Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 8
. 260 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÍSLENZK ULL í LISTVEFNAÐ Júlíana Sveinsdóttir listmálari Júlíana Sveinsdóttir segir frá reynslu sinni ÚG VAR búin að vefa í mörg ár eins og aðrir vefa, aðallega með það fyrir augum að koma sem mestu í verk — til sölu, — til þess að geta fengið stund til að mála. Ég sat ávallt við vefstólinn. Frá upphafi hef ég skemmt mér mikið við þetta starf, má nærri segja, að það hafi verið eins og leikur. En samt kom að því, að breyting var nauðsynleg. Svo flutti ég heim til íslands ár- ið 1928, — hélt að hægara mundi að íá tíma til að mála, ef ég væri hér, en því miður varð raunin önnur, — og eftir tvö ár fór ég aftur út til Danmerkur. Ég þykist viss um, að skilyrði til þroska hafi verið önnur og betri þar úti heldur en ég býst við að orðið hefði hér. Skömmu eftir 1930 fór ég að læia að vefa listvefnað, „Gobehnvefn- að“. Komst ég þá í samband við konu, sem hafði ferðazt mikið og vissi mikið um þessa hluti. Hún var aftur á móti klaufi við hina verklegu hlíð, svo að við hjálpuð- um hvor annarri. Þá fór ég fyrst að gera uppdrætti og vefa teppi af ýmsum gerðum — og einnig að hta með jurtum og mosa — og síðan hefur þetta haldið áfram og haldið í mér lífinu. Þá fór ég líka að vefa dúka úr íslenzku ullarbandi. Ég hafði séð efni eftir franskan vefara, sem er mjög kunnur og heitir Rod- ier, og þá datt mér í hug að fara að nota íslenzka bandið. En þar var margt að glíma við. Ég óf nokkrar gerðir, sem líktust efnum Rodier, en þau voru of gisin — þæíingin og ýfingin voru of erfið- ar — en allt veltur á því hvernig farið er með voðina, eftir að búið er að vefa. Ég hef á undanförnum árum gert margar tilraunir með nýar uppsetningar í vefstólinn og ýmis konar band. Af þæfa og ýfa mátulega er undirstaða þess, að gæði íslenzku ullarinnar njóti sín íullkomlega. Frá byrjun var það gamall Jóti, sem sá um þæfinguna fyrir mig og gerði það ætíð vel. Samvinnan við þennan mann gaf mér skilning á hinum góðu eiginleikum íslenzku ullarinnar, og þrátt fyrir margar misheppnaðar tilraunir síðar meir hélt ég áfram í trúnni á þessa eig- inleika. Fyrst var mér ekki alveg Ijóst, hve nauðsynlegt það var að nota

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.