Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 1
Císli Sveinsson fyrv. sendiherra: Kirkjur og kirkjusókn j^jJÁLEFNI það, sem í yfirskrift þessarar greinar felst, er næsta yfirgripsmikið og tekur í raun réttri yfir marga þætti mála, er það snerta á eina eða aðra lund, en fáir einir verða hér raktir. Svo að segja öll atriði þessa máls eru meira og minna mikilsverð fyrir kirkju- og kristnilíf þjóðarinnar, þótt menn vafalaust líti misjöfn- um augum á ýmis þeirra, eins og nú er komið. En öllum má vera ljóst, að nauðsyn ærin er nú — á þessum tíma eigi sízt —, að menn geri sér sem gleggsta grein fyrir viðhorfi þessa efnis í heild, hvort sem þeir eru um það sammála eða ósammála. Aðalatriðið er, að menn fari í alvöru að hugleiða það ástand, sem í því hefir nú skapazt, og leitist við að komast að já- kvæðri niðurstöðu í því, er til úr- bóta mætti leiða. EINS og kunnugt er, þá er talað um kirkju og kirkjur í tvenns kon- ar merkingu: Kirkjuhús, Guðshús, þar sem tíðagerð og trúarathafnir fara fram, og svo kirkjuna sem heild, sem trúmálafélag manna, fárra eða margra, kirkjufélag, — kristin kirkja, kaþólsk og lútersk kirkja o. s. frv. En hér verður nú að mestu haldið sér við hið fyrra, kirkjuhúsin og afstöðu fólksins til þeirra, og kemur þá einnig til greina í því sambandi, hvernig menn snúast við trúrækt frá and- legu og reyndar hagrænu sjónar- miði, ef svo mætti segja, og ber þá að sjálfsögðu að hafa í huga, að hér standa ávallt að ófullkomnir menn, sem ekki er hægt að ætlast til of mikils af, eins og þeir allir eru af Guði gerðir, þótt einn geti verið öðrum fremri, ef því er að skifta. Vér erum líka allir syndugir menn, en enginn eftir réttu íslenzku mál- fari heilagur. ÞAÐ er engum blöðum um það að fletta, að langsamlega flest kirkju- hús þessa lands hafa öldum saman verið, í fáum orðum sagt, með af- Gísli Sveinsson brigðum Iéleg og jafnvel meira en það, miðað við það hlutverk, sem þeim er ætlað, svo að menn vart geta hugsað sér, að þau séu byggð hinum æðsta í tilverunni, sjálfum Guði til lofs og dýrðar, og mann- eskjunum til andlegrar uppbygg- ingar. Og segjast verður það, meðal annars, að allt þetta stendur langt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.