Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 293 Ostur er alheimsfæða KAÐ mun vera ákaflega langt síðan að menn komust upp á að gera osta og þótti það dýrindis matur. Kunnugt er, að Egyptar hinir fornu gerðu osta úr sauða- mjólk, og einn af fornaldar rithöf- undum Grikkja getur þess að þeir geri osta úr kaplamjólk og geita- mjólk. Þó halda sumir fræðimenn að það hafi verið farandþjóðir í Asíu er fyrstar fundu upp á því að gera osta og hafi gert þá úr úlfalda- mjólk. Er sá ostur nefndur „krutt". Ýmsar hirðingjaþjóðir gera slíkan ost enn í dag. Er osturinn hnoðaður í smákúlur, sem síðan eru þurrk- aðar og hertar við sólarhita. Lapp- ar kunna að gera ágætan ost úr hreindýramjólk. Annars var sauða- mjólk og geitamjólk mest notuð til ostagerðar áðiír fyr. En nú er kúa- mjólk langsamlega mest notuð til ostagerðar. Ótrúleg f jölbreytni er í ostagerð. Er talið að um 400 gerðir af ostum sé á markaðinum. Menn gæti því etið ost á hverjum einasta degi ársins og alltaf skift um daglega án þess að eta neina tegund oftar en einu sinni á ári. Það er því ekki hætta á að menn verði leiðir á osti, enda þótt þeir snæði hann á hverjum einasta degi, því að ostategundirnar eru eigi aðeins ólíkar að ytra útliti, heldur einnig um bragð og þéttleika. Menn geta valið allt á milli osts sem er svo mjúkur, að menn verða að borða hann með skeið (eins og er um vacharin-ostinn, sem gerður er í Sviss ogáFrakklandi) og osts, sem er harður sem steinn, svo að mola verður hann niður (svo.sem er um parmesan-*>stinn, sem búinn er til í ítalíu og er smámulinn niður í súpur og makkaróni). STÆRSTU OSTARNIR Ostar eru gerðir í mjög mismun- andi stærðum, og svo stórir ostar hafa verið gerðir, að lygilegt má heita. Þegar heimssýningin mikla var haldin í Chicago 1892, sendu ostaframleiðendur í Ontario í Kan- ada þangað svo stóran ost, að allir undruðust er hann sáu. Þessi ost- ur vóg hvorki meira né minna en 11 smálestir og í hann höfðu farið 207.000 pund af kúamjólk, eða sem samsvarar nyt úr 10.000 kúm. Það þurfti að búa til sérstakt mót úr þunmlungsþykku stáli til þess að gera ostinn í. Mót þetta var 28 fet í þvermál og sex feta djúpt en 200 smálesta þunga þurfti til þess að fergja ostinn. Þessi mikli matarhleifur fékk fyrstu verðlaun á sýningunni og hans var getið með stórum fyrirsögnum í blöðun- um. Hann vakti og á sér athygli að öðru leyti, því að gólfið í saln- um, þar sem hann var til sýnis, reyndist ekki nógu traust til þess að bera þennan mikla þunga. Það brotnaði undan honum og talsverð- ar skemmdir urðu á húsinu. Ostur þessi var seldur til Eng- lands. Nítján árum seinna sendu Bretar Kanadamönnum væna sneið af honum. Og þó hann væri orðinn svona gamall, var þetta enn bezti matur. MISMUNANDI TEGUNDIR Sinn er siðurinn í hverju landi, segir máltækið, en alveg eins mætti segja: sinn er osturinn í hverju landi. Menn hafa fundið upp hin margbreyttustu ráð til þess að breyta allavega útliti og bragði ostanna. Og það er eins og sam- keppni á þessu sviði, að ekkert land vilji búa til nákvæmlega sömu osta og annað land. Menn bæta því ýmsum efnum í ostana til þess að breyta bragði þeirra. Og hvort sem þið trúið því eða ekki, þá láta menn í osta viðar- kolamjöl, kanel, hnetur, vín, egg, kartöflur og jafnvel, myglaða brauðmylsnu. Hin myglaða brauðmylsna er ekki úr venjulegu brauði sem leg- ið hefir svo Iengi uppi á hillu að það er orðið grænt af myglu. Nei, hér er notuð sérstök brauðtegund, sem búin er til úr hveiti, bygg- mjölsgraut, sem nokkru af ediki er blandað í. Brauðið er síðan bakað og látið standa á rökum stað allt að sex vikum. Þá er það orðið hæfi- lega myglað og er nú mulið niður mjög smátt og blandað saman við ostinn. Sá ostur verður að vera úr sauðamjólk. Þetta er kallaður gráðaostur (Rochefort), og þar sem hann er aðallega framleiddur, svo sem í Frakklandi og Korsíku, er hann geymdur í fimm mánuði í þurrum og köldum hellum. Þá fyrst er hann orðinn markaðs- vara. Mjög er það mismunandi hvern- ig irenn geyma ostana og hve lengi. í Frakklandi eru þeir venju- lega geymdir í heyi. Sums staðar eru beir geymdir í sóti eða ösku. Sagt er að ostarnir gerjist mjög vel við slíka geymslu, verði bragð- betri og fái jafnvel fallegri lit. Aftur á móti er hinn drifhvítí rjómaostur ekki geymdur neitt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.