Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 6
602
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
„Hœgindastóll guðanna"
um og á næsta veraldlega vísu,
eins og t. d. hefir gerzt hér hjá oss
um síðasta hálfan annan áratug,
— muni ekki vilja láta eitthvað til
sín taka á hinum andlega vett-
vangi, svo sem með ríflegum til-
lögum í þessar þarfir, í stað þess
að láta hinn fengna mammon
ganga að meira eða minna leyti
til holdsins lystisemda? Þessu
hefði fyrirfram að mínum dómi
mátt svara neitandi. íslenzkir
gróðamenn vilja sjálfsagt ekki láta
á sér sannast, að þeir þurfi að
„gefa fyrir sálu sinni“, sem svo
er kallað.------
ÞANNIG kemur þá ástandið í þess-
um málum mér fyrir sjónir, eins
og hér að framan er lýst. Og geta
nú aðrir sagt frá, ef þeir telja sig
hafa sannara að mæla. En menn
geta einnig bollalagt áfram um
ýmislegt annað, er þeir halda, að
lyfta muni þessum málum upp úr
því ófremdarástandi, sem þau eru
nú í, en til þess að gagn verði að
þarf meira en orðaskak eða lausar
uppástungur, sem hvorki eru fugl
né fiskur, né hafa í sér möguleika
til framgangs vegna ónógs undir-
búnings. Áhugamenn verða að
sameinast um vel hugsuð úrræði
og hrapa ekki að neinu; því að
eins er von um öruggan árangur.
Ekki er flas til fagnaðar. En það
skal tekið fram, að útúrboringur
eða einstrengingsháttur í trúar-
efnum getur a. m. k. hér á landi
ekki leitt til neinna góðra eða al-
mennra endurbóta. Það varðar
mestu, að flestir viljum vér kristn-
ir vera, þótt menn kunni að telja
sannfæringu sína á mismunandi
rökum reista.
(Efni það, sem grein þessi
fjallar um, átti að ræðast á hin-
um almenna kirkjufundi í haust,
sem nú hefir verið frestað um
óákveðinn tíma, og var málið
undirbúið til framsögu þar).
J VOR var gerður út franskur leið-
angur til þess að reyna að
ganga á fjallið Makalu í Himalaya-
fjöllum. Fjall þetta er á landamær-
um Nepals og Tibet, 27,790 feta
hátt og er talið fimmta hæsta fjall
veraldar. Þessi leiðangur gekk
betur en nokkur annar á þessum
slóðum, því að allir leiðangurs-
menn komust upp á fjallstindinn
og er það eins dæmi. Nafn fjalls-
ins, Makalu, þýðir „Hægindastóll
guðanna".
Foringi leiðangursmanna heitir
Jean Franco. Lögðu þeir á stað
fótgangandi yfir Nepal um miðjan
marz og höfðu með sér 310 burðar-
menn og 25 leiðsögumenn af kyn-
flokki Sherpa. Farangur þeirra var
níu lestir, þar af \Vi lest af súr-
efni og öndunar áhöldum. Eftir
halfs mánaðar ferð komu þeir að
rótum fjallsins og gerðu sér þar
bækistöð. Voru þeir þar halfan
mánuð og æfðu sig á því að ganga
á lægri fjallatinda, bæði til þess
að afla sér reynslu í fjallgöngum
og til þess að venjast inu þunna
lofti á fjöllunum. Jafnframt athug-
uðu þeir hvar helzt mundi ráðlegt
að leita uppgöngu á Makalu. Vorið
áður höfðu Bandaríkjamenn freist-
að þess að klífa fjallið að norðaust-
an, en orðið frá að hverfa.
Frakkar komust að því, að bezta
leiðin upp á fjallið mundi vera að
fara fyrst upp brattan skriðjökul
suðvestan á fjallinu, en sveigja svo
þegar komið væri upp undir tind
og ganga á hann að norðanverðu.
23. apríl var svo lagt á stað og
í 20.000 feta hæð var gerð bæki-
stöð og mest af farangrinum flutt
þangað. Þetta var aðalbækistöðin
þar sem undirbúningur að fjall-
göngunni skyldi fara fram, en þó
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ *
GENGIÐ Á
FIMMTA HÆSTA FJALL
VERALDAR
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦
varð að gera aðrar smærri bæki-
stöðvar enn hærra. Og nú voru það
Sherpamenn, sem höfðu veg og
vanda af því að koma upp inum
nýu bækistöðvum. Dag eftir dag
unnu þeir að því að höggva spor
í snarbrattan skriðjökulinn, reka
nagla í hann og festa köðlum þar
sem ekki varð komizt öðru vísi en
handstyrkja sig upp. Síðan unnu
þeir að því í marga daga að bera
farangur á bakinu upp í inar nýu
bækistöðvar. Og þegar því var lok-
ið fór Franco að búa undir göng-
una á hátindinn. Tveir menn voru
sendir á undan, Jean Couzy flug-
maður og Lionel Terray alvanur
fjallamaður og fylgdarmaður í
Alpafjöllum. Næstir þeim komu
svo Franco og Guido Magnone,
ungur myndhöggvari. Þeir lögðu á
stað inn 15. maí og voru nokkuð á
eftir hinum. Um hádegi komu þeir
þar sem þeir Couzy og Terray
höfðu skilið eftir farangur sinn.
Settust þeir þar að til þess að hafa
til heitan drykk handa hinum, er
þeir kæmi ofan. En meðan þeir
voru að þessu, heyrðu þeir köll
mikil. Þá voru þeir Couzy og Terr-
ay komnir upp á hátindinn og
höfðu lostið upp sigurópi. Tveimur
stundum seinna komu þeir og urðu
heldur fegnir hressingunni, og svo
var haldið til aðal bækistöðvanna.
Morguninn eftir lögðu þeir Franco
og Magnone svo á stað aftur og
höfðu með sér foringja Sherpa-
manna, sem heitir Gyalzen Borbu.