Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 13
'k LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 529 Ég greini hana ennþá svo glöggt í anda, að genginni margra ára tíð, gráhærða, lágvaxna, gamla konu, sem götuna tifaði í sól og hríð. Þá lokið var dagsins ys og önnum og aðrir til hvíldar settust inn, í búðir og skrifstofur för hún flýtti, með fötu við hönd og burstann sinn. Því hennar starf var það hverju kvöldi, þó hönd væri lúin og bak ei rétt, hvert óhreinku spor, eftir annarra fætur að afmá og hreinsa um gólf og stétt. ■ • *■.> f- En lágt var strit hennar launum metið og litil virðing á fjöldans bekk. Við örbirgð lífsins og ömurleika, til enda dagsins hvert fet hún gekk. Hún hlaut þau sannindi sár að reyna, er síung geymast með hverri þjóð, að þeim, sem lífinu fegrun færa, oft fylgir heimur á þyrnislóð. KNÚTUR ÞORSTEINSSON frá Úlfsstöðum. síns liðs fyrir tveimur dögum. Öll- um er forvitni á að sjá þessa ungu ofurhuga, og þeir koma inn til okkar ófeimnir og skítugir. Annar þeirra hefur gengið niður úr skón- um sínum, svo að skín í berar, óhreinar tærnar. Þeir eru báðir klæddir herfilegustu lörfum, en þeir eru hreiknir og vonglaðir, og eru sér þess alls ekki meðvitandi, að þeir hafa skapað erfitt vanda- mál. Það kemur nefnilega upp úr kafinu, að þeir hafa laumazt burt án vitundar foreldra sinna — og þeir eru auðvitað ófullveðja. „Hvers vegna hlupuzt þið á brott?“ Hinn eldri hefur orð fyrir þeim: „Bróðir minn var farinn á und- an, og mig langaði að fara til hans. Hann er sextán ára og var alltaf góður við mig. Og svo fengum við lítið að borða og urðum að vinna mikið. Heima voru allir hræddir, þorðu ekkert að segja. Lögreglan kom oft að spyrja um bróður minn, og stundum var pabbi tekinn til yfirheyrslu. Þá var mamma ofsa- hrædd. Það var eins og það væri ekki hægt að anda lengur. Félagi minn vildi strax fara með, þegar ég sagðist ætla að strjúka. Hann býr í sama þorpi og ég, og pabbi hans var skotinn. Og svo fórum við eina nóttina, þegar allir voru sofnaðir". „Og hvað ætlið þið að gera hér?“ „Við ætlum að finna bróður minn, og svo getum við farið til Ástralíu eða Ameríku. Þar er nóg að borða, og enginn er hræddur við lögregluna". „Og hvað um foreldra þína?“ „Þeir koma kannske seinna“. Það kemur hik á drenginn, eins og hann sé fyrst að gera sér þess grein nú, að hann á e. t. v. aldrei eftir að sjá foreldra sína aftur. „Langar þig ekki til að sjá pabba og mömmu, áður en þau deya?“ Eftir stundarkorn virðist hann taka ákvörðun. „Jú, en það er betra að vera héma hjá bróður mínum. Hann getur hjálpað okkur. Við verðum sendir í þrælabúðir eða fangelsi, ef við förum heim aft- ur.“ Það tekur ráðamenn flótta- mannabúðanna langan tíma að gera út um þetta mál, því hér verður að taka tillit til margs. Ef drengirnir verða sendir heim, kann þeim að verða hegnt grimmilega. Hins vegar kann ættfólk þeirra að líða fyrir flótta þeirra. Lagalega hafa þeir ekki rétt til að dveljast í búðunum, nema bróðirinn taki á sig alla ábyrgð, og hann er aðeins sextán ára. Eftir langar umræður og mikil heilabrot verður það úr, að ekki sé hægt að senda drengina heim eins og stendur, en hins vegar verða þeir undir strangri gæzlu, þar til þeir verða lögráða. Og snú- ist þeim hugur á þeim tíma, verða þeir sendir heim. Þeir eiga því fyr- ir höndum langa vist í flótta- mannabúðunum, en þeir geta þó lifað í voninni, ef þeir eru svo lánssamir að hafa aldrei verið haldnir neinum alvarlegum sjúk- dómum. Komi það hins vegar á daginn, að þeir hafi haft einhvern illkynjaðan sjúkdóm, t. d. berkla, eru þeir í sama báti og gamli mað- urinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.