Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 297 sagði þá samgöngumálaráðherr- ann, Alan Lennox Boyd, að nú kölluðu að svo mörg og veigamikil samgöngumál í Bretlandi, að þessi Ermarsundsgöng mætti bíða fyrst um sinn. Nú er því þó ekki lengur til að dreifa að Bretar óttist að erlendur her geri innrás um þessi göng. Mál- ið horfir nú allt öðru vísi við. Á stríðsárunum 1914—18 og 1939—45 fengu Bretar sig fullkeypta á því að koma herþði yfir sundið sjó- leiðis. Heyrðust þá oft raddir um, að gott hefði verið að hafa jarð- göng undir Ermasund og geta flutt he-rlið og hergögn hættulaust milli landanna. En sé nú litið á jarð- gðngin frá hernaðarlegu sjónarmiði þá er Bretum það lífsnauðsyn að hafa þau, því að svo hættulegt sem það var að koma herliði og her- gÖgnum yfir sundið í fvrri styrj- öldum, þá mundi það verða hér um bil frágangssök í þriðju styrjöld- inni. - En auk þess mundu Bretar hafa margskonar hagnað af göngunum á friðartímum. Þeim mundi þá veitast miklu auðveldar en nú að koma útflutningsvörum sínum til meginlandsins. Auk þess mundi ferðamannastraumur til Bretlands aukast gífurlega mikið, þegar menn gæti farið á bílum frá stórborgum meginlandsins rakleitt yfir til Eng- lands. Þess vegna er nú nýr skriður kominn á þetta mál. Frakkar og Bretar hafa þegar tekið upp sam- vinnu um að hrinda því í fram- kvæmd. Um tvo staði er að velja fyrir göngin, annað hvort á milli Dover og Sandgatte, þar sem fyrri göngin áttu að vera, eða milli Folk- stone og Cap Griz Nez. Sundið er álíka breitt á báðum stöðum, rúm- lega 35 km., en göngin verða að vera talsvert lengri og ná nokkuð inn í löndin beggja megin við sundið. Kostnaður er áætlaður í EYÐIMÖRKINNI MIKLU SAHARA J|ESTA eyðimörk heimsins, Sahara, nær vfir breitt belti af Afríku, austan frá Níl og vestur að Atlantshafi. Margir hugsa sér þetta mikla landflæmi sem eina ómæl- anlega sandsléttu, en svo er ekki. Þar er landslag mjög breytilegt, og í Sahara eyðimörkinni búa milljónir manna. En byggðin er dreifð, því að langt er á milli vatns-. bóla, og menn geta ekki hafst við annars staðar en þar sem vatn er. Víða eru þó vötn og tjarnir og eru" það oftast leifar af ám, sem áður. hafa runnið þarna, en eru nú komn- ar á kaf í sand. Vatnið seitlar í gegn um sandinn og kemur fram á yfirborði þar sem lægðir eru. Sums staðar má enn sjá hvar ár- farvegirnir hafa verið, því að þá . má rekja eftir vinjunum, og í þess- um árfarvegum má víða ná í vatn án þess að þurfa að grafa mjög djúpt. Allur vesturhluti Sahara er á valdi Frakka og nú er farið á bíl- um þar sem úlfaldalestir fóru áð- ur. Margar leiðir liggja þarna yfir eyðimörkina, en þær eru afar krókóttar, því að þræða verður vinjarnar. Sums staðar eru þarna allmiklar borgir inni í eyðimörk- inni og hafa þó verið fleiri áður, eitthvað á milli 45 og 86 milljóna. sterlingspunda. Er gert ráð fyrir að í göngunum verði tvær sam- hliða járnbrautir og verði ein- stefnuakstur á hvorri. En svo verð- ur loft í göngunum og á efri hæð- inni á að vera tvöföld bílabraut, eins og sjá má á myndinni, sem hér fylgir. því að sandurinn leitar altaf á, og ýmsar vinjar hafa farið í eyði af þeim sökum. Á öðrum stöðum hafa menn aftur á móti náð í vatn og þar hafa risið upp nýar vinjaf. Enskur ferðamaður, sem Bryan Stuart heitir, ferðaðist nýlega yfir þvera eyðimörkina, og til þess að gefa ofurlítinn svip af þeim and- stæðum, sem þarna er að finna, skulu teknir hér upp tveir stuttir kaflar úr ferðasögu hans. DAUÐADÆMD BORG Borgin In-Salah í miðri eyði- mörkinni, er talin einhver heitasti staður og ömurlegasti, sem byggð- ur er. Og af eigin reynslu er eg sannfærður um að svo er. Senni- lega álíta Frakkar að það svari

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.