Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS yinniir52i -—■.............■'«?' Garöakirkja eins og hún er nú útlítandi. Eru þeir og anilldar vel hlaðnir, og skyldi steinninn hafa verið límd ur með kalki úr Esjunni, þá þarf engan að undra þótt kirkjurústin hafi staðið af sér öll veðraáhlaup um mörg ár, því að það kalk hefur reynzt óbilandi. Sama sumarið og Garðakirkja var reist, var reist steinhús í Reykjavík og límt með Esjukalki. Það stendur enn í Lækj- argötu og sér ekki nein ellimörk á því, enda þótt það sé 75 ára gamalt. Eins hefði kirkjan getað staðið enn hnarreist og tíguleg, ef henni hefði verið sómi sýndur. Þótt marga tæki það sárt hvernig fór um Garðakirkju, þá var eins og örlög hennar væri orpin þögn og hyldist í einhverri móðu. Það var engu líkara en að Hverfis- draugarnir sem séra Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum, setti niður í Stíflishólum á leiðinni milli Hafn- arfjarðar og Garða fyrir tvö hundruð árum, hefði losnað og villtu nú mönnum sýn hálfu meir en þeir höfðu áður gert. Það var eins og aðalsöfnuðurinn, sem nú átti heima í Hafnarfirði, gæti ekki séð út að Görðum. En öldruðu fólki úr Garðahverfinu, sem fór til kirkju inn í Hafnarfjörð, vöknaði jafnan um augu er það gekk fram hjá rústum Garðakirkju. rrá N Ú er niðurlægingar tímabil gömlu Garðakirkjunnar senn á enda. Hún verður bráðum færð í sinn fyrra búning. Árið 1853 var Kvenfélag Garða- hrepps stofnað, og á stofnfundi þess var þegar rætt um, að eitt af því sem félagið ætti að beitast fyr- ir, væri að reisa Garðakirkju úr rústum. Síðan hafa 60 samhuga konur unnið að þessu í kyrrþey. Og þar sem konurnar leggjast á sveif, á við gamla vísan: Fram skal ganga haukur núna hvort hann vill eður ei. Hér mun og svo fara. Það er eins og sérstök blessun hafi fylgt þessu máli. Fjöldi manna, sem ber hlýan hug til Garðakirkju, en hafði gleymt henni, hefur nú vaknað við, er konurnar voru komnar á stáð, og ýmist lagt fram fé, eða lofað fé til viðreisnar kirkjunni. Aðrir munu á eftir koma. Og sóknarnefndin hefur þegar af- hent félaginu kirkjurústina til eignar. Konurnar hafa fengið sér- fróða menn til þess að athuga veggina til þess að ganga úr skugga um, að þeir sé enn svo sterkir að forsvaranlegt sé að byggja ofan á þá. Og veggirnir hafa staðizt prófið. Verður nú brátt hafizt handa um að gera við veggina og koma þaki á kirkjuna. Er það ætlan Kven- félagsins að gera kirkjuna aftur sem allra líkasta því er hún var áð- ur, meðan hún var ein af snotrustu og merkilegustu kirkjum landsins. En þegar því er lokið er það ann- arra en Kvenfélagsins að ákveða hvort hún skuli gerð að sóknar- kirkju aftur. Margar minningar eru bundnar við Garða, og sú ekki sízt, að þar fæddist Jón biskup Vídalín árið 1666. Finnst mönnum ekki eðlilegt að kirkja ætti að vera einmitt á þeim stað, þar sem áhrifamesti kennimaður íslands fæddist? Garðakirkja var upphaflega helg -uð Pétri postula, þeim mikla kennimanni frumkristninnar. Nú þegar hún rís af grunni aftur, þá mætti hún vel heita Vídalínskirkja. Á. Ó. C_^Ð@®®CT^L> Tveir menn unnu í sömu skrifstofu í Whitehall í London, en svo var langt á milli þeirra, að þeir töluðust aldrei við. Annar þeirra fór alltaf á slaginu klukk- an 4, en hinn hafði aldrei lokið sínu verki fyr en klukkan 6—7. Honum þótti það undarlegt hvað hinn hafði létt starf, vék sér því einu sinni að honurm og sagði: — Viljið þér segja mér frá því hvern- ig þér farið að því að ljúka verki alltaf fyrir klukkan 4? — Með ánægju. Þegar mér berst eitt- hvað vandasamt eða seinlegt í hendur, þá skrifa ég á það: „Athugist af com- mandör Smith“. Ég geri ráð fyrir því að í þessari stóru skrifstofu sé einhver sem heitir commandör Smith, og að' minnsta kosti hafa verkefnin aldrei borizt mér aftur. — Jæja, félagi, sagði inn iðjusami og bretti upp ermarnar, nú skaltu verja þig. Ég er comxnandör Smith.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.