Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1956, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1956, Blaðsíða 11
fræðimaður, Sir Alexander B. W. Kennedy, hefur gizkað á, að öll hamramusterin í Petra (en þau eru um 25 að tölu) muni- hafa verið gerð eftir að Trajan keisari í Róm lagði landið undir sig árið 106. Vér fórum til virkisins Umm el Biyara, sem er að nokkru Jeyti sjálfgert á háum kletti. Nafnið þýð- ir ,,Móðir vatnsbólanna“. Þetta er taíið hafa verið þrautavígi Nabata. Þeir haf'a hoggvið þar rið til þess að komast upp í virkið, og viða eru vatnsþrær. þéttaðar með leir. Grjóti er hlaðið að þessum þróm, svo að ókunnugir geti ekki fundið þær, og þangað hefur verið leitt rignir.gavatn víðs vegar að úr klett- unum. Héðan er ágætt útsýni yfir dalinn, þar sem Petra stóð áður. Borgin hefur verið byggð úr grjóti, en ekki höggvin í hamra, og er nú aðeins rústir, þar sem einstaka súl- ur eða bogadyr standa og minna á rómverskan stfl. Arabar þeir, sem þarna eiga heima nú, kalla borgar- rústirnar Qasr Bint Firaun eða „Kastala dóttur Farós“. Menn vita blátt áfram ekkert um borg- ina. Fyrst í stað eftir að hún „fannst“ reyndu nokkrir fornfræð- ingar að komast þangað, en tókst ekki vegna fjandskapar Bedúína, því að þeir heldu að fornfræðing- arnir væri komnir til þess að stela fornum fjársjóðum. Tyrkir ömuð- ust líka við því að borgin væri rannsökuð, meðan þeir höfðu land- ið á sínu valdi. Og þess vegna eru borgarrústirnar enn óhreyfðar. Sunnan og norðan við borgina hafa verið gerðir voldugir víggarð- ar svo að óvinir gæti ekki komizt til borgarinnar eftir þeim leiðum. Handan við dalinn blasir við Haret en Nasara, eða „kristna hverfið", en það er svo kallað vegna þess að fjöldi krosea hefur þar verið höggv- inn í veggi og yfir dyrum. Slíka. krossa má þó vfðar sjá og gaeti þeir beat til þess að in gömlu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31 musteri hafi verið gerð að kirkjum eftir að kristni komst þar á. Deir heitir eitt musterið og er hátt upp í það. En þangað hefur fyrrum verið gerður breiður veg- ur, svo að auðséð er að menn hafa farið þangað í stórhópum. Þar sem gil eru hafa þau verið brúuð og stórir klettar hafa sýnilega- verið brotnir niður og þeim rutt úr vegi. Á leiðinni þangað upp sáum vér einu vatnsþróna, sem enn er stöð- ugt full af vatni. Deir líkist mjög „Gerseminni" í Siq, en hergið er þar ekki jafn fagurt. Nafnið Deir þýðir „klaustur“ og ber þess vitni að munkar hafa þar sezt í ið forna musteri. Þeir, sem hafa gert þessi musteri. hafa byrjað á því að höggva stall í bergið efst og jafn langan og framhlið musterisins átti að vera. Á þessum stalli hafa svo verka- mennirnir staðið og byrjað að höggva út að ofan og lækkað svo stallin smám saman eftir því sem þeim miðaði niður á við. Seinast hafa svo verið höggnar dyr og inn af þeim gerðir hellar eða herbergi. Eru þau húsakynni víðast hvar skrautlaus og stinga í stúf við inar glæsilegu framhliðar. Á einstaka stað eru stórir salir, er rúma fjölda manns og þeir eru skreyttir með ingunni og inum rauðu musterum. úthöggnum súlum. Þar hafa senni- Þau vilja fá að vera í friði og njóta lega farið fram útfararveizlur. Svo þess orðstírs síns, að vera einhver er um salinn í Höllinni, en hún er. in mestu furðuverk sem menn og sem náttúran hafa skapað í félagi.“ En nú eru Bandaríkjamenn að undirbúa ferðamanna straum þang- að, vegna þess að það gæti orðið Jordanfuríki til viðréttingar efna- hagslega. Þeir eru að hugsa um að í bækling um Petra eftir enskan gera þangað vegi, gera þar flugvöll fornfræðing, segir svo: „Enginn bíll — og þá þarf að koma þar stórt hefur enn truflað frið Petra, og gistihús, með rafmagni og rennandi mun sennilega aldrei gera. Flugvél- vatni. En þá er friðurinn úti í ar geta farið þar yfir, en hvergi er Petra hægt að lenda. Hávaði þessarar aldar á ekki við Petra. Það er ekk- y@<3XTsv„ j ert sameiginlegt með nútíma menn- eitt af þremur musterum standa saman. — ★ — HEIMSPEKI INDÍÁNA \ í KALIFORNÍU er Indíánaflokk- ur, sem nefndur er Digger Indí- j énar. £g áttj einu sinni tal við höfðingja þeirra, gamlan mann, sem Ramon hét. Hann y.ar krist- inn, og talið barst að fyrri venj- j um þeirra. Hann klökkháði þeg- ar hann minntist þess; að töfru- maður þeirra hefói breyzt í björn, er hann dansaði bjarnar- dansinn, rétt fyrir augunum á honum. Já, þjóðflokkur hans hafði þá gert það, sem enginn annar gat. Hann talaði líka um mataræði þeirra fyrrum. Þá höfðu þeir lifað á „lífmagni eyðimerkurinnar", sagði hann. Þá þekktist ekki niðursoðið kjöt í dósum, og ekki gátu menn þá farið í slátrarabúðir og keypt þar hvað sem þeir girptust. Hét | var ástæðan til niðurlægíngar i þeirra nú á dögum. „í upphafi gaf guð hverrl þjóð leirbolla, og af þessum bolla hofir hver þjóð drukkið lífsþrótt sinn“, sagði hann. „En þessir bollar voru mismunandi. Og nú i er bollinn okkar brotinn og við bíðum þess aldrei bætur“. (Dr. Ruth F. Benedict, pró- fessor við Columbia háskóla).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.