Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Page 16
2« LESBÓK morgunblaðsins BRIDGE f A D 8 4 V 7 2 ♦ K 9 8 4 3 2 * G 4 A 953 V G 10 8 3 ♦ 76 * A K 10 2 ♦ K 10 6 V 9 5 ♦ G 5 ♦ D 9 8 7 ö 3 N V A S A Á 7 5 2 ♦ Á K D 6 4 ♦ Á D 10 J» 5 Bczta sögn N-S hefði verið 5 tielar. Jafnvel er hægt að segja 6 tigla á þessi spil. En sögn þeirra var 4 hjörtu. og gætilega verður að spila til þess að vinns. V. sló út LÁ og síðan LK, en hann d.rap S með trompi. Geri hann nú ráð fyrir því að trompin sé 3—3 hjá and- stæðir.gum. þá er hægt að fá 6 slagi með því að spila hátrompunum. En sé skiptingin öðru vísi, þá verður sú spila- mennska til falls. Hvemig skal þá spila til bess að vinna? Bezt er að slá út lágtrompi og lofa V að eiga slaginn. Komi hann þá með lauf, er hægt að trompa það í borði. En undir eins og S kemst inn tekur hann þrjá slagi á hátrompin og þá eru hinir tromplausir og nú stendur tígullinn. OnRl'STAN VIÐ LÆKINN Þaó' var haustið 1879 að brunalið höfuðstaðarins efndi til „sprautuæf- inga“ fvrjr sunnan skólabrúna. Skóla- piltnr Þ'ifðu safnazt saman á skóla- blettinum fyrir handan lækinn til þess að horfa á æfinguna, en allt í einu var sprautunum beint að skólapiltun- um, svo að þeir fengu gusuna framan í sig og yfir sig. Reiddust piltar þessu, sem ekki var tiltökumál, og undir for- u«tu Hannesar Hafsteins. sem þá var orðinn „inspector scholæ“. og fleiri hraustra pilta. hljóp hópur þeirra vest- ur yfir lækinn, tók sprauturnar af þeim, sem þeim stýrðu, beindu þeim Böm í vorhug á Austurvelli. (Ljósm. Ól. K. Magnússon) Vorið er komið Þú kemur með ívaf úr örfinum þræði í iðandi tíbrá um fjörur og sand. Og ísaltan blæinn frá glitrandi Græði og gróandans angan, er stígurðu á land. Og fagnandi móðir með ungbarn á armi fer út fyrir dyrnar á grasblettinn sinn. Þú kcmur með sumar í sólheitum barmi og sólskini stráir á föileita kinn. MARÍUS ÓLAFSSON að brunaliðinu sjálfu og hefndu sín þannig. En þessi „orusta við lækinn“ gleymdist fljótt og er ekki neitt kunn- ugt um, að brunaliðið erfði við pilta þennan ósigur sinn, enda hafði slökkvi- liðsstjórinn, sem ekki var viðstaddur sjálfur er þetta gerðist, heldur einhver varamaður hans, farið til rektors og afsakað þetta sem einbert gáleysisverk. — (Jón Helgason biskup). SLtTUR Margir hafa brotið heilan um hvað ömefnið Slútnes muni þýða, en fáir munu nú vita það, enda hefir nafnið afbakast í margra munni og er nú bor- ið fram Slúttnes. En nafnið er komið af gróðri þarna. Slútur var til skamms tíma nafn á gulviði, að minnsta kosti í Mývatnssveit, og þar sem mikið var af gulvíði þarna, var nesið (sem nú er ey) kallað Slútnes. Ekki finnst þetta nafn í Orðabók Sigfúsar Blön- dals, en hann hefir kk. nafnorðið slúti, og þýðir það svo, að*það sé eitthvað sem hangi niður eða slúti, en getur þess ekki að það sé eiginnafn. Nú er gulvíðir oft jarðlægur, eða hallast (slútir) og á nafnið slútur því vel við hann, en er horfið úr mæltu máli. Vilja jurtafræðingar ekki vekja þetta nafn til lífsins aftur? tRAFELLSMÓRI Draugatrúin mátti heita með fullu fjöri í bernsku minni. Voru þá fjölda margir eldri menn, bæði karlar og kon- ur, sem höfðu séð bæði huldufólk og drauga í ýmsum myndum. Einu sinni var eg með karli, sem ólst upp í Kjós- inni. Hann kunni margar sögur af hrekkjabrögðum Móra. Spurði eg þá karlinn, hvort hann hefði nokkum tíma séð hann. Karl byrsti sig og sagði: „Hvernig spyrðu drengur? Held- ur þú, að eg hafi ekki séð hann íra- fells-Móra? Eg þekki hann miklu bet- ur en þig“. (Kristleifur á Kroppi).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.