Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 4
520 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS arssyni í Görðum, er þá var ný- kominn út á Evrarbakka, að hann helgaði Örn. „Þormóður skaut þá skot svo langt af handboga, að fall Arnar varð í örskotshelgi hans“. Má á þessu sjá, að Þormóður hefur verið íþróttamaður og nafnkunnur bogmaður. Synir Þjóstars hafa því þegar gert garðinn frægan, þótt ekki fari af þeim neinar sögur. Og allt írá þeim tíma hafa Garðar ver- ið merkur staður. Kirkja hefur sennilega verið reist þar skömmu eftir kristnitöku. Var hún helguð Pétri postula og er til skrá um presta þar síðan 1284. Þar var í gamla kirkjugarð- inum svonefndur „vökumaður“. Var það trú hér á landi um eitt skeið, að sá, sem fvrstur væri graf- inn í kirkjugarði, rotnaði ekki, heldur heldi stöðugt vörð um garð- inn. Segir sagan, að eitt sinn er verið var að taka gröf í útnorður- horni kirkjugarðsins „áður en hann væri færður inn“, þá var komið niður á rauðklæddan mann, órot- inn, og skipaði prestur að bvrgja gröfina þegar. Þetta hefur átt að vera einhver fornmaður í litklæð- um, og hann vakir enn yfir kirkj- unni, sem nú er líka utangarðs. Torfkirkja var í Görðum öld fram af öld. En um miðja fyrri öld er komin þar timburkirkja. Hún entist illa og var orðin óhæf til messugerðar 1878. Þá var Þórarinn Böðvarsson prestur að Görðum. Hann vildi að söfnuðurinn tæki að sér kirkjuna og flytti hana til Hafnarfjarðar, en þar var þá meg- inhluti safnaðarins. Sóknarnefndin mun ekki hafa trevst sér til þessa, og varð það því úr, að ný kirkja var reist að Görðum og var hún hlaðin úr steini. Þvkir mér líklegt að notað hafi verið kalk úr Esjunni til þess að líma griótið saman. Var kalkbrennslan í Reykjavík þá í fullum gangi, og þeir munu hafa verið vel kunnugir Egill Egilsen forstjóri kalkbrennslunnar og séra Þórarinn Böðvarsson. Kirkja þessi var reist árið 1879. Þótti hún merkilegt hús. Þegar kom fram yfir aldamótin var farið að tala um það í fullri alvöru að reisa nýa kirkju í Hafn- arfirði, og var séra Jens Pálsson því mjög fvlgjandi. Hann átti þá 2500 kr hjá kirkjunni, en bauðst til þess að láta þá skuld falla niður, ef söfnuðurinn vildi taka kirkjuna að sér og reisa nýtt guðshús í Hafnarfirði. Varð það svo úr, að með samningi gerðum 6. marz 1910, afhenti hann sóknarnefnd Garða- kirkju til umsjónar og fjárhalds, og með þessum samningi gaf hann eftir skuld kirkjunnar við sig. Eigi varð þó úr því þá þegar að farið væri að reisa kirkju í Hafn- arfirði. En það sem reið bagga- muninn í því efni var stofnun frí- kirkiusafnaðar í Hafnarfirði vet- urinn 1913, og að hafin var bygg- ing fríkirkju bar þegar á sama ári. Þá vildi þjóðkirkjusöfnuðurinn ekki láta sitt eftir liggja og reisti þar kirkju árið eftir. Var þá ákveð- ið að leggja Garðakirkju niður og flytja gripi hennar í nýu kirkjuna. Þykir rétt að birta hér skrá yfir þá gripi, er Hafnarfjarðarkirkja fekk hjá Garðakirkju: Altaristafla (olíumálverk af upp- risu Krists), harmoníum, skírnar- fontur úr nýsilfri á tréfæti, tvö sálmanúmerasojöld með tölum, 16 kerta ljósahjálmur úr látúni, 8 kerta ljósahjálmur kominn frá dómkirkjunni í Reykjavík, 6 kerta liósahjálmur, 4 kerta glertalna- hjálmur, tvær þríarmaðar ljóslilj- ur úr látúni, 9 þríarmaðar ljósa- liljur frá dómkirkjunni í Reykja- vík, þrennir altarisstjakar og fylgdu þeim tvö kertahvlki úr pjátri, kirkjukaleikur úr silfri með patínu úr sama efni, oblátudósir úr nýsilfri, lítill þjónustukaleikur úr nýsilfri með tréhylki, lítill gam- all þjónustukaleikur úr tini o. fl. Auk þessa voru öll altarisklæði, gömul og ný, og ennfremur graftól. Inni í kirkjunni að Görðum voru 8 minningarspjöld á veggjum. Þau voru ekki flutt til Hafnarfjarðar, heldur í Þjóðminjasafnið og eru nú geymd þar. (Á safninu er einnig fjöldi gripa frá Garðakirkju). Seinasta guðsþjónusta var hald- in í Garðakirkju 23. sunnudag eftir trmitatis 1914 (15. nóvember), en Pftfilkirkjuna nýu í Hafnarfirði vígðí Þórhallur Bjarnarson biskup 20. desember sama ár. Kom nú til orða að selja Garða- kirkju til þess að afla fjár vegna kirkjubyggingarinnar, en það fórst þó fyrir. Stóð nú Garðakirkja auð og hrörnaði óðum, svo að blöskraði öllum þeim, sem báru hlýan hug til hennar. Og árið 1916 bundust 10 menn samtökum um að biarga kirkjunni. Það voru þeir: Ágúst Flvgenring kaupmaður, Carl Proppé kaupmaður, Chr. Zimsen umboðsmaður, Einar Þorgilsson kaupmaður, Gunnar Egilsson skipa -miðlari, Jes Zimsen kaupmaður, Jón Einarsson verkstjóri, dr. Jón Þorkelsson, Sigurgeir Gíslason verkstjóri og Þórarinn Egilsson útgerðarmáður. Eru þeir nú allir látnir, nema inn síðast nefndi. Einhver viðgerð fór nú fram á gömlu kirkjunni, en dugði lítt. Tímans tönn gnagaði viði kirkj- unnar jafnt og þétt, þótt lítið bæri á. Seinast var svo komið, að menn óttuðust að turninn mundi hrynja. Þá var hann rifinn, þakið tekið af og allt rifið úr kirkjunni innan veggja. Síðan hefur steintóttin staðið þarna gnapandi um langa hríð, en hún hefur látið furðu lítið á sjá. Vindar hafa gnauðað á henni, regnið hefur lamið hana, frost og snjór hafa kreist hana köldum greipum, en hún stóðst allt þetta. Má á því sjá hve vel hef- ur verið gengið frá veggjunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.