Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 14
r 610 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS r greina. Ég lít á einhverja bók og segi að hún sé í bláu bandi. Svo kemur litblindur maður og segir að hún sé í gráu bandi. Höfum við ekki báðir rétt fyrir okkur, enda þótt staðhæfingar okkar stangizt? En ef vér athugum þetta nú betur, þá sjáum vér að þetta er ekki stuðningur við kenningu afstæðis- manna. Þegar ég sagði að bókin væri í bláu bandi, þá hlýt eg að hafa átt við það, að á bandinu er litur, sem endurkastar ljósbylgju, sem ekki er meira en 485 milljón- r asti hlutinn úr millimetra. Ef lit- blindi maðurinn neitar því enn á þessum grundvelli að bókin sé blá, þá hefur annar hvor rangt fyrir [ sér. F Hvort slíkir ljósgeislar endur- kastast getur ekki verið satt á viss- um stað og stund, og jafnframt r ósatt. Það getur ekki verið satt fyrir einn eðlisfræðing, en rangt fyrir annan, enda þótt annar þeirra 1 sé litblindur. f En nú getur verið að ég hafi átt r við eitthvað annað, þegar ég sagði ' að bókin væri blá. Ég hef máske ætlað að segja: „Ég þykist sjá bláa 1 bók“. Og hafi litblindi maðurinn r meint að hann þættist sjá gráa bók, þá hefðum við báðir haft rétt að mæla. Það eru engin öfugmæli að r segja að mönnum geti sýnzt sitt í hvorum. Þannig eru til afstæðar kenndir r og viðhorf, en þetta er ekki afstæð- ur sannleikur. Maður getur ekki ' haft rangt fyrir sér, ef hann skýrir rétt frá því sem fyrir hann ber. En þegar vér tölum um hraða Ijóssins, r eða endurkast Ijósgeisla frá bók, þá ! erum vér að tala um annað en fyrir r oss ber, og ef viðhorf beggja er ið • sama, þá geta andstæðar lýsingar ekki báðar verið sannar. r HÉR skulum vér sleppa afstæðis- ^ rökunum. En þá kemur nýtt efm til athugunar: Hvernig getum vér verið vissir um að eitthvað byggist á staðreyndum? Það sem ein kyn- slóð telur satt, því hafnar in næsta. En eru þá kenningar nútímans ekki jafn viðsjálar eins og kenn- ingar fyrri alda? Hvernig getum vér nokkru sinni komizt að sann- leikanum um eitthvað? Bezta svarið við þessu er að fá í líkinda-kenningunni, sem bæði get- ur samrýmzt afstæðisrökum og tortryggni í leit að sannleikanum. Vísindamaðurinn leitar til dæmis sannleikans, en hann veit vel við hverja erfiðleika þar er að stríða. Hann vill finna staðfestan sann- leikann — fullkomlega staðfestan í eitt skifti fyrir öll af staðreynd- um — en honum er Ijóst að það er hugsjón sem aldrei er hægt að ná. Vér getum aldrei verið fyllilega sannfærðir um að hafa ekki gert neina villu, né sézt yfir neitt. En þótt vísindamaðurinn álíti þannig, að inn fullkomni sannleik- ur verði aldrei fundinn, þá er hann þó sannfærður um að vér getum komizt nær og nær inu sanna. Með þessu er átt við það, að líkindin aukist stöðugt á því að sannleikan- um verði náð. Vísindamaðurinn styðst við lík- ur. Þetta er ekki sú svartsýni, er segir að vér vitum ekki neitt. Vís- indamaðurinn segir að vér getum fundið líkurnar, og að líkurnar sé leiðarvísir lífsins. Og hann leggur sinn mælikvarða á líkurnar, og hann er eitthvað á þessa leið: 0 - 0.01 - 0.25 - 0.50 - 0.75 - 0.99 - 1 Hér táknar talan 1 það sem ör- uggt er, það sem vér getum sagt um: „Þetta er svo, en ekki öðru vísi“. Talan 0 þýðir eitthvað sem er rangt. „Þetta er ekki svo“, eða „Þetta er rangt“. Talan 0.50 er þar mitt á milli, þar sem eitthvað er óvfst óg vér segjum um: „Það get- ur verið rétt, en það getur líka ver- ið rangt, og ég veit ekki hvort held- ur er.“ Talan 0.75 táknar sama sem: „Það eru líkindi til þess,“ og lík- urnar aukast svo sem ofar dregur, þar til 0.99 er hérumbil öruggt. En ef vér rekjum oss frá 0.50 niður á við, þá segjum vér að þetta sé „Ólíklegt“ eða „Mjög ósennilegt“, og þegar vér komum að 0.01 þá segjum vér að það sé aðeins fræði- legur möguleiki. Þetta er aðeins tekið hér til þess að sýna hvað við er átt með mælikvarðanum. Ég er alveg viss um að vatnið sem ég er að drekka núna, er kalt, vegna þess að það er reynsla á stundinni. En drakk ég vatn með matnum á mánudaginn var? Ef ég tel að svo hafi verið, þá styðst ég þar við minni, en minnið er sann- arlega brellið. Minnið stendur að baki reynslu líðandi stundar, og álíka munur er á því, sem menn hafa reynt og hinu sem spáð er. Vísindalegar bollaleggingar og for- spár, standa eigi aðeins að baki reynslu líðandi stundar, heldur reynslu allra alda. Því er það þegar rætt er um vísindaleg lögmál og forspár, þá er þar ekki um annað en líkur að ræða. Það er t. d. alls ekki áreiðanlegt að sólin komi upp í fyrramálið. Það gæti orðið spreng -ing í henni eftir fimm mínútur. Miklar líkur eru til þess að „allir menn sé dauðlegir“. Með því er venjulega átt við það, að allir þeir menn, sem nú eru á lífi muni deya áður en þeir ná 200 ára aldri, eða þar um bil. En fyrir þessu er þó engin vissa. Á sama hátt getum vér aldrei verið vissir um að eitthvað sé ómögulegt. Það eru nokkrar líkur til þess að einhver gróður sé á jarðstjörnunni Marz, því að ljós- myndir benda til þess. En það er ótrúlegt að menn lifi þar. Þó er ekki hægt að fortaka það. Það eru til furðulegir hlutir og furðulegar tilviljamr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.