Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS cT 243 æ vatnsmeiri og heitari eftir því sem ofar dró, og seinast var vatnið orðið svo heitt, að við þoldum ekki að vaða það og urðum að klöngr- ast grjótið. Seinast komum við að sJéttum bergvegg og var höggvin í hann röð af hellum. Tjald vai’ fyrir hverjum helli og rauk undan þvi guía. Stór og stæðilegur kvenmað- ur stóð þar við dökkgrænan poll og jós upp úr honum heitu vatni upp í rennu, sem lá meðfram berg klefunum. Við greiddum baðgjaldið og völd- um okkur klefa. Baðið var ekki annað en gróf, höggvin niður í berggóifið. Vatnið var of heitt, svo að konan jós nú upp köldu vatni til að blanda það. Hér voru engin gljáandi baðáhöld, ekkert nema berir bergveggirnir. Steinn var lát- inn í rennuna til þess að veita vatn- inu niður í baðholuna, en í frá- rennslisopið var stungið tusku. Þetta bað var ágætt og sannar- lega hressandi, hvort sem það er fyrir heilbrigða menn eða sjúka Ógætíðegur akstur F'LEST dauðaslys verða af ógæti- legtrm akstri. En menn gera sér yfirleitt ekki grein fyrir því, að lífi þeirra er þeim mun meiri hætta búin sem þeir aka hraðar. Flestum er þó ljóst, að árekstur verður þeim mun svæsnari sem hraðinn er meiri, og þess vegna verður flestum það ósjálfrétt að hemla þegar í óefni er komið. Hitt vita fæstir, hvert er hlutfall milh áreksturs og hraða. Hér er um eðiislögmál að ræða, sem allir þyrfti að gera sér ljóst og skýra má í stuttu máli á þennan hátt: Ef þú ekur með 20 km hraða á steinvegg, þá er áreksturinn að vísu harður, en þó eru mestar líkur til þess að þú komist lifandi af. En ef hraðinn væri helmingi meiri (40 km), þá yrði áreksturinn fjórum sinnum harðari, og ef þú ækir með þreföldum hraða (60 km) þá yrði áreksturinn níu sinnum harðari. Hér er opinber skýrsla, tekin eftir Chicago American, er sýnir hvernig lifshséttan margfaldast eft- ir því sem hraðar er ekið. Hún sýnir hverjar eru líkurnar tíl þess að bílstjóri farist við árekstur, eft- ir því hve hratt er ekið 15 km............. 1 1373 16—30 — ........ 1 : 963 31—40 - ........... 1 : 316 41—50 _ .............. 1 : 97 51—60 — .............. 1 : 88 61—70 — .............. 1: 31 71—80 — .............. 1: 7 81—90 — ............. 1 2 97—100 — ............. 1 1 Hér er aðeins miðað við það, að bíll áki á eitthvað, sem fast er fyrir. En hættan er tvöföld þegar tveir bílast stangast, og margfaldast með vaxandi hraða. Sjálfsagt er að reyna að draga sem mest úr hraða bíla, þegar hætta er á árekstri. Komi bílstjóri á 90 km ferð og sýnt er. að bíllinn muni rekast á vegg þá eykur hann 1000-falt líkurnar til að komast lífs af, ef hann getur dregið úr hrað- anum um helming, áður en árekst- urinn verður Tveir Skotar vonx á skemmti- ferð í London. Þeir komu þar að stórhýsi nokkru og horfðu lengi á það með aðdáun. Á hornsteininum stóð með rómversku letri hvenær húsið var reist: MCMIV. Þegar þeir séu það gall annar við: — Sjáðu, þarna hefir einn ágæt- ur Skoti sett nafn sitt á stærstu bygginguna í London. Stjörnublik geia verið Isiðarvísir fyrir veðurfræðinga STJÖRNUFRÆÐINGAR við há- skólann í Pennsylvaníu eru nú að rannsaka hvort in tindrandi blik stjarnanna geti ekki verið leiðar- vísir um loftstrauma hátt uppi. stefnu þeirra og styrk. Allir kannast við það að stund- um stara stjörnurnar blítt og ró- lega en stundum er eins og þær depii auga í sífellu.. Er nú nokkuð síðan að fram kom sú tilgáta, að þessi ókyrleiki stjörnuljóssins mundi stafa af stonnum hótt í Iofti. Með nákvæmum rafmagns mælitækjum á nú að mæla þenn- an ókyrleika, og bera þær mæl- irtgar saman við rannsóknir veður- fræðinga í háloftunum á sama tíma. Reynist það nú rétt, að vindar valdi þessum ókyrleika á stjörnu- Iiósinu og hægt verður að mæla hann nákvæmlega, þá ætti veður- fræðingar framAægis að geta fylgzt með veðrabrevtingum í háloftun- um, aðeins með því að athuga hvernig stjörnurnar tindra. Þá eru og líkur til þess að menn fái meira að vita um hinn svonefnda „Jet“- storm. sem fer með ofsahraða um háloftin yfir Kahada og norður- hluta Banclaríkianna. Stjörnufræðingamir hafa þégar fundið, að samband er milli ókyr- leika stjörnuljf ssins og storma í 40.000 feía i.æó. Eftir því sem þess- ir stormar voru svæsnari. eftir því tindruðu stjörnurnar ákafar. Gætið þess að heilinn sé í góðu lagi áður en þér hleypið tungunni á stað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.