Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 14
r LESB'ÖK MORGUNBLAÐSINS 1 Jökulsarhlaup r VanaamSl pessa f61Es era mý- r m5rg. Einn af karlmönnum búð- ' anna hefur t d. átt vingott við r stúlku nokkra með þeim afleið- f ingum, að hún er barnshafandi. Þau vilja bæði giftast, en það f kemur á daginn, að maðurinn er þegar kvæntur, og kona hans í Búlgaríu. Honum er með öllu ó- kleift að fá skilnað við hana, einy 1 og málum er háttað, og getur hann því ekki undir neinum kringum- stæðum gengið að eiga hina ungu barnsmóður. Það eru ekki til nein lög, sem hjálpi þessu gæfusnauða fólki eða verndi það. Þau verða að hfa ógift með óskilgetið barn og geta ekki einu sinni flutt sarnan, svo strangt er almenningsálitið og kirkjan austur þar. P — o— Ég hef hér að framan dregið upp þrjár lauslegar svipmyndir úr lífi flóttamannanna, sem ég vann á meðal fyrir þremur árum. Þær gefa nokkra hugmynd um ástand fólksins, sem flúið hefur ógnar- hönd kommúnismans án þess að f eiga þess kost að hefja nýtt líf. 1 Þeir eru margir þessir vonlausu einstaklingar í flóttamannabúðum f Evrópu, og þeir eru hrópandi á- f minning til allra frjálsra manna ' um gildi þess frelsis, sem við telj- um meðal hinna sjálfsögðu hluta daglegs lífs. Fyrir sumum er það fjarlægur, og kannski fjarstæður, draumur. Fyrir flóttamennina er það dýrkeyptur fjársjóður, því sumir þeirra afsala sér öllu nema 1 lífinu til að hreppa þó ekki sé nema hálft frelsi. Saga margra þessara manna er lygilegri en reifarar. En hún er engin nýlunda í lífi mannkynsins. Misrétti, morð, svik og þjáningar hafa fylgt því frá vöggu fram á 1 þennan dag, frá Kain til Hitlers og Stalins. Nú á dögum eru hörm- ungar oft réttlættar með þeirri AÞESSU ári eru liðin rétt 300 ár síðan fyrsta hlaup varð í Jökulsá á Fjöllum, það er sögur geta um. Frá- sögn um það er að finna í þremur heimildum, Seiluannál, Vallholtsannál og Árbókum Espólíns. Báðir annálamir eru ritaðir af mönnum, sem voru uppi, þegar flóð þetta kom, Halidóri Þorbergssyni lög- réttumanni á Seilu og séra Gunnlaugi Þorsteinssyni i Vallholti. Að vísu eiga þeir báðir heima vestur í Skaga- firði, en gátu haft nákvæmar spurnir af hlaupinu. Ber þeim þó ekki saman að öllu leyti. í Seiluannál segir: Jökulsá í Öxar- firði hljóp fram með ógnarlegum vatnsgangi, tók af alla sanda yfir undir Skinnastaði og upp undir Kelduhverfi, svo ernir, fálkar og hrafnar drápust allt í sínum hreiðrum; svo hátt gekk upp í gljúfrin. Prestur sá, er helt Skinnastað, missti 300 fjár. í Vallholtsannál segir: Það skeði fyrir jólaföstu, að Jökulsá í Öxarfirði stíflaðist upp í giljum öllum og gljúfr- um, og hljóp svo fram með flóði miklu í sjó. Gerði stórskaða á fé manna. Drápust ernir, fálkar og aðrir fuglar einföldu yfirlýsingu, að allar fram- farir kosti fórnir, öll umsköpun skapi misrétti í bili. Engu skal um það spáð, hve mikill sannleik- ur kann að felast í svo einföldum staðhæfingum. Það eitt er víst, að enn flýja öreigarnir löndin, sem stjórnað er af „öreigunum“ — enn kýs alþýðan fremur vonlaust líf flóttamannabúðanna en vesælt líf „alþýðulýðveldanna“. Þetta er hryggileg staðreynd og alvarleg á- minning um þau sígildu sannindi, að það er alltaf alþýðan, sem líður fyrir valdabrölt hinna pólitísku ævintýramanna, hvort sem fjaðrir þeirra eru rauðar eða brúnar eða enn öðru vísi á lit. Sig. A. Magnússon. fram í gljúfrunum, af því flóðið kom snögglega í ána. Esphólin segir aðeins: Vatnshlaup var þá ógurlegt í Jökulsá í Axarfirði, og missti Jón prestur á Skinnastöðum III hundruð fjár tólfræð (þ. e. 360 kindur). Hér virðist bera aðallega á milli á hvaða tíma árs hlaupið hefur komið. Halldór á Seilu virðist telja að það hafi komið að vorlagi, þar sem hann segir að fuglar hafi drukknað í hreiðr- um sínum, en séra Gunnlaugur segir að það hafi komið fyrra hluta vetrar og fuglar þó drepizt i björgunum vegna þess hve snögglega gljufrin fyllti. Séra Gunnlaugur segir lika að áin hafi stíflazt og hlaupið fram síð- an. En hún hefur ekki getað stíflazt af öðru en jakaburði, og gat það gerzt jafnt snemma vors (meðan hræfuglar lágu á eggjum) og fyrir jólaföstu, því að sjálfsagt hefur hlaup- ið stafað af eldgosi í Kverkfjöllum. En það gos gat hafa brotið jökulinn svo að áin hefði ekki haft við fyrst í stað að fleyta fram jöklabrotunum einkum vegna þess að hún hefur þá verið á ísi fram á öræfum. Ekki verður það heldur ráðið af fjár- tjóninu hvort hlaupið hefur komið snemma vors, eða snemma vetrar. Það mun hafa verið vani á þeim árum, að fé frá Skinnastöðum væri beitt niður í Sand, bæði haust og vor. Og þar sem ekki er getið um fjártjón hjá öðrum en prestinum, verður ekkert af því ráðið um tímann. En sjón er enn sögu ríkari um það, að einhvem tíma hefur komið svo mikið hlaup í Jökulsá, að hún hefur barmafyllt gljúfrin, því að lábarðir steinar uppi á björgunum bera vott um það. Stærð þeirra ber og vott um hvílíkar regin hamfarir hafi hér átt sér stað. Dr. Þorvaldur Thoroddseu efast ekki um að hlaup þetta hafi komið af elds- umbrotum í Kverkfjöllum, þar sem Jökulsá á upptök sín, en hann hefur ekki fundið frekari upplýsingar þar um. Presturinn á Skinnastað, sem hér er getið, var séra Jón Þorvaldsson Jóns- sonar. Hann fekk loforð fyrir presta- kallmu haustið 1607, en mun hafa jpótt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.