Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 4
243 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Veiðimannakofl. vissan hluta ársins. Hafa veiði- mennirnir sjálfir stuðlað að þess- ari friðun. Eru þeir yfirleitt lög- hlýðnir að því er verndun dýra snertir og hafa tekið stóran þátt í því að umbæta dýraverndunar- lögin. Sala á veiðileyfi var lög- leidd samkvæmt tillögu veiði- manna sjálfra. Sömuleiðis var það samþykkt, eftir tillögu frá..þeim, að árleg skýrsla skyldi samin um það, hversu mikið væri veitt Hefir þetta og margt fleira stuðlað að dýraverndun yfirleitt. Veiðimaður- inn getur . í raun og veru kallazt dýraverndunarmaður, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess, að í hvert skipti, sem hann drepur einn úlf, frelsar hann um 30 ungviði af klaufdýrum á hverju ári, auk þess frelsar hann með því mörg önnur dýr, sem úlfurinn hefði orðið að bana. Aldrei hefi ég heyrt þess get- ið, að þessir menn hafi verið lög- sóttir af því opinbera, þótt þeir hafi veitt dýr eða fugl sér til matar, þeg- ar nauðsyn krafði. * Þau dýr, sem menn veiða aðal- lega sér til matar eru elgdýr, sem hér í landi era kölluð Moos, og eru stærst hérlendra dýra að und- anskildum skógarvísundi, sem tal- inn er þyngstur. Þrjár mismunandi Moosdýrateg- undir munu vera til hér í landi. Þau brúnu eru stærst og þyngst, með um 750—850 punda fall. Jörpu dýrin eru hins vegar minnst pg vegur kjötið af þeim um 550 pund. Vitað er um Moosdýr, er hafði hnakkaspik, sem vóg 68 pund, en kjötið allt vóg 1250 pund. Vapito, eða dýr það, sem við nefn- um elg, er annað klaufdýr. Það er eitt af fegurstu og tignarlegustu dýrum skóganna. Kjöt þess vegur um 450—600 pund. Á síðari árum hafa dýr þessi notið algerrar ffið- unar hér í landi. Þá eru hér 4 tegundir af hjörtum og 2 tegundir af hreindýrum. Vísundar (Buffalo) voru hér mjög margir í fyrri daga og. voru drepnir gegndarlaust. Hafa þeir verið friðaðir nú um skeið og fer ört fjölgandi, svo innan skamms verður efalaust leyft að skjóta þá aftur á vissum tímum. Svipað má segja um sauðnautið. Það var í stórum hjörðum norður undir fshafi fyrir 40 árum, en hef- ir stórum fækkað og er nú frið- að. Þá má ekki gleyma skógarbirn- inum, svörtum eða mórauðum. Mó- rauði björninn mun vera stærstur allra skógardýra a.m.k. hér í landi. Hef ég heyrt um dýr, sem drepin hafa verið og vegið um 2000 pund. Sjálfur hefi ég séð drepið dýr, sem vóg 1400 pund. Öll eru þessi dýr góð til átu, þótt maður geti orðið leiður á að borða kjöt þeirra eingÖngu til langframa. Á Moos og hreindýrakjötinu verð- ur maður þó aldrei leiður, Hérinn er lítið dýr og drepinn í þúsundatali ár hvert og notaður bæði til manneldis, sem hundafóð- ur og í agn. Hann er aðalfæða margra smærri skógardýra svo sem tófu, úlfa og gaupu. Ef lítið er af héra, þá er lítið af öðrum skógar- dýrum. Þau færa sig eftir því, hvar hérann er að finna. Talið er að 7. hvert ár faili hér- inn algerlega á stórum svæðum vegna sýki, er grípi hjörðina. Er þessi sýki alltaf einhvers staðar á svæðinu frá Labrador til Alaska. Sumir álíta, að veikin magnist svona við of mikla skyldleikarækt dýrastofnsins, aðrir halda, að skóg- areldum sé um að kenna á einhvern hátt. Á síðari árum, eftir því sem skógarnir eyðast af elds og manna völdum, virðist hérapestin fara rénandi, hverjar svo sem orsak- irnar kunna að vera. ÆVINTÝRI VEIÐIMANNA Það er álit margra, að aðal hætt- urnar, sem mæta veiðimanninum, séu hin grimmu villidýr, og oft les maður hinar æfintýralegustu sög- ur um slíkar hættur, jafnvel af hreindýradrápi á íslandi. En ef eítthvað af slíkum sögum er satt, munu þær fremur að kenna ófull- komleika veiðimannsins en grimmd dýranna. Auðvitað er öllu lifandi meðfætt að reyna að verja sig og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.