Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1956, Blaðsíða 7
LESBÓl MORGUNBLAÐSINS 27 Hér er þess alls ekki getið að Eiríkur blóðöx komi neitt við sögu eyarinnar. Frásagnir af ævi Eiríks konungs, eftir að hann varð landflótta úr Noregi, eru af skornum skammti. Þó er það víst, að Norðymbrar tóku hann til konungs yfir sig árið 947. Og árið eftir hefur Egill Skalla- grímsson komið til hans í Jórvík og kvað þá Höfuðlausn. En sex ár- um seinna, eða 954, hefur Eiríkur tlæmzt frá ríki í Norðymbralandi. Er hann nefndur seinasti konung- ur Norðvmbra í enskum ritum. Þegar hann var orðinn landflótta lagðist hann í hernað. Er sagt að hann færi þá til Suðureva og ír- lands og hefði þaðan lið, og hefði svo herjað á Bretland (Wales) og suður um England. En á því sumri fell hann í orustu. Heimildum ber nú ekki saman um hvar hann hafi fallið. Segir Snorri að hann hafi gengið langt upp á England og fallið þar í mann- skæðri orustu fyrir Ólafi kon- ungi, landavarnarmanni Játmund- ar Englakonungs. Egils saga segir að Eiríkur konungur hafi faliið í vesturvíking, en önnur heimild segir að hann hafi fallið á Spáni. Adam frá Brimum segir eftir ensk- um heimildum að Eiríkur hafi ver- ið rekinn frá ríkjum af þegnum sínum og síðan svikinn og drepinn. f enskum sagnaritum er skýrt frá falli Eiríks. Segir Símon frá Dur- ham að hann hafi fallið fyrir Makkusi Ólafssyni. Matthías frá Westminster getur líka um Makk- us, en bætir því við, að Eiríkur hafi fallið í Stanmore (við landa- mæri Kumbaralands og Westmore- lands) fyrir svikum Ósulfs jarls í Bernikia. Hér greinir heimildir mjög á um það hvar Eiríkur hafi fallið. Efttr frásögn Snorra hefur hann íallið á sunnanverðu Englandi. Og Snorri segir líka aS hann ha.fi fariS frá Bretlandi g herjað suður um Eng- land. Þá hfur Lundey orðið á leið hans er hain sigldi bangað suður. Og að bví thuguðu fór ég að velta fvrir méravernig á bví stæði að Lundevinar gefa nú út viðhafnar frímerki ll minningar um að 1|V>9 ár sé liðit siðan Eiríkur ^11. Gat það skeð.að þar á eynni liíðu enn einhver munnmæli urn þennan seinasta íernað Eiríks konungs og afdrif hais? Til beis að fá skorið úr þessu skrifaði ég ,,póstmeistaránum“ á evnni o| spurðist fvTÍr um þetta. Fekk ógsvo bréf frá honum aftur og er hið á þessa leið: — Etjfar sanneögulegar heimild- ir eru um að Eiríkur blóðöx hafi nokkurn sinni pengið á land í Lundey En á 10. öM settist víking- ur nokkir að á Lundev um hríð og voru í fvlvd með honum útlagar frá Wales. Þeir gerðu útrásir frá evnni og (óru ránsferðir bæði um suðurströid Wales og norðurströnd Devon. Msnn gizka belzt á að bessi víkingur aafi verið Eiríkur blóðöx. En það gjtur svo sem vel verið að þetta hafi verið menn úr liði hans. Mr. M^rtin Coies Harman.*) sem nú er látinn, taldi ærna ástæðu til að minnast ooinberlega þeirra tímamóta, er búsund ár voru liðin frá því að seinasta norræna kon- unginum í Englandi var stevpt og það því fremur sem Lundev er norrænt nafn og sýnir að Norð- menn hafa verið kunnugir þar. — ★ Um þetta er svo ekki meira að segja. En mvnd af flugfrímerkjun- um, sem Lundeyingar gáfu út (1954) í minningu þess að 1000 ár voru liðin frá þvf að Eiríkur blóð- öx fell, fvlgir hér með. Er gaman að sjá að landaurareikníngur skuli *)Hann hefir líklega verið eigandi ayarmnar. enn vera á eynni, eins og var hér á íslandi til skamms tíma. Sá er að- eins munurinn, að hjá oss voru verðeiningarnar alnir og fiskar, en hjá þeim eru það lundar. Stóra frí- merkið er með mynd af Eiríki bióðöx og verðgildi þess er 3 lund- ar. Á. Ó. Frumefii 101 UÁSKÓLINN í Kalifomíu til- ^ kvnnir að fundizt hafi 101. frumefnið, en það er ekki úr nátt- úrunnar ríki og hefur aldrei verið til hér á jörð fyr. Þetta er frum- efni, sem mönnum hefur tekizt að framleiða, og það er ið langþyngsta frumefni, sem til er, stendur 9 stigum hærra i þyngdarstiga frum- efna heldur en úraríum. sem er þyngst af öllum frumefnum jarðar. Þetta frumefni framleiddist á þann hátt, að menn tóku frumefnið 99 (sem einnig hefur verið fundið upp af mönnum) og létu það verða fyrir skothríð alfa-gneista með 41 milljón volta rafspennu í kjarna- kljúf háskólans. Þetta nýa frumefni hefur verið nefnt „mendelevium" og er ákaf- lega geislandi. Það var búið til úr hér um bil 1000 milljón öreindum af frumefni 99, en það er svo lítið að það sést ekki með berum aug- um. Með átta tilraunum tókst vís- indamönnunum að finna aðeins 17 frumeindir af 101, en þær eru minni fyrirferðar heldur en mönn- um er unnt að hugsa sér. Frumefn- ið geislar sér fljótt út Og breytist í annað frumefni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.