Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 6
P 522 £ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS LÍFEFNI j ÖLLUM hlutum líkamans er efni, sem nefnist lífefni (pro- tein). En því er nokkuð ójafnt skift. í blóði og vöðvum er % hlut- inn lífefni, í heilanum er 1/12 hlut- inn lífefni og í tannglerungnum er tæplega 1/100 hlutinn lífefni. Þannig má segja að enginn hlutur líkamans sé án lífefnis. Þetta á ekki aðeins við um mannlegan líkama, heldur einnig líkama annara dýra og plönturnar. Þar sem ekki er lífefni, þar er ekkert líf. Þótt vér tökum inar minnstu og lítilfjörlegustu lífver- ur, svo sem gerlana, þá finnum vér lífefni í þeim, Og jafnvel þótt lengra sé farið og tekið það, sem vér getujji kallað inar allra frum- stæðustu lífeindir, vírusana, þá finnum vér lífefni í þeim. Vírusar eru svo smáir, að gerlar eru eins og risar í samanburði við þá. Sumir eru svo smáir að milljón þeirra kæmist fyrir í einni röð á þumlungi. Þeir eru svo smáir að þeir hafa varla nokkurn annan lífseiginleika en þann að auka kyn sitt. Það gera þeir í frumum ann- ara líftegunda og valda oft sjúk- dómum með því. Mislingar, löm- unarveiki og kvef eru meðal þeirra sjúkdóma, er vírusar valda. Minnstu vírusar virðast aðeins gerðir af efnum, sem eru lífinu al- gjörlega nauðsynleg. því að annað kemst ekki fyrir í þeim. Þeir eru eingöngu samsettir af sérstöku margbrotnu lífefni, sem nefnist kj arna-lífefni (nucleo-protein). Hér virðist því vera um hreint líf- efni að ræða, án sambands við neitt annað, og það er „protein". Nú eru um 120 ár síðan lífefni var fyrst einangrað, og vísinda- í FYRRA kom út í Bandaríkjunum bók, sem nefnist „The Chemicals of Life“ og er eftir Isaac Asimov pró- fessor í líffefnafræði við læknadeild háskólans í Boston. Þessi grein er útdráttur úr fyrsta. kafla bókar- innar. menn skildu þegar, að hér var um mjög merkilegan fund að ræða. Nafn þess bendir og til þess. Það var hollenzkur lífeðlisfræðingur, Mulder að nafni, sem skírði það 1838 og kallaði protein. Dró hann nafnið af grísku orði, sem þýðir „fyrst í röðinni“. Og áreiðanlega er protein fyrst í röðinni, þar sem um líf er að ræða. Úr hverju er þetta lífefni? Það er úr frumeindum eins og allt ann- að, jafnvel klettarnir og stjörnurn- ar. En frumeindir eru margskon- ar, og efnafræðingar hafa gefið þeim mismunandi nöfn, og hvert efni er nefnt frumefni. Menn þekkja nú 100 mismunandi frum- efni. Sum þeirra, eins og t. d. gull, silfur, járn og kopar þekkja allir, en sum þeirra eru svo fágæt, að allur þorri manna hefir aldrei hevrt þeirra getið. Frumeind fer sjaldan ein sér. Það virðist sem mismunandi frum- eindir kjósi að sameinast. Það sam- safn nefnist sameind (molekule). En hvað er það, sem gerir líf- efnið svo frábreytt öðrum efnum? Fyrst og fremst er þá að nefna, að sameind þess er mjög stór. Og til þess að menn skilji hvað átt er við með þessu, þá er rétt að athuga þyngd ýmissa frumeinda og sam- einda. Allar frumeindir eru mjög smá- ar. Það þarf milljónir milljóna af þeim til þess að mynda eitt lítið rvkkorn. Þess vegna er það furðu- legt að mönnum skuli hafa tekizt að vega frumeindirnar. Vetnisfrumeindin er hin léttasta af öllum, og þess vegna er venja að kalla þunga hennar 1, til hægð- arauka, Eða svo vísindalegar sé að orði komizt, þá er talan 1 látin tákna þunga vetnisfrumeindar. Kolafrumeindin er 12 sinnum þyngri, og þungi hennar er því táknaður með tölunni 12. Á sama hátt segjum vér að þungi köfnun- arefnisfrumeindar sé 14, súrefnis 16 og brennisteins 32. Til þess nú að vita hvað ein sam- eind muni vega, þurfa menn ekki annað en leggja saman þunga frumefnanna, sem í henni eru. Til dæmis má taka, að í vetnissameind eru tvær vetnisfrumeindir, og hvor þeirra hefir þungann 1. Þungi sameindarinnar er því 2. Köfnun- arefnissameind er gerð af tveimur köfnunarefnis frumeindum, er hvor hefir þungan 14, og súrefnis sam- eind er úr tveimur súrefnis frum- eindum, sem hafa þungann 16. Þungi köfnunarefnis sameindar er því 28, en þungi súrefnis frum- eindar 32. Sama gildir einnig þegar um fleiri tegundir frumeinda er að ræða í einhverri sameind. Vetnis- sameind, sem í eru ein súrefnis frumeind og tvær vetnis frum- eindir, hefir þungann 16-fl+l eða 18. Vetnissameind er mjög lítil. En í þeirri sameind er kallast sykur, eru 12 kolefnis frumeindir, 22 vetn- is frumeindir og 11 súrefnis frum- eindir. Þungi kolefnis frumeind- anna er samtals 144, vetnis frum- eindanna 22 og súrefnis frumeind- anna 176. Ef vér leggjum þetta saman þá er þungi sykur sameind- arinnar 342. Á þessu munar nú all- miklu og á þunga vetnis sameind-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.