Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 2
~ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r m® r að baki hjá kristnum lýð þessa lands því, sem talið er sjálfsagt og skylt með flestum menntuðum þjóðum annars staðar í heiminum, jafnvel einnig þeim, er venjulega hafa verið titlaðir heiðingjar af for- ustumönnum kristinna þjóða og eru svo sem ekki allténd neinir villimenn, heldur sumar fornar og nýjar menningarþjóðir, með sínum sérstöku háttum og — að vísu ó- kristnu — trúarbrögðum. Musteri þeirra bera þeim vitni. Þótt kristin hugsun standi að ýmsu í þakkar- skuld við eldri andlega menningu, og það ekki einungis gyðinglega, þá teljum vér óhikað kristindóm- inn göfugastan allra trúarbragða, en hitt verður að játa, að kristnir menn um lönd öll sýna misjöfn merki þess og hér á landi sízt betur en annars staðar og þó einna verst í því tilliti, er nú var á minnst. Þetta á yfirleitt jafnt við ráðamenn þjóðarinnar og aðra einstaklinga eða heildir, með tiltölulega fáum undantekningum, þegar litið er yf- ir lengra svið. Og á fulltrúasam- kundu þjóðarinnar allrar, Alþingi, hefir á ýmsu gengið um afdrif málefna kirkju og kristindóms og oftlega kennt andblásturs.----- Oftar en einu sinni hafa verið gefnar lýsingar af mörgum kirkju- húsanna hér á landi, réttar og tíð- um ömurlegar, svo að eigi þarf hér að endurtaka slíkt. Kirkjurnar ófá- ar um landið þvert og endilangt hafa mátt kallast tímburhjallar eða steinkumbaldar, nærri óhugnan- legar í sjón og reynd, þótt óneitan- lega sé þetta meira áberandi nú orðið en áður þótti, eins og háttað er breyttum aðbúnaði og lífsvið- horfi með landsmönnum í daglegu lífi þeirra. En ýmsir prelátar kirkju vorrar hafa snúizt önugir við, einkum ef t. d. erlendir menn hafa orðið helzt til berorðir um þetta og kirkjulífið íslenzka. En ^ það er auðvitað fásinna, þvi að öllum er hér sjón sögu ríkari. Ýmsu hefir og vitaskuld verið borið við til vorkunnar ástandinu, svo sem örbirgð og áþján fyrri tíðar og fá- tækt efnis og úrræða, og má rétt- læta það að nokkru, en ekki nærri öllu leyti. Svo hefir þetta verið. En nú? Nú á þessum tímum alls- nægta, auðs og óhófs? — Á íslandi hefði verið auðvelt á undangengn- um árum og áfram að reisa og byggja upp vegleg Guðshús, kirkj- ur með sjálfsögðum þægindum, svo að menn eigi síður þess vegna fýsti þar að koma og dvelja til guðrækni-iðkana, — þetta hefði, fullyrði ég. verið auðvelt að byrja í stórum stíl og með öruggu fram- haldi, ef hallazt hefði verið af rétt- um aðilum að fyrirætlan þeírri, sem lögð var fram í frymvarps- formi (um kirkjubyggingar og þátttöku ríkissjóðs í stofnkostnaði kirkjuhúsa) á Alþingi tvisvar sinn- um, 1944 og 1946, eftir íhugun og undirbúning, sem þó varð fyrir gíg vegna sinnisleysis og andúðar of margra. Eins og einhverjum er ef til vill enn í minni var efni laga- frumvarps þessa, sem byggt var á þeirri skyldu, er stjórnarskráin hef- ir lagt á herðar ríkinu gagnvart kirkjunni (þjóðkirkjunni), í stuttu máli á þessa leið: 1. Á hverju ári skyldi reisa kirkjuhús í landinu eða endurbyggja eldri kirkjur, þar sem þess væri þörf, unz fullnægjanlega teldist hyggt. Voru um þetta nákvæmar reglur í frv., hvcrsu framkvæma skyldi o. s. frv. Og vel skyldi til alls vandað. 2. Kostnaðinn af þessum framkvæmd- ttm skyldi rikissjóður giæiða að þrem-fjórðu hlutum, og skyldi aetla til þess fé á fjárlögum hverju sinni. Söfnuðirnir skyldu leggja til fjórða hlutann, þ. e. stofnkostnaðar; einn- ig skyldu söfnuðir annast viðhald kirkjuhúsa m. a., enda kirkjugjöld (sóknargjöld) tit þess ætluð. — Þetta náði nú ekki fram að ganga á Aiþíngi, eins og vlkið var að, og mun trúlegast mega spá því, að kirkjubyggingar-vandamálið bíði þess seint bætur. Til nokkurrar linkindar þessu gekk þingið seinna eða 1954, eftir allmikið þref, inn á að samþykkja lög um stofnun kirkjubyggingarsjóðs, er veita skal úr lán til 50 ára vaxtalaus, til kirkjubygginga, en eigi er þar um beinan styrk eða hlutdeild ríkis að ræða; er fjármagn sjóðs þessa í lögunum næsta takmarkað, þótt vonandi komi þetta að nokkuru haldi. OG HVAÐ er svo fyrir dyrum i málinu, eins og ástatt er i þessum efnum í landinu? Tvennt virðist fyrir hendi: í fyrsta lagi — að halda áfram. á likan hátt og verið hefir, að byggja kirkjuhús, þar sem ekki þykir verða hjá slíku komizt, rétt eins og hverja aðra húskofa, er ekki hafa upp á neinn unað að bjóða, nema þá hið andlega að- dráttarafl, er slíkum stöðum á að fylgja, ef það þykir þá vera til, en það virðist nú á tímum út af fyrir sig verka lítí á fólkið á ís- landi og verður svo vafalaust. tnn hríð. Og allt verður þetta þó feiki- lega dýrt, og svo sem ókleift litkmi. söfnuðum, en svo má telja flesta söfnuði þessa lands. í öðru lagi — og að öðrum kosti — að fara að hugsa á allt annan veg en viðgengist hefir, sem sé að reisa miklu færri kirkjur og miklu veglegri en nú eru, þvf að þá stæðu einnig að þeim miklu víðtækari og öflugri heildir, enda engtun vork- unn nú að sækja til þeirra ttm lengi’i veg, eins og nú er komið samgöngubótum, þar sem auðið er að komast miklar vegalengdir, er áður þóttu, á tiltölulega örskömm- um tíma við vaxandi gnægð hrað- fara farartækja. Engum vorkunn, segi ég, hvorki prestum né kirkju- gestum. — í sjálfu sér eru prestar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.