Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 609 vað er sannleikur? IVSenn skyldu vera athugulir og orðvarir HÖFUNDUR þessarar greinar er Lionel Ruby, forseti heimspekideild- ar „Roosevelt College" í Chicago. Hann er mjög kunnur maður í Bandaríkjunum af fyrirlestraflokki, er hann flutti þar í útvarp um rök- hugsun. Þessi grein er tekin úr bók eftir hann, sem nefnist „The art of making sense“ og kom hún út í fyrra. JJVAÐ eigum vér við þegar vér segjum að eitthvað sé satt? Vér eigum við, að það styðjist við stað- reyndir. Til dæmis þetta: „Roose- velt var forseti Bandaríkjanna 1935 til 1945“. Það er satt, því að það er samhljóða staðreynd. Sannleikur er þá, að segja rétt frá staðreynd- um. En svo eru aðrir sem líta á þetta mál frá öðru sjónarmiði, sem nefnt hefur verið „afstæðisrök“. Þar er átt við það, að sannleikurinn geti verið háður tíma, rúmi og kring- umstæðum. En þetta afstæði á mjög lítið skylt við afstæðiskenn- ingu Einsteins í eðlisfræði. í eðlisfræði kemur afstæðiskenn- ingin til greina þegar rætt er um hreyfingu. Ef vér spyrjum til dæm- is: „Eru húsgögnin þín á hreyf- ingu þessa stundina?" þá getur laukrétt svar verið bæði nei og já, allt eftir því hvernig þú lítur á málið. Vegna þess að jörðin er sí- fellt á ferð umhverfis sólina, með nær 29 km. hraða á sekúndu, þá eru húsgögnin á hreyfingu með til- liti til sólarinnar. En með tilliti til jarðarinnar standa þau kyrr. Með öðrum orðum: Frá einu sjónarmiði eru húsgögnin á hreyfingu, og frá öðru sjónarmiði standa þau kyr. Maður, sem situr í flugvél, er kyr á sama stað, en hann er þó á fleygi- ferð. Eðlisfræðingurinn heldur því þó eigi fram að sannleikurinn sé af- stæður. Harin heldur því ekki fram, að afstæðiskenningin sé sannleikur fyrir suma vísindamenn, en skrök- vísindi fyrir aðra. En þó er það þetta sem sá heldur fram sem trúir á afstæðisrök. Hann segir að eitt- hvað geti verið satt frá sjónarmiði eins, en ósatt frá sjónarmiði ann- ars, satt á einum tíma og rangt á öðrum, satt á einum stað, en rangt á öðrum. Athugulum manni mun vera það mikið undrunarefni, hvað sjónar- mið manna eru margbreytileg í in- um alvarlegustu efnum, stjórnmál- um, trúmálum o. s. frv. Og takið eftir því, þegar vinir deila svo að vinslitum verður, þá er það segin saga að báðir þykjast hafa haft rétt fyrir sér. En þetta útheimtir þó ekki að sannleikurinn sé afstæð- ur, ef vér höldum oss að inni fyrri rökskýringu: Sannleikur er það, sem er í samræmi við staðreyndir. Til dæmis: Árið 1400 voru til landa- bréf af heiminum, en Ameríka sást þar ekki. Þó heldu þeir, sem þá voru uppi, að landabréf sitt væri rétt. Eigum vér þá að segja, að þetta landabréf hafi verið rétt árið 1400, en sé nú rangt? Eða ættum vér ekki heldur að segja, að menn sem voru uppi 1400 þekktu ekki hnöttinn, þar sem mörg lönd voru þá ókunn, og vegna þess að landa- bréf þeirra var í samræmi við van- þekkingu þeirra, þá hafi það verið rangt? í stað þess að segja, að það sem einu sinni var rétt, hefði orðið rangt seinna, skulum vér heldur taka þannig til orða, að það sem menn héldu einu sinni að væri satt, er seinna talið rangt. Afstæðisrökin hafa einnig aðra skýringu. Tökum til dæmis að ein- hver segi: „Það er heitt í dag“. Gæti þetta verið satt hvar sem væri og hvenær sem væri? Nei, það nær engri átt. Þetta getur ver- ið satt í júní og júlí, en ósatt í febrúar og marz. Það getur verið satt í Chicago, en ekki í Reykjavík. Þetta sannar þó engan veginn að sannleikurinn sé afstæður. Setn- ingin: „Það er heitt í dag“, er að- eins vanaviðkvæði. Til þess að sanna að það sé rétt, verðum vér að leita til vísindanna. Vísindaleg yfirlýsing er dagsett og staðsett. Tilkynning frá veðurstofu mundi hljóða eitthvað á þessa leið: „Hit- inn mældist 90 stig á Fahrenheit inn 26. september 1953, klukkan þrjú miðdegis eftir sumartíma, á veðurathuganastöðinni í Chicago í Illinoisríki“. Hér höfum vér þá yfirlýsingu, sem bæði getur verið rétt og stangast á við staðreyndir. En ef það er satt að 90 stiga hiti hafi verið í Chicago kl. 3 inn 26. september, þá er það einnig satt gagnvart Kínverjum og Ástralíu- mönnum, og það verður ævinlega satt, vegna þess að tilkynningin var dagsett, stundsett og staðsett. Hér er annað dæmi um afstæðis- rök, þar sem viðhorf kemur til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.