Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 8
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS J lUiniDst skal þess, sem í SUMAR minntust íslendingar í Utah þess að 100 ár voru liðin síðan fyrstu íslenzku landnemarnir festu þar byggð. Fór sú hátíð fram í Spanish Fork og stóð í þrjá daga, 15., 16. og 17. júní. Pétur Eggerz sendiráðsfulltrúi í Washington kom þar fram fyrir hönd íslands og flutti kveðju frá forsetanum og skrautritað ávarp frá ríkisstjórninni. Er það almanna mál, að minningarhátíð þessi hafi verið in virðuleg- asta í alla staði og íslendingum til sóma. En sérstaka athygli vakti söguleg sýning, er frú Hólmfríður Danielsson í Winnipeg hafði undir- búið og stjórnaði. Og til þess að fylgja þeirri gullvægu reglu, að þess skal minnzt sem vel er gert, ritaði Stefán Einarsson ritstjóri grein í blað sitt „Heimskringlu“ og er Mikið afreksverk íslenzkrar konu ITT hundrað manns tók þátt í leiksýningunni, sem túlkaði eftir minnilega menningarerfðir ísiend- inga, sem fluttu til Utah fyrir 100 árum, sýndi ferðir innflytjenda um eyðimörkina til fyrirheitna landsins, og hvernig íslenzki arf- urinn kom þeim að góðu haldi í inum nýa heimi. Stór og afar vel þjálfaður bland- aður kór söng íslenzk lög og ensk sem áttu við efni leiksýningarinn- ar. Einnig voru búningar og svið- setning öll in fullkomnasta. Leik- sviðið var afar stórt, 44 fet á breidd og 24 fet á dýpt og búið inum full- komnustu tækjum til Ijósagerðar og alls sem getur prýtt leiksýn- ingar. Fast að tvö þúsund manns sóttu leiksýningu þessa; mun það óefað vera in allra fjölmennasta inni- skemmtun, sem nokkru sinni hefur átt sér stað meðal íslendinga í Ameríku. Allir sem sýninguna sáu, luku lofsorði á hana, og sagði frétta ritari frá Salt Lake City meðal annars: „Öll var in sögulega sýn- ing fögur og gallalaus frá listrænu sjónarmiði — þar var hvergi nokk- urs staðar in minnsta veila í“. Að sjálfsögðu sætti það tíðindum að kona var fengin alla leið frá Winni- þetta útdráttur úr henni: Hólmfríður Daníelsson peg til þess að semja og undirbúa einn aðal-þáttinn í hátíðahöldum þessum, enda birtust greinar um frú Hólmfríði og listaferil hennar í öllum dagblöðum, bæði í Salt Lake City og Spanish Fork ná- grenni. Einnig var henni boðið að koma fram í sjónvarpi fjórum sinn- um í Salt Lake City. Að beiðni hátíðarnefndar, flutti irú Hólmiríöur stutt erindi leik- sýningar kvöldið, sem fjallaði um alheimsgildi íslenzkra bókmennta gullaldar tímabilsins. Voru in dá- samlega leiksýning, erindi frúar- innar, og sjónvarpsþættir hennar, stórkostleg og víðtæk kynning á ís- vel er gert landi og íslenzkri menningu. Enda þakkar Spanish Fork Press íslend- ingum fyrir þessi merku hátíða- höld og fyrir að hafa boðið heim listafólki úr ýmsum áttum, svo að allt hjálpaðist að, til að setja inn mesta menningarbrag á afmælis- hátíðina og hafi hún óefað orðið til að kynna ísland og íslendinga víðs- vegar um allt land. Islendingar, hvar sem eru, mega vera stoltir af þessu mikla afreki landa sinna í Utah, því hátíðahöld þessi eiga trauðla sinn líka meðal Islendinga vestan hafs. Að öllu athuguðu, hefur frú Hólmfríður með samningi leiksýn- ingar sinnar orpið bjarma á hátíð þessa, landnám íslendinga vestra og sögu þjóðarinnar. • • Qrnefni ÞEGAR eg hlustaði á útvarpserindi um austfirsk örnefni, fannst mér að þar hefði mátt taka fleira með, svo sem örnefnin Páll og Reka. Svo heita tvær mjóar rákir af snjó í stóra Sand- felli og eru þessar fannir svo djúpar, að þær tekur aldrei upp þótt góð sumur sé. Venjulegast ná þær saman, en geri svo mikla hita, að þær slitni sundur, þá veit það á vetrarhörkur! Ekki var heldur minnst á Hött, og á hann þó sinn þátt í því að setja tignarlegan svip á Hérað. Oft var og litið til hans í gamla daga, þegar ekki var úr á hvers manns hendi, eða í hvers manns barmi, og máske ekki klukkur heldur á heimilum, því að svo segir gömul vísa: Eyktamerki öll eg setti, einn af gömlu körlunum, alls staðar var haft á Hetti hádegi á Völlunum. O.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.