Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS 603 Þeim gekk ferðin vel. Var fyrst yfir snarbratt rifahjarn að fara, en þar höfðu hinir höggvið spor. Seinast var 400 metra hátt granít- klettabelti og neðan við gínandi hengiflug. Þarna urðu þeir að klífa upp með því að nota hverja tá- tyllu og halda sér fast í hverja rifu og ójöfnu í berginu. Þar fyrir ofan var tindurinn, líkastur keilu og svo uppmjór að efst á honum var ekki hægt að standa nema á öðrum fæti. Ferðin niður gekk vel. Þriðja daginn fóru þeir fjórir leiðangursmenn, sem eftir voru, upp á tindinn og gekk ágætlega, enda voru þeir allir þaulvanir fjallgöngumenn. 24. maí voru þeir búnir til heim- ferðar. En þá veiktist einn af burð- armönnum hættulega. Læknir var með í ferðinni og hann sá þegar að hér var um snögga botnlanga- bólgu að ræða og ekki um annað að gera en taka botnlangann. Hér var þó ekki hægt um vik að gera uppskurð. Tíu stiga frost var á og ekkert skjól nema tjöld. Þeir höfðu með sér smá stálborð, sem hægt var að leggja saman. Nú voru tvö þeirra tekin, sjúklingurinn lagður þar á og svæfður. Eftir tæpar tvær stundir var hann laus við botn- langann og búið að sauma skurð- inn saman aftur. Þetta tafði þá um einn dag. En sjúklinginn og lækn- irinn urðu þeir að skilja eftir og nokkra menn hjá þeim. Þegar þeir komu til Delhi. lágu þar fyrir þeim þær fréttir, að sjúklingurinn væri kominn á fætur og á heimleið. Maður, sem var viðutan, hitti kunn- ingja sinn, er hann hafði ekki séð í mörg ár. — Sæll og blessaður, sagði hann. Og hvemig líður konunni þinni? — Eg er ekki giftur, eg er einhleyp- ur, svaraði hinn. — Nú, og þá er konan þín sjálfsagt einhleyp líka. I í i } i } i } i } i s Crétar Fells ZJvö hvœ&i ÞAKGLITGGINN Fannst mér húsið fyrirtak, en fremur dimm var matar'-tofan. Þá var gerður gluggi á þak: Gullið ijósflóð streymdi að ofan. Þetta er saga sérhvers manns: Sómamenn og verstu fantar þarfnast allir þakgluggans. Það er hann, sem flesta vantar. Dæmast munu drótt þau kjör, að dimm sé löngum matarstofan, unz á þaki er gluggi gjör og geisiaveigar streytna að ofan. KVEftJA til átthaga Minningatöfrar mildir vaka. Nú er hljóður hugur minn. Kveð ég Fellsmúla klökkum huga, — ef til vill í siðsta sinn. Stórbrotin móðir, stilltur faðir, rísa upp bæði í minni mér. Djúplyndan bróður, „dáinn, horfinn“, draumana sína dreymdi liér. r Viða er yndi á voru landi: Heiðifegurð og lækur lygn; \ 'i< hrauntöfrar, vellii prúðir, fjarlægðarblámi og fjallatign. Þó mun staðurinn þ f s s i verða alla tíð, meðan anda ég dreg, heigust jörð, sem í hjarta ég geymi, — æsku paradís unaðsleg! Þökk skal hrinda þungum trega: Margt er það,sem m 'r gæfan gaf. Streymi svo elfa stunda og daga eilífðarinnar út í haf.---- } i I ófurrl i í Köld og vot er okkar eya, en um landsmál þó annað verra er að segja, allt í grænum sjó. Östjórn þessu öllu veldur, ýmsir gefa í skyn. Það er ofstjórn öllu heldur, enn þá verri en hin. aóuman Nauðsyn ill er orsök laga, en að hefta störf ár og síð og alla daga engin gerist þörf. Eins og lög hjá deigum draga dáð úr andagift verða störf und vendi laga víða aktaskrift. ITndir lögmáls ok er bundin at.höfn manna flest, líka verða lokuff sundin landi að vinna hezt, líkt og sabbats boð og bönnin bægðu forðum lýð gott að vinna, öll var önnin uppfyllt lagasmíð. Hygg ég frelsi miklu meira mætti vera hér, lögin bjóði og banni fleira beint enn nauðsyn er. Þó að öðrum þjóðum helsi þvki gott og tryggt, minnumst þess, að fyrir frelsi fyrst var ísland byggt. SIGURÐUR NORLAND

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.