Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 241) ekki síst, eftir að viðkomandi dýr hefir verið sært eða ásótt Litla músin reynir að bíta frá sér, ef kreppt er að henni. Eins er með stærri dýrin. Ef veiðimaðurinn ■skilur þetta ekki, er hætt við, að hann geti einhverntíma komizt í hann krappan. Gamall veiðimaður gætir þess ætíð að dauðskjóta, áður en hann leggur frá sér byssuna, og hefur því fáar sögur að segja um áflog við villidýr. En það eru margar aðrar hættur, sem mætt geta veiðimanninum. Hann leggur leið sína eftir straumhörðum ám og stórum vötnum á smákænu eða þá svikulum ís. Stundum verður hann að ferðast yfir stór skóglaus svæði, þar sem erfitt er um elds- neyti, og verði hann að leggjast til hvíldar á ber&væði, ef til vill í hríð og frosti, votur og þreytt- ur, er kalhættan mikil, og hefur margur veiðimaðurinn fengið að kenna á því. Þá er óvart skot úr byssu ein hættan. Stundum hefir snjór í byssuhlaupinu orsakað of- þrengingu, er hleypt var af skoti og deytt og sært veiðimanninn. Þá geta veiðimenn lent í dýrabogum, sem snjór hefir langzt yfir eða birgðir hafa verið með laufi eða öðru þess háttar. Slíkt slys kom fyrir við Slave River fyrir nokkr- um árum. Veiðimaðurinn lenti með baðar hendur í boganum, og fannst beinagreind hans þrem arum síð- ar. Ein af þeim mestu hættum, sem ég hefi lent i var, þá er ég varð að setja náttstað i stórum skógi, sem eldur haíði farið um. Trén stóðu upprétt, en rætur þeirra voru fúnar og þau laus í jarðveginum. Ofsarok var á og dimmt í lofti og kolamvrkur í. skóginum. Féllu trén i allar áttir látlaust. til jarðar með og’arlegum brestum og braki Gat maður búrrt við að rctast á hveriu augnabhk:. En í annað hús var ekki að veáda, cg að lokum varð svefn- inn öllu öðru yfirsterkari. Er ég vaknaði um morguninn, lágu 3 tré fallin yfir mig, án þess þó, að nokk- urt þeirra snerti mig. Hætturnar geta verið margs konar, næstum því ótrúlegar. Skal ég hér til dæmis nefna eina, sem í sjálfu sér er skopleg. Snemma morguns lagði ég af stað frá kofa mínum, og var ætlun- in að drepa nokkur Moosdýr, sem voru um 10 km. í burtu. Ég gerði ráð fyrir að koma heim um kvöld- ið og tók því engan mat með mér. Er ég kom á vettvang, voru dýrin í þéttu skógarkjarri, og til þess að vera viss um að missa ekki af þeim, varð ég að bíða, þar til þau kæmu út í gisnari skóg. Um það leyti, sem ég var búinn að skjóta og flá dýr- in, var komið fram í myrkur. Dimmt var uppi yfir og sást ekki glóra í nokkra stjörnu, svo ég ákvað að hírast í skóginum um nóttina. Hegg ég síðan lim og kveiki upp eld og steiki mér kjöt, en að því búnu leggst ég til svefns og breiði húð undir mig. Leið mér ágætlega við ylinn frá eldinum. En um kl. 2 um nóttina vaknaði ég í aumu ástandi. Ég var frosinn innan í húð- ina og gat hvorki hreyft legg né lið. Þegar eldurinn dvínaði, og mér fór að kólna, hafði ég vafið mig innan í húðina í svefninum og sneri holdrosan út. Frostið hafði líka aukizt og var nu alstirndur himinn. Mér varð ljóst, að þetta gat orðið alvarlegt, þvi tækist mer ekki að að losna úr húðinni, var eg dauðans matur. Tók ég nú að reyna að velta mér fram og aftur, og' varð ég brátt í einu svitabaði. Tókst mér loks eftir langa mæðu að losna við húðina, og var ég þá vissulega úr helju hcimtur. — U — £g hefi þa að nokkru leyti lyst atvinnu cg lífi veiðirnanna, eins og ég hefi kynnzt því af 30 ára reynslu. Margt er þó csagt, sem 'Jitiik f>ái ? er enn Ein vöktu augu — einan sáu á heiði, augun sem til elsku alheima laða, horfa mót helstjörnum, hita nákulda, glæða gaddhjörtu, gefa líf dauða. Opin eru augu upp þér sofendur, skini guðs augu gegnum yðar lijarta. Ef þau eigi lýsa, opnast náheimar. verða úti veraldir. Vituð þér enn cða hvað? MATTH. JOCHUMSSON &TIÍI |Tc< ■ ■•••*............ einhverjir kynnu þó að hafa gam- an af að heyra um, t. d samkomu- lag hvítra veiðimanna og Indiána. Skal ég nú með örfáum orðum víkja að því: Yfirleitt eru kýíihi mín áf Indíánum ágæt. Heið'arlegir og raungóðir hafa þeir reynzt mér. Hungraður hefi ég komið til þeirra, og þeir hafa satt mig. Kaldur og þreyttur hefi ég komið til þeirra, og þeir hafa hýst mig. Það mun vissulega rétt, sem um þá hefir verið sagt, að þeir séu vinir vina sinna, en óvinir ÓA.hna stnna. Margt. mæt.ti segja um skotfmii \-etðjmanna og aðrar íþróttir,, er svo að segja tilheyra þeirra fagt. En yfirleitt láta sannir vciðimenn lítið yfir sér og sækjast ekki eftir samkeppni á mannamótum. Lang- varandi óbyggðalíf og einvera gerir menn fremur ómannblendna og eirunana, en sanit raungóða. Leiðbeining í garðyrkjuriti — Þer skuluð ekki íleygia pðkunufn, sem útsæðið er í, þeir eru cft mátu- legir fyrir uppskeruna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.