Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1955, Side 12
f 528 T W LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Zigurður A. Magnússon: VONLAUSIR k NDLIT hans var rist rúnum þungrar reynslu, margra mót- vinda. Sólin hafði brennt það svo, að það bar lit moldarinnar, sem hann var runninn úr og hafði rækt- að frá barnæsku. í augum hans var kulnandi glóð gamalla vona. Drættirnir voru hrjúfir, hrukk- urnar djúpar, hárið gránandi. Axl- irnar signar af þungum byrðum — höndin kreppt eftir þúsund gríp um skóflu og plóg á sólheitum akr- inum. Göngulag hans minnti á gamlan húðarjálk, sem er að slig- ast undir þungri byrði. Fötin voru tötrar. Hann var öreigi — uppflosnaður öreigi í framandi landi. Hann hafði alla tíð haft til hnífs og skeiðar með sáru striti — og lifað í voninni um bætta aðbúð, betri tíma. Nú var stritið horfið og vonin — og mat- inn þá hann af útlendingum. Hann átti í rauninni ekkert eftir nema líkamann, marghrjáðan og úr sér genginn í amstri horfinna baráttu- dægra. Hann var Búlgari og bjó ásamt sjö hundruð löndum sínum í flótta- mannabúðum suður á Attíkuskaga, nálægt Aþenu. Hér hefur hann búið í þrjú ár, reikað um aðgerða- laus, lifað á matgjöfum stjórnar- innar, séð vonina um nýtt líf fjar- lægjast með hverjum degi. Því hann er gamall orðinn, og löndin, sem taka við mörgum þjáningar- bræðra hans, taka ekki gjarna við lúnum öldungum. Þau vilja æsku- menn, starfshæfa og vinnufúsa. Hann er því úrkula vonar um batn- andi kjör um ófyrirsjáanlega fram- tíð. En hví er hann hingað kominn? Hvaða öfl hafa rekið hann niður í þessa gröf lifandi hræa, sem á mætti rita: „Sá, sem hingað kem- ur, á sjaldan afturkvæmt"? Er til nokkuð hlutskipti verra en að rotna lifandi? Hann talar ekki grísku, svo ég verð að tala við hann með túlki. „Hvers vegna komstu hingað?“ „Þeir rændu mig frelsinu. Tóku son minn af lífi fyrir róg persónu- legra óvildarmanna. Tóku af mér jarðarskikann og gáfu öðrum. Sendu mig í vinnubúðir. Við þræl- uðum myrkranna á milli við illa aðbúð og rýran kost undir gæzlu vopnaðra varðmanna. Ég hafði, mér vitanlega, ekkert til saka unn- ið, og mér hélt við sturlun, þegar ég hugsaði um son minn og jörð- ina. Til allrar lukku var konan mín dáin. Eftir margra mánaða þrælk- un var ég að þrotum kominn, og þá ákváðum við, nokkrir félagar, að komast undan um nótt. Mér var orðið sama, hvort ég lifði eða yrði skotinn Svo við fórum yfir fjöll- in, ferðuðumst á nóttunni í heila viku, oft matarlausir. Stundum gáfu bændurnir okkur bita, en við vorum hræddir um, að meðal þeirra leyndust óvinir, og þeir, sem við hittum, voru hræddir við stjórnina. Oftast stálum við mat, drápum fé eða rændum ávöxtum í görðunum. Og þannig komumst við hingað'*. „Hvernig komust þið burt frá búðunum?“ „Við þekktum einn vörðinn. Hann var úr okkar byggðarlagi, sonur nágranna míns. Ég vissi, að hann var góður drengur, þótt hann tryði á hið nýja skipulag, og hann varð við bón okkar eftir langar fortölur. Hann lét okkur vita um örugga leið og lofaði að láta sem hann sæi ekki til okkar. Það var hættulegt, en það tókst með hjálp heilagrar guðsmóður“. „Þóttu ykkur umskiptin góð, þegar hingað kom?“ „Ég veit ekki. Það var mjög af okkur dregið eftir ferðalagið. Einn okkar fimm hafði gefizt upp: Við hinir vorum aðframkomnir, og vorum því sárfegnir mat og húsa- skjóli. En nú eru liðin þrjú ár. Tveir af félögum mínum eru farn- ir yfir hafið og hafa byrjað nýtt líf. Þeir voru ungir og stæltir. Tveir erum við eftir og höfum htla von um betra hlutskipti. Við meg- um að vísu um frjálst höfuð strjúka og fáum nægan mat. En hér í þessum búðum verðum við að dvelja. Við verðum að vera ínn- an veggja þeirra frá sólsetri til sólaruppkomu. Á daginn getum við reikað um. En slíkt líf er ekki fyrir mig. Ég vil vinna fyrir mat mínum. En hér er enga vinnu að fá, því fólkið er svo margt. Fram- undan er ekkert nema gröfin. Ég sé samt ekki eftir að hafa komið. Hálft frelsi er betra en ekkert frelsi — iðjuleysi er betra en miskunnarlaus þrælkun. Og fólkið í þessu landi er okkur gott, þrátt fyrir það að orðið „Búlgari“ hefur öldum saman verið skammaryrði á vörum Grikkja.“ ---O----- Nokkrum dögum síðar er ég við- staddur, þegar tveir drengir, eÉefu og tólf ára, eru teknir til viðtals. Þeir hafa komið til búðanna einir x

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.