Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 60Q ritinu eigi alls fyrir löngu (1954) að öðru sæmileg grein, um van- rækslu í kirkjugöngu, sem ekki gaf þessu gaum. Ég hafði reyndar fyr- ir löngu i sama riti (1936) sýnt fram á, að gefnu tilefni, að útvarps- messurnar gerðu sitt gagn og myndu.gera það, ef vel væri að staðið, og þessi nær 20 ára tími, sem síðan er liðinn, hefir styrkt, en ekki veikt, þann vitnisburð. Eða hver vill nú, af raunsæjum krist- indóms-unnendum, missa þær? — Sem sagt: Það ber að halda út- varpsmessunum sem algerlega fastri tilhögun innan kirkjuboð- skaparins, enda m. a. ljóst, að þannig koma?t ótal fleiri mann- eskjur í samhand við þann boð- skap en nokkurntíma væri hugs- anlegt, að kirkjugöngur hér á landi orkuðu. Þetta verða menn að horf- ast í ,augu við, annað er gersam- lega út í hött. En hitt er annað mál, eins og vikið var að fyrr, að ýmislegt mætti í því efni færa til betri og hentari vegar en nú er — að beztu manna yfirsýn, t. d. um framkvæmd þessara guðsþjónusta og tímann fyrir þær gagnvart kirkjumessunum, sem vitaskuld einnig mega færast til frá því, sem verið hefir áður undir allt öðrum og erfiðari háttum með þjóðinni. Hér eru ekki tök á að fara ná- kvæmar út í þessi atriði, enda er almenningur orðinn þessu öllu kunnugur. En á þessu máli má ekki sofa. Eitt er enn vert að taka fram í þessu sambandi, sem ótvírætt hefir möguleika til þess að laða fólkið að, hvort sem er til þess að hlýða á messugerðir í kirkjum eða útvarpaðar messur. Það er söngurinn, söngur kirkjukóranna, sem mjög hefur færzt í aukana og að jafnaði eru einna bezt tök á úr kirkjunum í Reykjavík, þótt víða annarsstaðar sé nú einnig orðið gott. Menn njóta hans meir og meir, að nær allra dómi, en í því efni virðast þó ríkja tvær stefnur eða skoðanir: Fjöldi fólks vill nú orðið fá að njóta söngsins eins og hann er fluttur af list af æfðum söngkórum; aðrir telja, að a^menn- ir kirkjugestir eigi líka að taka þátt í honum, „taka undir“ ef svo mætti segja, syngja með, sem þó með vissu gengur misjafnlega og getur truflað hina fyllstu nautn kórsöngsins, en við útvarpsmess- urnar losna menn að miklu leyti við slíkt. Það skal enn sagt: Viðhorfin eru breytt. „Kirkjugestasöngurinn“ virðist nú eiga meira heima við aðrar guðræknisamkomur en kirkjumessur með tiltölulega fjöl- mennum æfðum söngkórum o. s. frv. — EN HVAÐ er svo meira að segja um kirkjurnar sjálfar, ef þróunin svo sem ósjálfrátt fer í þessa átt? Má t. d. í samræmi við ný viðhorf, hugsa til að leggja einhverar þeirra niður — má hætta við að byggja sumar, er nú eða brátt gæti staðið til að reisa? Hér er að vísu aðeins að tala um það, er kalla mætti áþreifing á málefninu, en eigi neitt lokaorð. Framkvæmd kirkjubygg- inganna verða vitaskuld hlutaðeig- endur sjálfir að fara að íhuga gaumgæfilega og taka síðan úr- slita-ákvarðanir, af eða á, eftir því sem þeim þykir hæfa. Og verður það þá allt á þeirra ábyrgð. Vegna neyðarástands í þessum húsakosti mun þurfa, telja menn, að reisa eigi fáar kirkjur á kom- andi árum, víðs vegar um landið. Hvernig verða þær kirkjur? Verð- ur þar um nokkura bót að ræða, í þeirri veru, er ég hefi talað um? En hér er, eins og gefur að skilja, ekki aðeins um hið ytra útlit að tala, sem menn geta þó sagt ýmis- legt um og virðist, eins og fleira, nú á tímum til þess fallið fremur að draga hugi manna niður á við en hefja þá upp. Nokkrar kirkjur eru þegar komnar upp á síðari tím- um, sem una mætti við um hríð, en ekki mikið meira. — Átakanlegt dæmi um la.uslopahátt í ráðstöfun þessara mála, og raunar táknrænt, er ástandið í kirkjubyggingarmál- um Reykjavíkur og nokkurra ann- ara merkisstaða, — þótt presta vanti nú engan veginn þar; og víst er ástæða til að ætla, að þeir geti við núverandi aðstæður gert mikið gagn sem kennimenn og kennend- ur (og kennarar) í fullri þjónustu við fólkið, eldra og yngra. En svo var að þessu hrapað, sem ekki er fordæmi fyrir, að kirkju hafa nú ekki allir Reykjavíkurprestarnir eða engir af þeim nýju og lítur út fyrir, að dráttur verði enn á því. Við þetta bætist svo það, sem al- kunna er á íslandi, að kirkjubygg- ingar eiga næsta erfitt uppdráttar og sitja á haka fyrir öðrum fram- kvæmdum. Vegna afskifta minna af þessum málum um árabil, og nú að síðustu hér í bænum að óskum viðkomandi aðila, hefi ég kynnzt þessu sérstaklega og vil benda á þessi dæmi úr höfuðstaðnum (þar má kalla, að hver söfnuður myndi prestakall): Bústaðaprestakall vantar kirkju; Háteigsprestakall vantar kirkju; Langholtsprestakall vantar kirkju; Nesprestakall er að byggja kirkju, sem ekki er nærri fullgerð; vel má og greina, að ann- an fríkirkjusöfnuðinn í Reykjavík vantar einnig kirkju. Að nú ekki sé gleymt, að hinn nafntogaða Hall- grímssöfnuð vantar sína höfuð- kirkju, eins og hún hefir verið á- formuð, þótt notast sé nú við litla álmu, er heyra átti til þeirri bygg- ingu. Allt mun þetta eðlilega kosta of fjár, en þó einkanlega hin síð- astnefnda stórbygging, er hleypur væntanlega á fleirum tugum millj- óna króna, eins og hún yrði í full- kominni gerð utan og innan, þótt eigi muni ennþá liggja fyrir lýs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.