Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Blaðsíða 14
& LESBÖK MORGUNBLAÐSINS f 242 r sóparinn var líka með fjöðvir í hatt- inuxn sínum. VERSLUN OG PÓLITÍK Við komum inn í verslun á götu- fcorni. Þar voru auglýsingaspjöld fyrir Kodak og Coca Cola. Þar voru seldir ávextir, pylsur og ostur, píparmintur og póstkort. Ungur f maður kom inn, keypti sér eina f sígarettu og fór út Það hefði verið r óhófleg bruðlunarsemi að kaupa r heilan pakka! Við gengum fram hjá hóp manna, sem var að lesa auglýsing- ar, límdar á vegg. Kosningar fóru í hönd og þarna var aðal áróðurs- staðurinn. Við sáum þar einkenni stjómmálaflokkanna — einn hafði kross, annar dýrlingamynd, sá þriðji kórónu. Kunningi okkar út- skýrði þetta: „Krossinn er merki kristilegra demokrata — og hefir stórmikla þýðingu. Þeir segja við kjósendur að þeir verði að styðja krossinn. Og þar sem aliir eru kaþólskir hér, þá urðu hinir flokkamir að fá sér eitthvert kröftugt merki á móti. Einn valdi dýrlinginn og nú segir hann við kjósendur, að þeir verði að vera með dýrlingnum, svo að hann sé með þeim. Það hefir geisi- leg áhrif á almenning. Kosningabardaginn fór aðallega fram með slíkum fregnmiðum. Um leið og einhver flokkur hafði fest upp míða, komu hinir til að skoða hann og flýttu sér -svo áð gefa út og líma upp annan miða til að koilvarpa öllu því, er stóð 6 þeiro fjórri. Og svo var hver miðinn límdur ofan á hnnan, þangað til á kosningadegi að miðabunkinn var orðinn þumhmgur á þykkt. Á hverjum morgni heyrðist bjölluhljómur og klaufnaspark á götunum. Þar fóru menn með geit- ur og miólkuðu þaer fyrir framan dyr hvers, sem mjóik vildi kéupa ^ Sjómennimir fóru venjulega í róður á kvöldin. Þeir róa á löngum og mjóum bátum og hafa blys í stafni til þess að draga að sér fisk með geislum þess. Koma þeir svo aftur að með morgni og eru þá lengi að greiða net sín og breiða þau til þerris. Svefntíminn er því stuttur áður en þeir þurfa út á sjó- inn aftur. Afli þeirra var svo lítill og óverulegur, að okkur stórfurð- aðí á því að nokkur maður skyldi gefa sig við slíku. En ef við höfð- um orð á því við einhvern, þá hafði hann svarið á reiðum höndum: „Feður okkar og afar voru fiski- menn. Við erum líka fiskimenn og synir okkar verða fiskimenn. Hvað ættu þeir annars að verða?“ FORNMINJAR Fomfræðingurinn Giorgio Buchner, sem hefir verið mörg ár á Ischia sýndi okkur tvo staði, þar sem hann hafði grafið eftir forn- minjum. Það var hjá Casamicciola og Lacco Ameni. Segist hann hafa fundið þar sannanir fyrir því, að byggð hafi verið á eynni fyrir 5000 árum. Sagnritarinn Strabo segir að Cumae hafi verið fyrsta nýlendan. sem Grikkir stofnsettu á Ítalíu og það hafi verið 750 árum fyrir Krist. Cumae er á meginlandinu gegnt Ischia. En svo segir Livy að Grikk- ir frá Euboéa hafi stofnað fyrstu nýlendura þar á eynni Pithecusae, en þar er sama eyan sem nú heitir Ischia. Seinna hafi þeir svo flutt sfg til méginlandsins og stofnað Gumea, sem brátt hafi orðið miklu öflugri e'n nýlendan á eynni. Fornminjar þær, sem dr. Buchn- er hefir fundið, benda til þess að frásögn Livy sé rétt. Hann sýndi okkur ýmiskonar skrautleg ker og ennfremur lítið anganhvlki. sem var mynd af uglu. Eldgos og jarðskjálftar gerðu Grikkjum ýmsar skráveifur meðan þeir voru á Ischia. Seinna var þarna oft ófriður, því að ýmsar þjóðir lögðu evna undir sig og -gekk á þessu fram á 19. öld. En þá fóru að hefjast framfarir þar og þá var gerð þar in ágæta höfn, en hún er þannig, að þar var gamall eldgígur rétt á sjávarbakkanum og var brot- ið skarð í hann og gerð þar inn- sigling. Dr. Buchner kenndi okkur einn- ig að njóta þæginda heitu hvera- vatnsbaðanna. Skammt frá Lacco Ameno, þar sem hann var að grafa, sýndi hann bkkur dálítinn poU fram við sjó, gerðan af manna höndum. f þennan poll rann stöð- ugt heitt vatn. Við fórum j bað og dr. Buchner sagði okkur að við skyldum grafa með höndunum nið- ur í sandinn. Þar var hitinn svo mikill, að við þoldum hann ekki. En baðinu mátti halda hæfilega heitu með því að blanda það sjó, og það var sannarlega notalegt. Rómverjar inir fornu kunnu þeg- ar að nota hveravatníð á Ischia, og allt frá þeirra dögum hafa streymt þangað þúsundir manna á hverju ári að Ieita sér lækninga við allskonar kvillum, með því áð stunda þessi heitu böð. Árið 1588 gaf læknir nokkur í Neapel út opin- bera yfirlýsingu um að heilsuböð- in á eynni gæti læknað öll manh- anna mein og ráðlagði sjúklingum því að stunda þau. Nú sækir þang- að fólk úr öllum löndum heims 'til lækninga, en það eru áðallega þeir, sem þjást af liðagigt eða tauga- gigt. Grimaldi Liberato uppgjafa sjó- maður, tók að sér að sýna okkur Cava Scura (Svartagil), en þar eru mjög fræg böð. Hann fór með okkur á báti sínum til St. Angelo, sem er syðst á eynni, og þaðan fór- um við svo fótgangandi upp gilið. Eru þar brúnleitir hamrar á báðar hendur, en lækur rennur þar nið- ur. Við tókum af okkur skóna og gengum farveg hans óg varð hann I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.