúar voru mjög hreyknir af. Hún afréð að kaupa te- ketil til þess að færa ömmu sinni heima í Englandi. Hún varð að láta búa mjög vandlega um gripinn, svo að hann brotnaði ekki á hinni löngu leið til Englands, því að hún ætlaði að skreppa suður til Bandaríkjanna áður en hún færi héim. Eftir margar vikur kom hún svö heim og færði ömmu sinni þcnnan forláta minjagriþ um Kanada. En þegar farið var að skoða ketilinn, stóð á botninum með skírum stöfum: „Made in England“. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.