Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 133 skapur, enda varð honum heldur aldrei neitt við hendur fast. Mun hann hafa verið hneigðari fyrir fræðimennsku og skáldskap. Var hann talinn gott skáld og latinu- skáld í fremra lagi. Hann hefur og verið talinn góður kennimaður, enda vel gáfaður að eðlisfari. í handritasafni Landsbókasafnsins má íinna ýmislegt ef tir hann, bæði í bundnu máli og óbundnu. Þar eru föstuprédikanir, bænir og ýmis skáldskapur. Þar á meðal er all- langt skopkvæði um Meðallend- inga. Segir þar frá því að þeir hafi séð ógurlegt bjarndýr niðri á sönd- um og talið að það mundi hafa komið með hafísi. Hlupu þeir þá saman og vopnuðust til þess að leggja bjarndýrið að velli. En er að var komið, reyndist þetta vera kollótt horrolla, sem hafði orðið eftir niðri í sandi. — Talið er að séra Jón hafi orkt Cyrusrímur, sem eru í Árnasafni. Hann samdi og rím, er gott þótti á sinni tíð. Lét hann því fylgja eftirfarandi vísur, sem geta verið sýnishorn af skáld- skap prests: . Loksins endar lítið kver, letri fæstir unna, færi í lagið fyrir mér firðar gjör sem kunna. Ekkiheimta af manni má .. . meir en orkað getur. Lagfæri þeir lýtin sjá og langtum kunna betur. Lasti rekkar rimið mitt og raðan tímasetra, skatnar fyrir skarpvit sitt skrifi þá annað betra. Yta sá, er ekki kann umbót nokkra veita, öllu hér aðfmnur hann, eihs réð Momus breyta. Visu- heldur lof en last leggja mannsins vertó, ekkert gera öfundarkast, tr það þeirra merki. Alexander von Humboldt ÞÝZKA sendiráðið hér í Reykjavík hefur tilkynnt íslenzkum stjórner- völdum, að stjórn sjóðs Alexanders von Humboldt muni veita styrki úr sjóðnum til háskólanáms í Þýzkalandi árið 1956—57. í tilefni af því er rétt að minnast þess manns, sem sjóðurinn er kenndur við. FRIEDRICH Heinrich Alexander * von Humboldt var fæddur í Berlín 14. september 1769. Faðir hans var majór í prússneska hern- um. Snemma bar á fjölhæfum og fágætum hæfileikum hjá drengn- um. Hann var t. d. ekki nema 16 ára þegar hann fekk mynd tekna á listasýningu í Berlín. Hafði hann snemma fengið sér tilsögn í drátt- list og myndskurði, og kom það sér vel síðar fyrir hann sem nátt- úrufræðing og landkönnuð, að geta gert myndir af því, sem hann sá, því að þá voru engar myndavélar til. Sama árið og þetta var, eða 1786, hafði honum og Wilhelm bróður hans, verið komið fyrir hjá einka- kennara í eðlisfræði. Þar heyrðu þeir fyrst getið um tilraunir þeirra Franklins og Volta með rafmagn. Þar fengu þeir fræðslu um, að með sérstökum útbúnaði væri hægt að bægja eldingum frá húsum. Alex- ander krafðist þess þá, að eldinga- * vari væri settur á bústað þeirra í Tegel, sem er skammt frá Berlín. En presturinn þar á staðnum reis öndverður gegn þessu og sagði að það væri ósæmileg uppreisn gegn guðs vilja. Faðir Alexanders var þá andaður. en móðir hans tók í sama Undir þeirra ærudom eg vil rímið leggja. Hirði ei um hól né róm heiniskuþvæthngs seggja. Lausnara þeim, sem leið á kros lýður þókk skal vanda, blessi hann jafnan alla oss. Eg læt þannig standa. A. 0. Alexander v. Humboldt streng og presturinn. Þó fekk Al- exander vilja sínum framgengt um síðir. Eldingavari var settur á höll- ina. Það var annar eldingavarinn sem kom í Þýzkalandi — hinn hafði verið settur á háskólabygginguna í Göttingen. Alexander stundaði nám við há- skólana í Frankfurt, Berlín og Göttingen. Síðan fór hann í versl- unarskólann í Hamborg, eftir ein- dreginni ósk móður sinnar, því að hún vildi að hann yrði kaupsýslu- maður. * Snemma byrjaði hann að ferð- ast. Hann hafði ekki enn hætt há- y.kolanámi. er hann. ásamt vini sih- um, tókst ferð á hendur um Belg- íu. Holland, England og Frakk- land. Þeir komu til PVakklands rett ei'tir stjórnarbyltinguna og voru viðstaddir hátíðahöldin á Champ de Mars 1790. Áður tíáfði Alexander komizt i kynni við frjals lynda menn í Berlín, og þessi frels- íshreyfing gagntók hann. Hann var ekki poktiskur, en aila ævi upp frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.