Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 525 r ' Þrjár mismunandi myndir af Marz. Myndin lengst til vinstri var tekin við rauða birtu, svo að sér í gegnum blámóð- una á stóra dökkva bletti, sem menn halda að sé gróðurlendur, en ljósu svæðin eru gul eyðimörk. Miðmyndin er tek- in við blátt Ijós og þar kemur ágætlega fram jökulhettan, sem er á suðurskautinu. Á þessari mynd virðist skýja- hjúpur vera um miðbik stjörnunnar, en byrjað er að skyggja vinstra megin. Myndin lengst til hægri er tekin við gult ljós og koma þar fram þokumekkir. að flatarmáli, eða aðeins minni heldur en Texas-ríki. Er þetta sú mesta breyting, sem menn hafa orðið varir við á Marz, síðan upp- dráttur var fyrst gerður af honum fyrir 125 árum. Ekki var þessi blettur allur jafn- litur, fremur en aðrir blettir á Marz. Yirtist hann með röndum og brotum, sem geta stafað af lands- lagi, en mjög er erfitt að átta sig á, því að þessar línur líktust mest blýantstryki, sem maður hefur reynt að núa af með fingrinum. Ég býst við að hér sé um að ræða þá „skurði“, sem áður var talað um, en get þó ekki fullyrt neitt um það. Þetta er mjög merkileg uppgötv- un, því að hún sýnir, að ekki er jafnt og stöðugt hlutfall milli dökkvu blettanna á Marz og sand- auðnanna þar. Þykir nú sennileg- ast að þessir dökkvu blettir, sem koma og hverfa, sé einhvers konar gróður, sem þýtur skyndilega upp úr sandinum. Liturinn á þessu breytist líka á haustin, eins og á gróðri jarðar, fölnar, verður brúnn og jafnvel rauður. Líffræðingar halda að þessum gróðri á Marz muni svipa eitthvað til skófanna hér á jörðu, en þær geta vaxið alls staðar, jafnvel á hæstu fjallatind- um. En til þess að rannsaka þetta betur, verður nú að gera tilraunir með ræktun skófa við sem líkust skilyrði jarðvegar og hita og eru á Marz. Þessir grænu blettir sýna, að Marz er enn eigi dauður hnöttur. Af þeim má ráða að þar þróast líf, með einhverjum hætti. Ef svo væri ekki, mundu vindar hafa borið sandinn út um allt og gert allt yfir- borð hnattarins samlitt. Það verður nú fróðlegt að sjá hvernig þessum blettum verður háttað þegar Marz verður næst jörðu, aðeins í 35.300.000 mílna fjarlægð, en það verður árið 1956. ★ ★ 'k AÐFARANÓTT 2. júlí 1954 var Marz næst jörðu að þessu sinni. Síðan fór hann að fjarlægjast, en vér heldum samt áfram rannsókn- um vorum þangað til í september. En þá sýndist hnötturinn svo lítill sökum fjarlægðar, að vér urðum að hætta. Höfðum vér þá alls tekið 20.000 myndir af honum, og þær hafa heppnazt svo vel, að jafnvel með skjótri athugun hafa þær auk- ið mjög þekkingu vora á þessum nágranna. Vér notuðum mismunandi .lita framkallara, eins og ljósmynda- smiðir gera þegar þeir vilja ná fram sérstökum einkennum á lands -lagsmyndum. Úr bláa litnum feng- um vér mynd, er sýndi alveg nýtt fyrirbæri. Það voru hringar um- hverfis stjörnuna, svipaðir þeim, sem eru umhverfis Júpíter og Sat- úrnus, en miklu daufari. Yirtust þeir vera samhliða miðbaug Marz. Myndir úr bláu baði sýndu einnig ský eða þoku, sem ýmist hvarf eða kom fram aftur. Á þeim mátti einnig líta bláhvít ský við norður- pól Marz þegar haustaði, og hurfu þau ýmist eða birtust aftur. Virð- ist helzt sem hér muni vera um ískrystalla að ræða, svipaða og í „cirrus“-skýum þeim, sem oft sjást hátt á lofti hér á jörð. Má vera að þessi ský falli til jarðar við heim- skautin á Marz sem hrím. Á öðrum breiddargráðum Marz sáum vér Ijómandi hvítblá ský á sveimi í maí og júní. Þau voru svo breytileg, að svipur stjörnunnar breyttist frá nótt til nætur. Á myndum, sem látnar voru í gult bað, komu fram stór gul ský,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.