Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Blaðsíða 10
238 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Aldrei er hugsað um nesti fvrir hundana þegar verið er að búa sig til ferðar. Fæðu handa beim verð- ur að afla jafnótt og hennar er þörf. Veiðist ekkert. þeim til mat- ar verða beir að svelta. en það kem- ur örsjaldan fvrir. að ekki náist í fisk eða héra að haustinu og vetr- ínum en vatnarottur eðs bjóra að vorinu. IÞegar vorveiðatíminn er liðinn, — sem e.r í kringum 25. maí, — fer veiðimaðurinn að hugsa til heirnferðar. Er farangu*’ hans þá orðinn mjög lítill, allur matarforði búinn og flest föt gengin úr sér. Ýmsu er því fleygt, en aðallega eru það veiðarfærin, sem tekin eru, ef veiðimaðurinn hugsar sér ekki að koma aftur á sömu stöðvar. Sömu- leiðis flvtur hann með sér skinn þau, er hann hefir aflað og poka af steinum. sem hann hefir tínt saman. TJm þetta levti eru aefinlega vatnavextir, hátt í ám op vötnum, og er því hættumeira að ferðast á vorin en haustin. Veiðimaðurinn fer nú niður eftir straumhörðum ánum á kænu sinni, er hann þá útitekinn og veðurbarinn og fá- klæddur mjög eða illa til fara, því flest eru föt hans rifin og slitin eftir 9 til 10 mánaða veru úti í óbvggðum. Má nærri geta, að hann hlakkar til að koma aftur heim úr útlegðinni; sérstaklega. þegar kona og börn bíða heima með þeirri þol- inmæði, sem veiðimannskonan þarf svo oft á að halda og sem stundum er nærri óskiljanleg. Hraðinn niður fossana er aldrei of mikill. Þegar að höftum kem- ur tekur veiðimaðurinn það verð- mætasta úr bátnum, svo sem bvss- ur og skinn, og stefnir svo fari sínu beint niður hvítfyssandi strauminn. Er hraðinn þá stundum svo mikill, að líkast er því sem fugl fljúgi. Stjórn verður að vera nákvæm í þeim tilfellum, og er veiðimaðurinn oftast æfður í því. Óvanir menn mundu oft undrast ái-æði hans og líta svo á, að það gengi næst fífldirsku. Þetta er líka oft talsverðri hættu háð. Það kem- ur alioft fyrir, að steinn eða slæm- ar hringiður verða veiðimanninum að tióni á þessum ferðum. Það er þó bót í máli, að ef hann hvolfir fari sínu á siíkum stöðum, þá þarf hann hvorki að láta binda sár sín né eiga fyrir sér langar legur. En þess konar slys eru tiltlölulega sjaidgæf. Gamlir veiðimenn eru æfðari en svo, að þeim sé mikil hætta búin, og hinum ungu lærist sú iist ótrúlega fliótt. Ég segi list, og það er alls ekki ofsögum sagt. Það er sannarleg list að geta þann- ig stýrt bátnum sínum í fossum og straumiðu, að ekld saki, og mun það vera eitt af því, sem gömlum veiðimönnum þykir einna skemmtilegast í ferðum sínum. Þessi ferðalög heimleiðis á vorin genga venjulega fljótar en ferðirn- ar út á haustin. enda er þá dagur lengri. Þegar heim kemur til konu og bama, þarf ekki að lýsa þeim fagnaðarfundi, því geta flestið get- ið nærri. Þegar sumarið líður og haustar að, fer veiðimaðurinn aftur að búa sig til ferðar. Þá er eins og ótal raddir kalli hann aftur út í óbyggð- imar. Þetta er lífsstarf hans og á sínar björtu hliðar og dimmu eins og flest annað. IV. ÞÁTTUR í KOFA VEIÐIMANNSINS Þótt við höfum fylgzt með veiði- manninum út til veiðistaðanna og aftur heim til konu og bama, skul- um við samt skreppa út í kofann hans og athuga bæði húsakynnin og lífsviðurværið. Kofinn er byggður úr bjálkum og troðið mosa í allar rifur. Á nútíð- ?rv' 'ðimannskofa er celluloid not- að fyrir gler í gluggana. Áður var til þess haft þunnt léreft. f þakið eru hafðir klofnir trjábolir og mosi lagður ofan á þá, þar næst er þakið með leir, og ofan á hann er látinn börkur, hey eða pappi. Reynt er að gera kofann svo úr garði, að hann ekki leki. Hurð er höggvin úr trjám, og hjörur eru úr leðri. Venjuleg stærð kofanna er 14x14 fet. Er þar aðeins eitt herbergi. Borð er búið til úr höggnum bjálkum og stendur það við glugg- ann. Þar er eldavél úr blikki með bakaraofni. Stendur hún í einu horni kofans en rúm í öðru. Fyrir aftan rúmið er stallur, og er hlaðið á hann alls konar matvælum, sem ætlazt er til að nægi tveimur mönn- um í 9 til 10 mánuði. Matvælin eru oftast þessi: 9 50 punda sekkir af hveiti, Vh sekkur af haframjöli, 25 pund af sveskjum, 25 pund af rúsínum, 50 pund af smjöri, 40 pund af svína- feiti, 15 pund af mjólkurdufti, 50 pund af baunum, 20 pund af hrís- grjónum, 100 pund af sykri, 25 pund af þurrkuðum eplum, 10 pund af bökunardufti, 20 pund af salti, 20 pund af reyktu svínakjöti, 12 baukar af geri, 1 baukur af pipar, 1 baukur af kryddi. Með þennan forða komast tveir veiðimenn vel af án þess að líða hungur. Að haustinu safna þeir sér villigrjónum. ef þeir eru þar, sem þau vaxa, og ef hveitiforðinn er minni, þá safna þeir þeim mun meira af þessum villigrjónum. Treysta sumir því, að þeir finni nóg af þeim, svo að lítinn kornmat þurfi annan. Þau vaxa úti í vötn- um og eru líkari höfrum en nokkru öðru korni. Veiðimaðurinn hleður kænu sína þessum grjónum og þurrkar þau síðar á ábreiðum og að því búnu brennir hann þau eða bakar, alveg eins og íslenzkar kon- ur brenna kaffi. Þau eru ágæt til matar, sérstaklega í súpu, sömu- leiðis má búa til úr þeim þykkan og góðan býting. Sjaldan þarf þess lengi að bíða,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.