Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Blaðsíða 12
V 608 WW W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS var dregin inn og á enda hennar var skutullinn uppréttur. Hlaupið var eftir nýum skutli. Við vorum nú svo nærri hvölunum að blást- ursgufan úr þeim sáldraðist eins og regn yfir skipið. Saout skaut aftur og aftur slitnaði skutullinn úr hvalnum. Nú kom annar hnykkur á skipið, eins og það hefði rekizt á að aftan. Calypso hallaðist og vélsíminn hringdi. Vélstjórinn tilkynnti að vélin hefði stöðvazt. Rétt á eftir fór hún þó í gang. En aftur undan skipinu sáum við blóðrák, og þar var þá annar hvalkálfurinn með fjögur djúp sár á hliðinni, hvert við annað. Skrúfublöðin eru hvöss, og þau höfðu rist í gegn um hvelju og spik, djúpt inn í þvestið. Þessi kálfur var um 15 fet á lengd og hefur líklega verið þriggja mánaða gamall, því að kálfar skíðishvala eru 13—14 fet á lengd þegar þeir fæðast. Hann reyndi að komast á eftir hinum, en þeir slógu hring um hann. Þá sáum við merkilega sjón. Upp úr djúpinu, nær en hvalirnir voru, skaut risavöxnum hval, og hann kom svo hátt upp úr sjónum að nema mundi þremur f jórðu hlutum af lengd hans. Þetta var sýnilega foringi hvalanna. Hann virtist renna augum yfir umhverfið, og svo sökk hann niður á sporðinn og hvarf í hvítu löðri. Ef það er rétt, sem ég hef sagt, að samheldni sé með hvölunum, þá hljóta þeir líka að hafa foringja. Og þessi foringi hefur gefið þeim skipun um að forða sér og skilja eftir særða kálf- inn, því að nú hurfu allir hvalirnir nema hann, og jafnvel særði hval- urinn hvarf líka. Nú var kálfurinn þarna einn eftir og blóðið fossaði úr honum. Stór hákarl kom á vettvang. Saout þreif skutulinn og skutlaði særða kálfinn Nú sat skutullinn fastur. Um leið komu enn tveir hákarlar og sveimuðu í kring um kálfinn. Skutulfestin var nú sett á vindu og hvalurinn dreginn að skipinu, og þá voru hákarlarnir orðnir sex umhverfis hann. En þeir réðust ekki á hann meðan hann var lif- andi. Kafararnir settu nú á sig fót- blöðkurnar, grímurnar og vatns- lungun. Þeir reyndu knífa sína og stungu þeim svo í beltin. Við ætl- uðum að kafa til þess að sjá hvern- ig hákarlarnir hegðuðu sér. Það er alltaf gott fyrir kafara að kynnast háttum hákarla, því að það eru hættulegustu óvinir þeirra. Hákarlarnir voru að snugga að hvalnum. Saout greip krókstjaka og lamdi þá með honum. Eldamað- ur kom með nokkrar matarleifar og fleygði í sjóinn, og hákarlarnir gleyptu þær undir eins. Járngrindaskýlinu, sem haft er til að verjast hákörlum, var nú rennt fyrir borð og tveir menn fóru í það. Hér var sjórinn 12.000 feta djúpur og skýlið hekk aðeins í mjórri festi. Mennirnir vissu vel að ekki voru nema tveir kostir fyr- ir höndum, ef festin skyldi bila: annað hvort að sökkva með skýl- inu og var það bráður bani, eða þá að opna það og freista þess að komast í gegn um hákarlaþvöguna. Það vorum við André Laban vél- stjóri, sem lögðum á stað í þessa ferð. Við höfðum ljósmyndavélar með okkur, og til þess að geta náð sem beztum myndum, höfðum við dyrnar opnar á skýlinu. Það verður að loka þeim snarlega ef hákarl kemur. Við létum sígast niður fyrir hákarlana. Þeir renndu sér þá aft- ur að hvalnum og virtust vera að leita fyrir sér hvar bezt mundi að skella. Einn hákarlinn, stórt slæki, sneri frá hvalnum og að okkur. Hann rak sig á skýlið, svo að það hentist til. Okkur Laban varð báð- um htið á festina. Hún var heil enn, og við vorum dregnir um borð. Dumas kom nú með riffil og skaut hvalinn til að stytta eymdar- stundir hans. Og það var eins og við manninn mælt, um leið og hann var dauður, réðust hákarlarnir á hann af mestu grimmd. Þeir ráku trantana upp úr sjónum og gripu kjaftfylli sína rétt í sjávarborði. Svo hristu þeir sig og skóku til þess að rífa þjósina úr hvalnum. Þeir skiftu sér ekkert af því þótt þeir væri lamdir með krókstjökum, en héldu áfram að tæta hvalinn i sig. Nú köfuðu tveir aðrir í skýlinu. Þeir mættu blá-hákarli, sem var að koma upp úr djúpinu og var miklu stærri en hinir. Hann virti fyrir sér lætin í hinum hákörlunum um stund, og réðist svo líka á hvalinn. Saout skutlaði einn hákarhnn, en hann varð svo hissa, að hann hreyfði sig ekki fyrst. En svo tók hann ógurlegt viðbragð, lamdi sjó- inn með sporðinum svo gusurnar gengu yfir Saout. Skutullinn brotnaði og hákarlinn fór sína leið. Dumas skaut bláhákarlinn og hann var dreginn dauður um borð. Þeir skáru úr honum beitu og beittu fyrir hákarlana og nú var dreginn hver af öðrum. Þeir byltust þarna á þilfarinu og menn flýðu í allar áttir til þess að forða berum fót- um sínum frá tönnum þeirra og sporðaköstum. ★ Dagur var að kvöldi kominn. Kolsvört ský voru út við sjóndeild- arhring, en yfir þeim gullinn kvöld -roði og hafið var purpuralitt Við fleygðum hákörlunum fyrir borð og heldum ferðinni áfram. Það getur verið gott fyrir sálina að kannast einlæglega við yfirsjónir sín- ar, en það er slæmt fyrir mannorðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.